04.11.2020. Aðventa, áramót og eldvarnir

Á aðventunni eru slökkviliðsmenn oft minntir á hve skammt er milli gleði og sorgar, gleði þegar jólin og áramótin ganga í garð með allri sinni ljósadýrð og eftirvæntingu sem fylgir undirbúningi jólanna og þeirri sorg og örvæntingu sem hellist yfir fólk þegar eldur hefur kviknað á heimili þeirra.Til að lágmarka hættu af eldsvoða og koma í veg fyrir þá sorg sem eldsvoða fylgir er nauðsynlegt að huga að eldvörnum heima við og á vinnustaðnum t.d með því að endurnýja rafhlöður í reykskynjurum athuga með eldvarnarteppið og slökkvitækið en það þarf að yfirfara á hverju ári.

Þegar kertaskreytingar eru búnar til þarf kertið að standa á óbrennanlegu undirlagi og þannig um skreytinguna búið að hún brenni ekki þó að kertið brenni niður, þá skiptir staðsetning kertaskreytinga miklu máli og þarf að varast að þær séu of nálægt auðbrennanlegum efnum s.s gluggatjöldum, gæta þess vel að ekki séu logandi kerti þegar heimili eða vinnustaður er yfirgefin.

Athuga þarf rafmagnssnúrur hvort þær séu í lagi og varast að tengja of mörg tæki við sömu innstungu, skynsamlegt er að slökkva á jólaskreytingum yfir nóttu því hafa þarf í huga að engin jólaljós eða rafmagnstæki eru svo örugg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum.
Um áramót þarf að huga að þeirri hættu sem er samfara áramótabrennum og flugeldum, tryggilega þarf að ganga frá undirstöðum þegar flugeldum er skotið upp, ávallt þarf að nota hlífðargleraugu og hanska og fylgja þeim leiðbeiningum sem á skoteldunum standa í hvívetna.

Þurfi fólk á ráðleggingum að halda um brunavarnir eru starfsmenn BÁ. ávallt reiðubúnir til að aðstoða og ráðleggja fólki, hægt er að hafa samband í síma 4 800 900 á skrifstofutíma til skrafs og ráðagerða en ef hættu ber að garði minnum við fólk á að hika ekki við að hafa samband við Neyðarlínuna 112

Sjá fræðsluvideóið Eldur í íbúð hér að neðan

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir