Árflóð

Hvað eru árflóð?
Árflóð eru flóð tengd stöðuvötnum og ám. Flest árflóð stafa af úrkomu og/eða leysingum. Auk þess getur á stöku stað getur flutningsgeta farvega minnkað af völdum „dýnamískra“ ísstíflna (þegar ísstykki og hröngl hrannast upp á móti ísþekju) sem leiðir til þess að vatn gengur yfir svæði sem annars eru þurr í íslausum flóðaaðstæðum. Árflóð hafa valdið tjóni á ræktarlandi, vegakerfi og byggð.
Veðurstofan er með kerfisbundinn og samfelldan rekstur vatnamælingastöðva í ám, stöðuvötnum, lónum og grunnvatni og fylgst er náið með vatnshæð. Viðvörunum er komið til almennings við ákveðinn viðmiðunarmörk. Veðurstofan hefur útbúið hættumat vegna vatnsflóða í Ölfusá.


Ölfusá 2025
Viðbrögð við hættu á árflóð eða vegna flóða
Ef hætta er á flóði
- Fylgist með fjölmiðlum og veðurspám.
- Hreinsið rennur og haldið niðurföllum hreinum.
- Ákveðið hvort að setja þurfi sandpoka tímabundið til að verja að vatn flæði inn í hús.
- Skoðið rýmingarleiðir frá heimili, skóla og vinnustað.
- Kannið hvort heimilið er tryggt fyrir skemmdum vegna flóða.
- Varist að setja raftæki, eiturefni og verðmæti þar sem þau geta blotnað.
- Hugið að búfénaði og gæludýrum þegar hætta er á flóðum.
- Farið yfir heimilisáætlunina með öllu heimilisfólki og farið yfir viðlagakassa.
Ef flóð hefur orðið
- Takið rafmagn af, ef vatn flæðir inn í hús.
- Tilkynnið flóð í 1-1-2
- Ákveðið hvort að setja þurfi sandpoka tímabundið til að verja að vatn flæði inn í hús.