Brunavarnir Árnessýslu

Sími 4-800-900

Aðalstöð BÁ er á Selfossi, en auk þess eru sex útstöðvar. Selfossstöðin er jafnframt miðlæg birgðastöð með umfram búnað fyrir alla sýsluna. Við hverja útstöð starfar varðstjóri sem stýrir vettvangi á sínu svæði, í umboði slökkviliðsstjóra.

Starfssemin okkarStarfsstöðvar

Fréttir og Tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Björnis brunabangsi flytur til Íslands

Það eru gleðitíðindi að tilkynna að Björnis brunabangsi er að flytja til Íslands. Björnis kemur frá Þrándheimi í Noregi og er hann væntanlegur með flugi til landsins 19. ágúst nk. Hann hefur náð gríðarlegum vinsældum meðal allra aldurshópa í sínu heimalandi og er þetta í fyrsta skipti sem Björnis leggur land undir fót.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er ábyrgðaraðili verkefnisins en Björnis mun vera öllum slökkviliðum landsins til aðstoðar við fræðslu og forvarnarstarf, einkum þegar kemur að fræðslu fyrir yngstu kynslóðina. Björnis hefur nú þegar tryggt sér stað í hjörtum margra íslenskra barna þar sem sjónvarpsþættir um Björnis, eða Bjössa brunabangsa eins og hann er oft kallaður, hafa verið sýndir á RÚV og hafa þættirnir slegið í gegn.Um er að ræða stórt og metnaðarfullt verkefni sem stuðlar að bættum brunavörnum á heimilum landins til framtíðar. Það hefur hlotið virkilega jákvæðar undirtektir og án aðkomu styrktaraðila hefði þetta verkefni ekki verið mögulegt. Björnis er spenntur fyrir nýjum heimkynnum. ... Sjá meiraSjá minna

Björnis brunabangsi flytur til ÍslandsÞað eru gleðitíðindi að tilkynna að Björnis brunabangsi er að flytja til Íslands. Björnis kemur frá Þrándheimi í Noregi og er hann væntanlegur með flugi til landsins 19. ágúst nk. Hann hefur náð gríðarlegum vinsældum meðal allra aldurshópa í sínu heimalandi og er þetta í fyrsta skipti sem Björnis leggur land undir fót.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er ábyrgðaraðili verkefnisins en Björnis mun vera öllum slökkviliðum landsins til aðstoðar við fræðslu og forvarnarstarf, einkum þegar kemur að fræðslu fyrir yngstu kynslóðina. Björnis hefur nú þegar tryggt sér stað í hjörtum margra íslenskra barna þar sem sjónvarpsþættir um Björnis, eða Bjössa brunabangsa eins og hann er oft kallaður, hafa verið sýndir á RÚV og hafa þættirnir slegið í gegn.Um er að ræða stórt og metnaðarfullt verkefni sem stuðlar að bættum brunavörnum á heimilum landins til framtíðar. Það hefur hlotið virkilega jákvæðar undirtektir og án aðkomu styrktaraðila hefði þetta verkefni ekki verið mögulegt. Björnis er spenntur fyrir nýjum heimkynnum.
3 vikur síðan

... Sjá meiraSjá minna

... Sjá meiraSjá minna

Hlaða niður fleiri færslum

Hvað er eldur?

Húseldar

 

Taka þarf tillit til ólíkra húsa þegar brunavarnir eru settar upp. Ef heimilið eða skrifstofur eru hæðaskipt þarf að gera ráð fyrir að flóttaleiðir séu á öllum hæðum og huga að því að stigahús séu með brunavarnir í lagi.

Gróðureldar

Gróðureldar eru sem betur fer ekki algengir á Íslandi en geta verið illviðráðanlegir ef eldur berst í þurran gróður. Á undanförnum áratugum hefur trjám verið plantað í miklum mæli á Íslandi. ­Ógrisjaður,­ þéttur skógur getur verið illfær vegna þess að greinar hans eru samfléttaðar frá skógarbotni og upp úr. Slíkur skógur er hættu­legastur með tilliti til gróðurelda.

Slökkvitæki

 

Slökkvitæki eru nauðsynlegur hluti af öryggistækjum heimilisins. Að geta slökkt eld í fæðingu getur komið í veg fyrir verulegt tjón og slys á fólki.

 

Slökkvitækjaþjónusta suðurlands ehf

 

(SÞS) er í eigu aðildarsveitarfélaga Brunavarna Árnessýslu. Aðsetur SÞS er í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. SÞS þjónustar lögbýli í sveitarfélögum BÁ líkt og BÁ hefur gert frá upphafi. Sú þjónusta felst í að íbúar í dreifbýli Árnessýslu koma með slökkvitækin til SÞS þar sem starfsmaður skiptir þeim út og afhendir rafhlöður í reykskynjara þeim að kostnaðarlausu.

Neyðarlínan

112.is

Að tala við neyðarlínuna

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum