Pétur Pétursson fimmtudagurinn 17. nóvember 2016

Bílslys á Hellisheiði 16.11.2016

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði voru kallaðir út um klukkan hálf eitt í gærdag vegna áreksturs tveggja bíla á Hellisheiði. 

Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná fólki út en olíu þurfti að hreinsa af veginum og koma í veg fyrir frekara mengunartjón. 

Vetraaðstæður voru á heiðinni, snjór og hálka. Í aðstæðum sem þessum getur verið bæði erfitt og hættulegt fyrir björgunaraðila að athafna sig vegna færis og aðvífandi umferðar. 

Ökumenn bílanna voru fluttir með sjúkrabílum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á sjúkrahús til nánari skoðunar. 

Pétur Pétursson miðvikudagurinn 16. nóvember 2016

Bílvelta í Svínahrauni 15.11.2016

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði voru kallaðir út rétt fyrri klukkan eitt í gærdag vegna bílveltu í Svínahrauni. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á sjúkrahús til nánari skoðunar. 

Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná ökumanninum úr bifreiðinni en slökkviliðsmenn sáu til þess að ekki yrði umhverfisskaði vegna olíumengunar frá bílflakinu.

Slökkviliðsmenn BÁ frá Þorlákshöfn, Selfossi og Hveragerði æfðu björgun úr eitruðum lofttegundum í Hellisheiðarvirkjun síðastliðin laugardag. 

Æfingin var keyrð sem útkallsæfing þar sem leitað var að týndum manni í ótryggu umhverfi. Sama æfing var keyrð í tvígang svo draga mætti góðan lærdóm af því sem betur má fara. 

Að vanda tóku starfsmenn ON fullan þátt í æfingunni og gerðu hana þar með bæði líflegri og raunverulegri fyrir slökkviliðsmenn Brunavarn Árnessýslu.

Pétur Pétursson þriðjudagurinn 15. nóvember 2016

Klippuæfing á Flúðum 10.11.2016

1 af 4

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Flúðum, Árnesi, Reykholti, Laugarvatni, Þorlákshöfn og Selfossi komu saman síðastliðið fimmtudagskvöld til þess að viðhalda þjálfun sinni í notkun björgunarklippa í bílslysum. Í upphafi æfingar skerptu menn á fræðunum með glærusýningu en að henni lokinni voru tveir bílar klipptir og björgun slasaðs fólks úr þeim sett á svið. 

Auk slökkviliðsmanna BÁ tóku aðilar frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum þátt í æfingunni sem var hin gagnlegasta í alla staði.

Pétur Pétursson þriðjudagurinn 15. nóvember 2016

Eldur í íbúðargám á Selfossi 14.11.2016 

1 af 2

Eldur kom upp í gám við Sigtún 1 á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Gámurinn hefur verið aðsetur manns á Selfossi undanfarin misseri og því var ekki ljóst hvort einhver væri inni í gámnum þegar að slökkviliðinu bárust boð um eldinn. Engin reyndist vera í gámnum og sást til íbúa hans í nærliggjandi götu þegar að leið á slökkvistarfið. 

Slökkvistarfið gekk greiðlega en gámurinn er ónýtur til þess brúks sem hann hefur áður gegnt. 

Óvíst er um eldsupptök að svo stöddu.

Vefumsjón