Hvað er eldur?

Brunaþríhyrningurinn

Til þess að eldur geti logað þarf þrennt til: brennanlegt efni, súrefni og hita. Þessi þrenning er oft sett upp sem þríhyrningur. Til að eldur geti logað þurfa því allir armar þríhyrningsins að vera í réttum hlutföllum og snerta hvern annan.

  1. Brennanlegt efni er hægt að finna næstum hvar sem er. Allir vita að timbur, vefnaður pappír, gas, olíur og þess háttar efni brenna auðveldlega. Ekki gera þó allir sér grein fyrir því að járn og grjót brennur einnig, en það má sjá við logsuðu og þegar eldfjöll gjósa þá sletta þau bráðnu grjóti upp úr iðrum jarðar.
  2. Hitastigið sem er nauðsynlegt til að eldur kvikni er mjög misjafn. Það þarf mjög lítinn hita til að kveikja í pappír og bensíni. Timbur þarf hins vegar að hitna upp í 200-250°C áður en kviknar í því og járn þarf mun meiri hita til að bráðna.
  3. Súrefni er eldinum jafn nauðsynlegt til að loga og manninum til að lifa. Í andrúmsloftinu er um það bil 21% súrefni. Eldur getur ekki lifað nema það sé yfir 16% súrefni í loftinu Minnki það niður fyrir 14% koðnar eldurinn niður og kafnar að lokum. Glóðin getur aftur á móti lifað lengur, allt niður að 0,2-0,3% súrefnis. Komist aukið súrefni að svæðinu, blossar eldurinn upp að nýju.

Ef hægt er að rjúfa þennan þríhyrning á einhvern máta slokknar eldurinn. Má segja að allt slökkvistarf, hvort sem notuð eru handslökkvitæki eða fullkomnustu slökkvitól, byggist á því að rjúfa þennan þríhyrning.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum