Inntökuferlið

Inntökuferlið

Inntökuprófin felast í: könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, starfstengdum verkefnum, þrek- og styrktarprófi, læknisskoðun og viðtali.

Þrek- og styrktarpróf

  • Göngupróf á bretti. Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kg kút á bakinu, samtals vegur gallinn með kút í kringum 23 kg. Þeir ganga í 1 mínútu í 4% halla, 1 mínútu í 7% halla og 6 mínútur í 12% halla. Hraðinn er 5,6.
  • Réttstöðulyfta, 65 kg stöng, 10 endurtekningar.
  • Öfugar armbeygjur (upphífing í liggjandi stöðu), 7 eða fleiri endurtekningar.
  • Armbeygjur með 18 kg kút á bakinu, 7 eða fleiri endurtekningar.
  • Planki á olnboga og tám, 60 sek.

Umsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol.

Lofthræðsla

Kannað er hvort umsækjendur geti fylgt fyrirmælum og bregðist rétt við þegar þeir eru staddir í mikilli lofthæð.

Forsíða

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is