Brunavarnir Árnessýslu
Sími 4-800-900Aðalstöð BÁ er á Selfossi, en auk þess eru sex útstöðvar. Selfossstöðin er jafnframt miðlæg birgðastöð með umfram búnað fyrir alla sýsluna. Við hverja útstöð starfar varðstjóri sem stýrir vettvangi á sínu svæði, í umboði slökkviliðsstjóra.
Fréttir og Tilkynningar
Slökkvitæki og skynjarar
Slökkvitæki eru nauðsynlegur hluti af öryggistækjum heimilisins. Að geta slökkt eld í fæðingu getur komið í veg fyrir verulegt tjón og slys á fólki.
Slökkvitækjaþjónusta suðurlands ehf
(SÞS) er í eigu aðildarsveitarfélaga Brunavarna Árnessýslu. Aðsetur SÞS er í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.
SÞS þjónustar lögbýli í sveitarfélögum BÁ líkt og BÁ hefur gert frá upphafi. Sú þjónusta felst í að íbúar í dreifbýli Árnessýslu koma með slökkvitækin til SÞS þar sem starfsmaður skiptir þeim út og afhendir rafhlöður í reykskynjara þeim að kostnaðarlausu.
Gróðureldar
Gróðureldar eru sem betur fer ekki algengir á Íslandi en geta verið illviðráðanlegir ef eldur berst í þurran gróður. Á undanförnum áratugum hefur trjám verið plantað í miklum mæli á Íslandi. Ógrisjaður, þéttur skógur getur verið illfær vegna þess að greinar hans eru samfléttaðar frá skógarbotni og upp úr. Slíkur skógur er hættulegastur með tilliti til gróðurelda.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur sett af stað átaksverkefni með það að markmiði að bæta brunavarnir eldri timburhúsa um land allt. Sem hluti af þessu átaki hafa eigendur allra eldri timburhúsa fengið senda spurningakönnun þar sem þeir eru beðnir um að meta eigin brunavarnir. Markmið verkefnisins er að auka vitund um mikilvægi brunavarna og stuðla að öruggara samfélagi fyrir alla íbúa.Meðvitund eigenda lykillinn að úrbótumSpurningakönnunin var send í gegnum island.is. Verkefnið felur í sér sjálfsmat eigenda á brunavörnum húsa þeirra. Í könnuninni eru þeir beðnir um að svara 12 spurningum og leggja þannig mat á ýmsa þætti brunavarna, þar á meðal hvort reykskynjarar séu til staðar, slökkvitæki, flóttaleiðir, brunahólfun sem og aðra þætti hússins sem geta haft áhrif á brunavarnir.Mikilvægi brunavarna í eldri timburhúsumEldri timburhús eru öll hús sem eru byggð fyrir árið 1999, eru úr timbri eða blöndu af timbri og steypu. Þessi hús voru reist áður en nútímakröfur um brunavarnir komu til í byggingarreglugerð, það gerir húsin berskjaldaðri gagnvart eldsvoða. Í mörgum tilfellum er byggingarefnið ekki í samræmi við nútímakröfur um brunavarnir, og því er mikilvægt að eigendur geri sér grein fyrir þeirri hættu sem kann að vera til staðar og taki nauðsynleg skref til að bæta brunavarnir.Hvatning til þátttökuHMS hvetur alla eigendur timburhúsa, byggð fyrir 1999, til að taka þátt í könnuninni. Með þátttöku geta eigendur betur gert sér grein fyrir stöðu brunavarna í húsum sínum og hvar úrbóta er þörf. Könnunin er unnin í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) og er hluti af úrbótatillögum samráðsvettvangs um brunavarnir í húsnæði, stofnaður í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg.Fræðsla um brunahættu og brunavarnir í eldri timburhúsumSamhliða spurningakönnuninni hefur verið hrundið af stað fræðsluátaki um hvernig efla megi brunavarnir eldri timburhúsa og draga úr brunahættu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og fræðsluefni með því að smella á þennan hlekk.vertueldklar.is/eldri-timburhus/ ... Sjá meiraSjá minna
Brunahætta í eldri timburhúsum
vertueldklar.is
Brunahætta í eldri timburhúsum Í eldri timburhúsum þarf að huga að ýmsum þáttum varðandi brunavarnir. Árið 1998 tók ný byggingarreglugerð gildi fyrir mannvirki, þar voru gerðar aukn...0 CommentsSetja ath semd á Facebook
Íbúar eru hvattir til að loka gluggum ... Sjá meiraSjá minna
Stórbruni við Stokkseyri
www.sunnlenska.is
Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi og Þorlákshöfn berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Hoftúni, norðan við Stokkseyri. Mikill eldur er í húsinu. Neyðarlínan fé...0 CommentsSetja ath semd á Facebook
Hagnýtir punktar um reykskynjara ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSetja ath semd á Facebook
Ungur og efnilegur verðandi slökkviliðsmaður kom í heimsókn til okkar á dögunum. ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSetja ath semd á Facebook
Ekki bruna af stað í ferðalagið án brunavarna. ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSetja ath semd á Facebook
Við fengum góða heimsókn á slökkvistöðina í dag. ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSetja ath semd á Facebook
Undanfarið hafa slökkviliðsmenn BÁ heimsótt fjölda leikskóla í Árnessýslu og fengið góðar móttökur. ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSetja ath semd á Facebook
Svipmyndir frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi vegna hátíðarhalda á 17. júní. ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsSetja ath semd á Facebook