01.07.2019  Brunavarnir Árnessýslu og Landhelgisgæslan 29. júní 2019

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með áhöfn sinni á þyrlupallinum milli Sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi síðastliðin laugardagsmorgun.

Búið var að skipuleggja æfingu með þyrluáhöfninni og slökkviliðsmönnum Brunavarna Árnessýslu sem voru á helgarvakt á Slökkvistöðinni á Selfossi.

Heimsóknin byrjaði á almennu spjalli að vanda þar sem farið var yfir búnað hvers annars. Hvað er hægt að taka með í þyrluna vegna slysa- og eldvettvanga.

Að sjálfsögðu voru Lögreglan og sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands með í för og spjalli.

Þyrlan fór síðan í loftið með fjóra slökkviliðsmenn ásamt áhöfn þyrlu.

Flogið var að Eyvík í Grímsnesi þar sem æfð var vatnstaka í poka úr Hestvatni sem síðan var sleppt á fyrir fram ákveðin svæði. Á leiðinni æfðu menn notkun hitamyndavéla BÁ með tilliti til leitar, björgunar og gróðurelda.

Æfingin var í allastaði vel heppnuð og verður án efa til eflingar samstarfs og samræmingar á vinnubrögðum.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum