31.10.2019. Æfingar stjórnenda BÁ með ISAVIA
Það verður seint fullmetið hversu mikilvægar æfingar slökkviliðsmanna eru sem og annarra aðila sem koma að björgun fólks.
Störf innan raða slökkviliðsmanna eru misjöfn og mikilvægt að gleyma ekki neinum verkþáttum þegar kemur að æfingum.
Þegar bílar og mannskapur slökkviliðs mætir á vettvang, er fyrsta verk stjórnanda að meta vettvang.
Hvað er við að fást, fyrstu aðgerðir og gera frumáætlun eins fljótt og auðið er þegar á vettvang er komið, sem allur viðbragðshópurinn skilur og skilur á sama hátt.
Það er ekki alltaf auðvelt að ná yfirsýn á vettvangi, þegar mikið liggur við og ábyrgðin getu verið mikil á stjórnandann.
Brunavarnir Árnessýslu fengu til sín fyrr á þessu ári leiðbeinendur frá Noregi sem kynntu fyrir okkur hvernig stjórnendur þar og í Svíþjóð ná yfir sýn með svo kölluðu sjöspora kerfi. Þar styðst stjórnandinn við ákveðin spor til að fá yfir sýn um hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar, hvaða búnaður og mannafli.
Þetta þarf að æfa reglulega og það gerðum við í vikunni á skemmtilegan og árangursríkan hátt með hjálp ISAVIA.
ISAVIA hefur yfir að ráða hermi forriti þar sem hægt er að setja upp vettvang á gagnvirkan hátt fyrir viðbragðsaðila í tölvu, sem síðan er hægt að kasta upp á stóran skjá til þess að allt verði sem raunverulegast.
Allar mögulegar hliðar útkalla viðbragðsaðila er hægt að framkalla í þessu forriti.
Stjórnandi forrotsins getur látið vettvanginn þróast á skjá fyrir framan stjórnanda slökkviliðsins eftir því til hvaða aðgerða hann grípur í forritinu.
Æfingin verður mjög raunveruleg þó svo setið sé inni í kennslustofu. Hljóð og mynd sjá til þess að álagið verður umtalsvert.
Varðstjórar Brunavarna Árnessýslu voru mjög ánægðir með raunverulega og krefjandi æfingu og eigum við ISAVIA bestu þakkir fyrir að gefa sér tíma til þess að undirbúa æfinguna fyrir okkur og senda mann og búnað til að keyra æfinguna.
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is