Sveigjanleiki í útkallsskipulagi BÁ

Skipulag á vettvangi og hins vegar skipulag í aðgerðastjórnstöð. Útkallsskipulag BÁ er sveigjanlegt og stöður á vettvangi og í aðgerðastjórnstöð eru mannaðar eftir því sem eðli og umfang atburða kallar á. Samkvæmt lögum stjórnar slökkviliðsstjóri aðgerðum slökkviliðs. Æðstu stjórnendur liðsins skiptast á um að vera á bakvakt slökkviliðsstjóra. Slökkviliðsstjóri ákveður aðkomu sína að vettvangsstjórnun m.t.t. eðlis og umfangs atburðanna. Hann er ýmist á vettvangi, og þá alltaf í hvítu vesti, eða í aðgerðastjórnstöð.

Aðalstöð BÁ er á Selfossi, en auk þess eru sex útstöðvar. Selfossstöðin er jafnframt miðlæg birgðastöð með umfram búnað fyrir alla sýsluna. Við hverja útstöð starfar varðstjóri sem stýrir vettvangi á sínu svæði, í umboði slökkviliðsstjóra. Í útkalli er bakvakt slökkviliðsstjóra í sambandi við varðstjóra útkalls eins og þörf krefur. Varðstjórar á Selfossstöðinni ganga bakvaktir og styðja við varðstjóra annarra svæða eftir því sem þarf. Varðstjóra má þekkja á rauðum hjálmi og rauðu vesti.

Við minni útköll, t.d. að slökkva elda í ruslagámum, dugar að kalla út varðstjóra á vettvang, sem er síðan í sambandi við bakvakt slökkviliðsstjóra eftir þörfum.

Í aðgerðastjórnun í stjórnstöð felast fjórir verkþættir: Stjórnun, Áætlanir, Bjargir og Framkvæmd. Vegna ábyrgðar slökkviliðsstjóra falla allir verkþættirnir undir hans stjórn, en hann getur útdeilt verkefnum til annarra, eftir því sem umfang aðgerðanna stækkar. Þannig skapast sveigjanleiki í útkallsskipulagi BÁ.

Við það sem kalla mætti hefðbundin útköll er mönnuð starfsstöð sem kallast 100kall. 100kallinn vinnur í stjórnstöð aðgerða á Selfossi og sinnir verkþáttunum Bjargir og Framkvæmd. 100kallinn fylgist með fjarskiptum, skráir atburðarásina í þar til gerðan aðgerðagrunn, sinnir beiðnum frá varðstjóra á vettvangi og er í sambandi við bakvakt slökkviliðsstjóra eftir þörfum. Álagið á 100kallinn er að öllu jöfnu mest í upphafi aðgerðanna þegar verið er að tryggja að nægur mannskapur sé kallaður til og að réttur búnaður sé sendur á vettvang frá starfsstöðvunum. 100kallinn er til taks fyrir varðstjóra á vettvangi og bakvakt slökkviliðsstjóra alla aðgerðina, t.d. til að senda frekari búnað eða hafa samband við aðila sem eru mikilvægir vegna aðgerðanna á vettvangi. Við hefðbundnar aðgerðir vinnur 100kallinn í „búrinu“ á slökkvistöðinni.

Við stærri atburði, sérstaklega þá sem eru umfangsmiklir, taka langan tíma og/eða gerast sjaldan, getur bakvakt slökkviliðstjóra látið manna stöðuna Áætlanir til að aðstoða sig við að halda utan um upplýsingar og áætlanagerð. Áætlanir vinnur að stöðuyfirlitum, nær í upplýsingar sem gætu gagnast aðgerðunum, tekur þátt í upplýsingamiðlun til aðila út fyrir BÁ, og fleira til að styðja við bakvakt slökkviliðstjóra, eftir því sem þörf krefur. Við slíkar aðstæður vinnur 100kallinn og liðsmenn Áætlunar í aðgerðarstjórnsal í Björgunarmiðstöðunni á Selfossi.

Slökkvilið vinna í nánu samstarfi við aðra viðbragðsaðila, svo sem lögreglu, sjúkraflutninga, björgunarsveitir, Rauða krossinn og starfsmenn sveitarfélaga. Í húsi Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi er starfrækt aðgerðastjórnstöð almannavarna fyrir Suðurland, sem er virkjuð í almannavarnaástandi. Aðstaðan er mjög góð fyrir samhæfingu aðgerða og er oft nýtt af viðbragðsaðilum þótt ekki hafi verið lýst yfir almannavarnastigi.

Forsíða

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is