Slökkvitækjaþjónusta Suðurlands ehf

Brunavarnir Árnessýslu

Slökkvitækjaþjónusta Suðurlands ehf

(SÞS) er í eigu aðildarsveitarfélaga Brunavarna Árnessýslu. Aðsetur SÞS er í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

SÞS þjónustar lögbýli í sveitarfélögum BÁ líkt og BÁ hefur gert frá upphafi. Sú þjónusta felst í að íbúar í dreifbýli Árnessýslu koma með slökkvitækin til SÞS þar sem starfsmaður skiptir þeim út og afhendir rafhlöður í reykskynjara þeim að kostnaðarlausu.

SÞS sinnir einnig almennri þjónustu og sölu er snertir eldvarnarbúnað á heimilum, fyrirtækjum og stofnunum.

Hægt er að koma með slökkvitæki til yfirferðar hjá SÞS og fá keypt slökkvitæki og reykskynjara alla virka daga frá kl. 8:00-16:00

Sími 4-800-900

Vissir þú að….

W

a.m.k. eitt slökkvitæki á að vera á hverju heimili?

W

slökkvitæki skulu staðsett í flóttaleiðum og sem næst útgöngum?

W

íslenskar leiðbeiningar eiga að vera á öllum slökkvitækjum?

W

algengustu slökkvitæki á heimilum eru dufttæki og léttvatnstæki?

W

árlega þarf viðurkenndur aðili að yfirfara slökkvitækið?

W

reykskynjara þarf að hreinsa vegna ryksöfnunar?

W

góð regla er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum árlega, t.d. alltaf í desember?

W

nauðsynlegt er að prófa reykskynjara reglulega til að vita hvort allt sé í lagi?

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir