Jafnréttisáætlun Brunavarna Árnessýslu
2024 – 2026

Brunavarnir Árnessýslu

Jafnréttisáætlun Brunavarna Árnessýslu 2024 – 2026

Stefna Brunavarna Árnessýslu (BÁ) í jafnréttismálum er að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan vinnustaðarins. Í áætluninni eru sett upp markmið og aðgerðaráætlanir til að ná þessum markmiðum. Jafnréttisáætlunin gildir fyrir allt starfsfólk BÁ.
Jafnréttisáætlunin er sett fram samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr.150/2020, og annarra laga og krafna er snúa að jafnrétti.

Markmið

BÁ leggur áherslu á jafnan rétt kynjanna til launa, stöðuveitinga, starfa og þátttöku í nefndum og störfum meðal allra starfsstétta BÁ. Starfsfólk BÁ skal enn fremur njóta sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða öðrum þáttum. BÁ vinnur að undirbúningi undir jafnlaunavottun og stefnir að því að öðlast hana snemma árs 2024 skv. 7 gr. laga nr. 150/2020. Ár hvert verður unnið að viðhaldsvottun og þriðja hvert ár endurvottun.

Eftirfarandi eru markmið BÁ:

 1. Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf, óháð kyni
 2. Starf sem laust er til umsóknar skal standa öllum opið, óháð kyni
 3. Lögð er áhersla á að starfsþjálfun og endurmenntun standi öllu starfsfólki til boða, óháð kyni.
 4. Lögð er áhersla á að starfsfólk geti samræmt vinnutíma og fjölskyldulíf eins og kostur er.
 5. Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna
 6. Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin á vinnustaðnum.

Ágreiningsmál 

Ef upp kemur ágreiningur vegna jafnréttismála þá er hægt að vísa honum til slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra. 

Endurskoðun jafnréttisáætlunar BÁ 

Unnið verður að stöðugum umbótum á stefnunni, henni fylgt eftir og brugðist við ef ástæða er til. Endurskoðun stefnunnar fer reglulega fram, ekki sjaldnar en einu sinni á ári í tengslum við yfirferð á jafnlaunakerfinu er tengist jafnlaunavottun. Mikilvægt er að markmið og aðgerðaráætlanir séu í samræmi við daglegt starf  BÁ.  Jafnréttisáætlun BÁ gildir frá 1. janúar 2024 til lok árs 2026. 

 

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

 • Kynning (efni í smíðum)
 • Tilgangur (efni í smíðum)
 • Lög og reglugerðir
 • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

 • Slökkvitæki (efni í smíðum)
 • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir