Flóttaáætlun

Þegar eldur kemur upp þar sem fólk sefur geta hiti og reykur valdið dauða nema þú hafir áætlun um hvernig bregðast á við, til dæmis um flótta úr svefnherbergi á örfáum sekúndum.

Áætlunin krefst

  • Reykskynjara.
  • Flóttaáætlunar sem teiknuð er á blað.
  • Fjölskylduumræðna.
  • Æfinga.
  • Tryggðu að flóttaleiðir séu ávallt greiðfærar.

Brunaæfing á heimilinu

  • Allir eiga að vera í sínu herbergi með hurðir lokaðar.
  • Einn á heimilinu gefur brunamerki með því að kalla ELDUR! ELDUR!
  • Hver og einn athugi herbergisdyr sínar.
  • Látið sem dyrnar séu heitar. Notið þá hina flóttaleiðina.
  • Allir mæti á fyrirfram ákveðinn stað utandyra, einn látinn “kalla til” slökkviliðið.

Ræðið eftirfarandi við fjölskylduna

  • Sofið með svefnherbergisdyrnar lokaðar. Það heldur aftur af hinum eitraða reyk.
  • Reykskynjarinn mun væla og vekja fjölskylduna.
  • Athugið dyrnar. Ef þær eru heitar notið þá hina flóttaleiðina. Séu þær kaldar, verið viðbúin að loka aftur ef reykur eða hiti sækir inn.
  • Skríðið í reykfylltu herbergi, verið fljót út.
  • Farið á fyrirfram valinn mótsstað svo þið getið athugað hvort öll fjölskyldan sé óhult.
  • Farið ekki aftur inn í eld eða reyk. Verið viss um að aðrir fari heldur ekki inn. Fjöldi fólks hefur látist við að reyna slíkt.
  • Kallið á slökkviliðið úr næsta síma.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir