31.05.2019  BÁ auglýsa eftir tveimur slökkviliðsmönnum á útkallssvið

Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir tveimur slökkviliðsmönnum til þess að vinna í útkallsliði á dagvinnutíma. Um framtíðarstörf er að ræða og munu þeir sem ráðnir eru fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu, fyrir utan meirapróf sem hver og einn þarf að taka sjálfur.

Starfsmenn slökkviliðsins þurfa að vera tilbúnir til þess að taka að sér ýmis störf tengd starfsemi slökkviliðsins auk þess að starfa á útkallssviði.

Aðalstarfsstöð þeirra sem ráðnir verða er á Selfossi en starfssvæði slökkviliðsins er öll Árnessýsla.

Umsóknir berist:

Rafrænt á ba@babubabu.is

Í blaðaformi í afgreiðslu Brunavarna Árnessýslu, Árvegi 1 á Selfossi, á skrifstofutíma.

Umsóknarfrestur er til 19. Júní næstkomandi.

Hæfniskröfur vegna starfsins:

Hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi.
Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið.
Góð íslenskukunnátta nauðsynleg (bæði tal- og ritmál).
Færni í samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi.
Hafa góða líkamsburði og gott andlegt / líkamlegt heilbrigði.
Hafa góða sjón og heyrn, rétt litaskyn og vera ekki lofthrædd(ur) eða með innilokunarkennd.
Almenn reglusemi og háttvísi.
Umsókn þarf að fylgja rafrænt eintak af:

Ökuskírteini; ljósrit af báðum hliðum ökuskírteinis sem sýnir ökuréttindi (bakhlið) og mynd af viðkomandi (framhlið).
Prófskírteini sem sýnir að viðkomandi hafi lokið þeirri menntun sem gerð er krafa um.
Nýleg og góð/skýr passamynd.
Ferilskrá.
Umsókn þarf að fylgja frumrit (pappírseintak) af:

Læknisvottorð sem staðfestir almennt heilbrigði umsækjanda. Má ekki vera eldra en 3 mánaða. Hægt að nálgast hjá heimilislækni.
Sakavottorð þarf að fylgja og má ekki vera eldra en 3 mánaða. Hægt er að nálgast það hjá Sýslumanni.
Ökuferilskrá (yfirlit yfir punktastöðu viðkomandi) þarf að fylgja og má ekki vera eldri en 3 mánaða. Hægt er að fá stimplaða útprentun á ökuferilskrá hjá lögreglunni í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili.
ATH! Þessi fylgigögn þurfa að vera í frumriti (ekki rafrænt) og mega ekki vera eldri en 3 mánaða. Vinsamlega komið með frumritin í afgreiðsluna í Björgunarmiðstöðina við Árveg 1 á Selfossi, í umslagi merkt: ,,Starf hjá BÁ 2019”.

Inntökuferlið

Inntökuprófin felast í: hlaupaprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, skriflegu prófi, þrek- og styrktarprófi, akstursprófi, læknisskoðun og viðtali.

Hlaupapróf

Hlaupa þarf 3 km vegalengd á sem bestum tíma tíma.

Þrek- og styrktarpróf

Réttstöðulyfta, 65 kg stöng, 10 endurtekningar.
Öfugar armbeygjur (upphífing í liggjandi stöðu), 7 eða fleiri endurtekningar.
Armbeygjur með 18 kg kút á bakinu, 7 eða fleiri endurtekningar.
Planki á olnboga og tám, 60 sek.
Dúkkuburður, 40 m (70 kg dúkka)
Göngupróf á bretti. Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kg kút á bakinu, samtals vegur gallinn með kút í kringum 23 kg. Þeir ganga í 1 mínútu í 4% halla, 1 mínútu í 7% halla og 6 mínútur í 12% halla. Hraðinn er 5,6.
Innilokunarkennd

Umsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol.

Lofthræðsla

Kannað er hvort umsækjendur geti fylgt fyrirmælum og bregðist rétt við þegar þeir eru staddir í mikilli lofthæð.

Skriflegt próf

Skriflegt próf er lagt fyrir umsækjendur til að kanna almenna þekkingu. Prófið tekur á bilinu 30-60 mínútur og fer fram í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

Aksturspróf

Ökukennarar prófa umsækjendur í almennum akstri í u.þ.b. 45 mín. þar sem aksturslag er metið og þekking á umferðarreglum.

Viðtal

Umsækjendur sem náð hafa inntökuskilyrðum eru boðaðir í viðtal. Gert er ráð fyrir 20-30 mínútum á hvern umsækjanda.

Læknisviðtal

Umsækjendur fara í viðtal hjá trúnaðarlækni BÁ.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum