Fyrir þá sem búa í fjölbýli er ekki nóg að hugsa bara um íbúðina, heldur þarf líka að huga að brunavörnum sameignarinnar. Að mörgu er að hyggja þegar hugað er að eldvörnum í sameign fjölbýlishúss. Hér að neðan eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga og starfsmenn eldvarnareftirlits athuga sérstaklega við skoðun.

 

Stigahús

  • Veggir að stigahúsum eiga að vera a.m.k. A-EI60, þ.e. úr óbrennanlegum efnum og þola 60 mínútna brunaálag. Klæðningar í lofti og á veggjum eiga að vera úr óbrennanlegum efnum (t.d. gifs). Hurðir að íbúðum eiga að vera a.m.k. EI-CS30 (30 mínútna brunaþol), reykþéttar og sjálflokandi. Hurð á milli geymslurýmis (eða þvottahúss) í kjallara og stigahúss ætti að vera a.m.k. EI-CS60 (60 mínútna brunaþol) með pumpu og reykþéttingum. Gólfefni eiga að vera tregbrennanleg. Opnanlegir gluggar til reyklosunar ættu að vera á sem flestum hæðum. Í gluggalausum stigahúsum á að vera gluggi eða lúga á efstu hæð sem unnt er að opna frá neðstu hæð.

Sorpgeymslur

  • Loft og veggir eiga að vera úr óbrennanlegum efnum.
  • Sorprenna skal ná uppúr þaki og vera eldvarin alla leið. Brennanleg efni á ekki að leggja að sorprennu. Sorplúgum á að loka vandlega. Þéttiborði og gormur eiga að vera á sorplúgum. Sorprennur í stighúsum eru bannaðar frá gildistöku núgildandi byggingareglugerðar 112/2012 24. Janúar 2012. Sorprennur eru þó í húsum sem byggð voru fyrir gildistöku núgildandi reglugerðar. Byggingareglugerðir eru ekki afturvirkar.
  • Ekki skal geyma hættuleg efni og hluti sem geta valdið íkveikju í geymslum.
  • Dyr eiga að vera læstar og ekki má vera innangengt í sorpgeymslur. Sorpgeymslan þarf að vera vel læst, því það hefur komið fyrir að óprúttnir einstaklingar hafi farið inn og kveikt í rusli.

Þvottahús

  • Fylgjast vel með þurrkurum og þvottavélum í sameiginlegum þvottahúsum.

Brunahólfað þakrými

  • Þakrými þarf að vera brunahólfað með a.m.k. EI60 mínútna veggjum til að reyna að koma í veg fyrir að eldur og heitur reykur berist á milli stigahúsa.

Flóttaleiðir

  • Varist að nota stigahús sem geymslur.
  • Hjólageymslan má ekki vera svo full af dóti að ekki sé hægt að komast út um bakdyr með góðu móti ef það þarf að yfirgefa húsið í flýti.
  • Aðgangur að svaladyrum þarf að vera greiður og auðvelt þarf að vera að opna þær.
  • Hurðir rýmingarleiða eiga að vera opnanlegar innanfrá án lykils (t.d snerill á útihurð).
  • Út- og neyðarlýsingar þyrftu að vera í göngum og stigahúsum.

Skynjarar og slökkvitæki

  • Fylgjast með reykskynjurum og skipta reglulega um rafhlöður.
  • Reykskynjarar eiga að vera á öllum hæðum í stigagangi og í geymslugöngum. Æskilegt er að skynjarar í geymslugangi og í stigahúsi séu samtengdir og jafnframt skynjarar í stigahúsi og íbúðum.
  • Gasskynjari ætti að vera þar sem gas er geymt í geymslum. Bannað er að geyma gas/gaskúta í kjöllurum.
  • Hafa slökkvitæki í sameign, þ.m.t. í stigahúsi og láta fara reglulega yfir þau. Dagsetning næstu yfirferðar er merkt á tækið.
  • Handslökkvitæki eiga einnig að vera í hverri íbúð og æskilegt er að hafa einnig eldvarnateppi í eldhúsi.

Björgunarsvæði slökkviliðs

  • Við allmörg fjölbýlishús eiga að vera björgunarsvæði þar sem slökkvilið á að geta komið við slökkvi- og björgunartækjum. Þessi svæði eiga ávallt að vera eins greiðfær og kostur er.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum