Hvað er eldur?

Brunaþríhyrningurinn:

Til þess að eldur geti logað þarf þrennt til, brennanlegt efni, súrefni og hita. Þessi þrenning er oft sett upp sem þríhyrningur. Til að eldur geti logað þurfa því allir armar þríhyrningsins að vera í réttum hlutföllum og snerta hvern annan.

Lítum aðeins nánar á þessi efni.

Brennanlegt efni er hægt að finna næstum hvar sem er. Allir vita að timbur, vefnaður (spurning hvort hér eigi að tala um fatnað í stað vefnaðar), pappír, gas, olíur og þess háttar efni brenna auðveldlega. Ekki gera þó allir sér grein fyrir því að járn og grjót brennur einnig, en það má sjá við logsuðu og þegar eldfjöll gjósa þá sletta þau bráðnu grjóti upp úr iðrum jarðar.

Hitinn sem er nauðsynlegur til að eldur kvikni er mjög misjafn. Það þarf mjög lítinn hita til að kveikja í pappír og bensíni. Timbur þarf hins vegar að hitna upp í 200-250°C áður en kviknar í því og járn þarf mun meiri hita til að bráðna.

Súrefni er eldinum jafn nauðsynlegt til að loga og manninum til að lifa. Í andrúmsloftinu er um það bil 21% súrefni. Eldur getur ekki lifað nema það sé yfir 16% súrefni í loftinu Minnki það niður fyrir 14% koðnar eldurinn niður og kafnar að lokum. Glóðin getur aftur á móti lifað lengur, allt niður að 0,2-0,3% súrefnis. Komist aukið súrefni að svæðinu, blossar eldurinn upp að nýju.

Ef hægt er að rjúfa þennan þríhyrning á einhvern máta slokknar eldurinn. Má segja að allt slökkvistarf, hvort sem notuð eru handslökkvitæki eða fullkomnustu slökkvitól, byggist á því að rjúfa þennan þríhyrning.

Svartur

Sumt fólk heldur að hægt sé að sjá til inni í herbergi þar sem eldur logar. Enn það er mesti misskilningur. Eldur myndar á örskammri stund svo kolsvartan reyk að ekki er hægt að sjá handa sinna skil.

Jafnvel þótt slökkviliðsmenn hafi sterk ljós með sér verða þeir iðulega að þreifa sig áfram með höndum og fótum þegar þeir leita að fólki sem hefur lokast inni.

Hættulegur

Annar hlutur sem vert er að geta um, er að það er ekki eldurinn sem er hættulegastur, heldur reykurinn og alls kyns eitraðar gastegundir sem myndast við brunann og eru lífshættulegar ef þeim er andað að sér. Eitt hættulegasta efnið er carbon monoxide. Það er ósýnilegt og lyktarlaust. Fyrst veldur það svima, svo ruglast fólk og missir að lokum meðvitund. Einmitt vegna þess að efnið er litar og lyktarlaust er það svo hættulegt því fólk verður ekki vart við það.

Heitur

Þriðja atriðið sem hafa ber í huga varðandi eldi er að innöndun á heitu lofti getur haft alvarlegar afleiðingar. Rúmri mínútu eftir íkveikju getur hiti í herbergi náð 150° á C.

Í slíkum hita verður líkaminn fyrir hitalosti og er þá óstarfhæfur. Við innöndun brenna lungun. Skömmu seinna mun hitinn í herberginu ná 600°C í höfuðhæð og 1000°C uppi við loft.

Hiti eykst mjög fljótt í eldi. Það er þekkt staðreynd að við venjulegan herbergisbruna getur svokölluð yfirtendrun átt sér stað á 3 – 5 mínútum. Þá brennur allt í herberginu, loft, veggir, húsgögn og gólfefni.

Hraður

Fjórða atriðið er að þú hefur aðeins nokkrar sekúndur til að forða þér. Flestir halda að þeir hafi nokkrar mínútur til umráða en svo er ekki. Fólk sem hleypur frá litlum eldi til að ná í slökkvitæki kemur jafnvel að alelda herbergi og er í reynd heppið að komast út. Eldur sem kviknar í ruslafötu getur breiðst út um herbergi á tveim mínútum með hita sem er svo mikill að þú missir meðvitund nær samstundis. Á þriðju mínútu er öllum ólíft í herberginu og eldurinn sækir í sig veðrið með ógnarhraða. Á fimmtu til sjöundu mínútu má reikna með að eldurinn nái að kveikja í öllum herbergjum í tveggja hæða einbýlishúsi. Neyðaráætlun er nauðsynleg svo allir eigi sem besta möguleika á að komast lifandi út. Tíminn sem þú hefur til að komast út úr húsinu þínu er um það bil þrjár mínútur.

Gerum ráð fyrir að eldurinn hafi kviknað í herbergi þar sem ekki er reykskynjari. Þá má ætla að það taki reykinn um tvær mínútur að ná til hans. Þá er aðeins ein mínúta eftir til að komast út. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt að ákveða fyrirfram hvað á að gera. Það er gert með neyðaráætlun fyrir alla í fjölskyldunni.

FARIÐ VARLEGA OG VERIÐ VIÐBÚIN!

Farið gætilega með opinn eld og hafið ávallt aðgang að slökkvibúnaði þegar um slíkt er að ræða (kertaskreytingar o.fl.) Á hverju heimili þarf að útbúa rýmingaráætlun og æfa hana. Áætlunin getur komið sér vel ef eldsvoða eða aðra vá ber að höndum.

FYRSTU VIÐBRÖGÐ

Fyrstu viðbrögð við eldsvoða skipta sköpum.

  • Tilkynna öllum í húsinu um hættuna.
  • Aðstoða þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir út úr húsinu.
  • Tilkynna slökkviliði um eldinn – 112.
  • Reyna að bjarga því sem mögulegt er eða slökkva eldinn ef áhætta er lítil, en fara út ella.

FLÓTTALEIÐIR

Greiður aðgangur þarf að vera að svalahurð. Mikilvægt er að auðvelt sé að ljúka henni upp. Flestar svalahurðir opnast út þannig að fylgjast þarf með því að snjór safnist ekki um of upp við hurðina. Hurðir rýmingarleiða eiga að vera opnanlegar innanfrá án lykils (t.d. snerill á útihurð). Vinsamlega athugið að svalalokanir eru háðar samþykki byggingafulltrúa.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir