Slökkvilið Stokkseyrar-Sagan

Forsaga:

Rétt fyrir áramót 1971-72 rituðu nokkrir oddvitar Flóa- og Skeiðahreppa Hreppsnefnd Selfosshrepps bréf þar sem þeir óskuðu viðræðna um sameiginlegar brunavarnir Selfoss- og nágrannahreppa.

Á fundi hreppsnefndar Selfosshrepps 17. febrúar 1972 var samþykkt að taka upp viðræður við oddvita hreppanna um málið og tilkalla á væntanlegan viðræðufund Bárð Daníelsson, brunamálastjóra ríkisins og Grím Sigurðsson, slökkviliðsstjóra á Selfossi.

Að fengnu bréfi hreppsnefndar Selfosshrepps komu allir aðilar sér saman um fundartíma, en fundargerð þess fundar fer hér á eftir í afriti:

Fundur 27. apríl
Árið 1972, 27. apríl var fundur kvaddur saman á Selfossi til að ræða möguleika á meira samstarfi Selfosshrepps og nágrannahreppa hans á sviði brunamála.

Mættir voru á þessum fundi

Bárður Daníelsson brunamálastjóri, fulltrúi hans Gunnar Pétursson
Guðmundur Á. Böðvarsson sveitarstjóri Selfosshrepps
Grímur Sigurðsson slökkviliðsstjóri Selfosshrepps
Haraldur Einarsson oddviti Villingaholtshrepps
Guðjón Sigurðsson oddviti Gaulverjabæjarhrepps
Stefán Guðmundsson oddviti Hraungerðishrepps
Jón Eiríksson oddviti Skeiðahrepps
Páll Lýðsson oddviti Sandvíkurhrepps.
Aðdragandi fundarins var sá að í byrjun þessa árs rituðu oddvitar Skeiða- Sandvíkur- Villingaholts- og Hraungerðishreppa, hreppsnefnd Selfosshrepps bréf þar sem þeir báðu um viðræður um þessi mál. Samþykkti hreppsnefnd Selfosshrepps á fundi 17. febrúar að verða við þessari ósk og kalla einnig til brunamálastjóra og slökkviliðsstjóra á Sefossi.

Í upphafi fundar ræddi Guðm. Á. Böðvarsson tilefni að fundinum og bað síðan Pál Lýðsson að skrá fundargerð.

Þetta gerðist:

Bárður Daníelsson brunamálastjóri lýsti ýmsum þeim samningum um brunavarnir sem á hafa komist: í Austur-Skaftafellssýslu, Skagafirði og víðar. Kom fundarmönnum saman um, að ef farið væri út í samstarf, væri eftir öllum tilvikum heppilegast að hafa brunabíl staðsettan á Selfossi. Kom einnig fram, að auka þarf við eða breyta slökkvistöð Selfosshrepps og breyta þeirri skipan sem nú er á vöktum slökkviliðsins. Sú hugmynd var einnig rædd, að brátt bæri að því einkum ef þessi samvinna kæmist á, að fastur maður tæki að sér umsjón með tækjum slökkviliðsins ásamt eldvarnaeftirliti fyrir þetta svæði. Urðu þá umræður um ýmis tæknileg atriði, slökkvibíla, vatn til slökkvistarfs o.fl. Þar sem Selfosshreppur hefur samþykkt að taka upp viðræður um þessi mál, þótti fundarmönnum rétt að fela brunamálastjóra að gera tillögur að samningi eða samþykkt um þessa samvinnu, sem síðan verði teknar til nánari yfirvegunar eða samþykktar í hreppunum. Yrðu þá einhverjir valkostir settir fram um þessi mál, eftir þeim fyrirmyndum sem þegar eru til eða samningarnir sniðnir sérstaklega við hæfi þessa svæðis.

Urðu þá ýmsar umræður, m.a. skýrði slökkviliðsstjóri á Selfossi ýmsar breytingar sem gera þyrfti á slökkvistöð, jafnvel viðbyggingu, er hýsti nýjan slökkvibíl, en fundarmenn urðu sammála um, að bæta þyrfti við.

Páli Lýðssyni falið að fylgjast með þessum málum fyrir hönd sveitahreppanna og vinna að þeim hér heima með Guðmundi Á. Böðvarssyni.

Fundargerð lesin og samþykkt, fundi slitið.
G. Á. Böðvarsson (sign)
Páll Lýðsson (sign)
Stefán Guðmundsson (sign)
Jón Eiríksson (sign)
Guðjón Sigurðsson (sign)
Haraldur Einarsson (sign)
Grímur Sigurðsson (sign)
Bárður Daníelsson (sign)
Gunnar Pétursson (sign)

Þann 10. júlí 1972 kom austur að Selfossi, brunabíll af Bedford-gerð, keyptur af Flóahreppunum fyrir atbeina Innkaupastofnunar ríkisins og Brunamálastofnunar. Frá því að bíllinn kom austur hefur hann verið í vörslu við áhaldahús Selfosshrepps.

21. september ´72 komu oddvitar Gaulverjabæjar- Hraungerðis-, Sandvíkur-, Skeiða- og Villingaholtshreppa á fund á Selfossi. Var þar jafnað niður kostnaði „heimamanna“ af kaupum brunabílsins kr. 220. þús., en Samvinnutryggingar tóku að sér að greiða kr. 334.502, sem kæmi svo til endurgreiðslu næstu ár, með auknum afslætti tryggingafélagsins til hreppanna á iðgjaldagreiðslum.

Þar var einnig samið svohljóðandi bréf til hreppsnefndar Selfosshrepps:

Eftirtaldir fimm hreppar, sem myndað hafa með sér samtök: Brunavarnir Flóa og Skeiða, óska eftir samningi við Selfosshrepp um brunavarnir á hreppunum. Með bréfi þessu fylgir uppkast að samþykkt fyrir hreppana, sem óskað er að höfð verði til hliðsjónar og ennfremur er þess óskað, að Brunamálastofnun ríkisins verði höfð með í ráðum, er samningar yrðu ræddir.

Á fundi okkar í dag, þar sem þessi mál voru rædd, var oddvita Sandvíkurhrepps falið að ræða við yður um efnisatriði hugsanlegs samnings.

Þann 6. sept. 1973 var fundur haldinn með oddvitum í Túni í Hraungerðishreppi. Voru brunamálin rædd frá ýmsum hliðum og ákveðið að ganga formlega frá stofnun brunavarnafélags Flóa og Skeiða strax og haustönnum lyki. Oddvita Sandvíkurhrepps var falið að vélrita upp samþykktir félagsins, útvega upplýsingar frá Samvinnutryggingum um líklega skiptingu kostnaðar og auglýsa síðan fundinn. Fleira var ekki fastlega ákveðið á þessum fundi.

Árið 1973, 2. nóvember voru oddvitar Gaulverjabæjar- Hraungerðis- Sandvíkur- Skeiða- og Villingaholtshreppa saman komnir á fundi á Selfossi, til þess að fjalla þar um stofnun brunavarnafélags ofangreindra hreppa.

Fundarmenn fólu Jóni Eiríkssyni í Vorsabæ að stýra fundi, og Páli Lýðssyni í Litlu-Sandvík að rita fundargerð. Þetta kom síðan til bókunar:

1. Fundarstjóri las upp drög að „samþykktum fyrir brunavarnafélag fimm hreppa í Árnessýslu“ en þessi drög höfðu verið til umræðu heima í sveitarfélögunum og verið samþykkt þar. Fundarmenn komu sér saman um hlutfallslega skiptingu kostnaðar hreppanna, en lagðir voru þar til grundvallar útreikningar gerðir af Samvinnutryggingum. Var því næst samþykkt eftirfarandi:

Samþykkt fyrir Brunavarnafélag fimm hreppa í Árnessýslu.

1. gr.

Stofnendur Brunavarnafélagsins eru eftirtaldir hreppar:

Gaulverjabæjarhreppur.
Hraungerðishreppur.
Sandvíkurhreppur.
Skeiðahreppur.
Villingaholtshreppur.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að koma á sem fullkomnustum brunavörnum á félagssvæðinu og afla í því skyn nauðsynlegra tækja í samráði við Brunamálastofnun ríkisins.

Stjórn félagsins skal m. a. vinna að eftirfarandi eftir því sem frekast er unnt:

a. Að samið verði fyrir hvern hrepp ítarleg skýrsla um byggingar, vegi, vatnstökuskilyrði og annað er máli skiptir um aðstöðu hvers býlis og byggingar.

Skal eintak af spjaldskrá þessari geymt í slökkvibíl.

b. Að í sveitahreppunum verði komið upp þjálfuðum hjálparsveitum 5-7 mönnum úr hverjum hreppi. Menn þessir skulu vinna með slökkviliði Selfoss. Yfirmaður og varamaður skal ákveðinn fyrir hverja hjálparsveit og skal sá yfirmaður stjórna hjálparsveit hrepps ef eldsvoða ber að höndum unz slökkviliðsstjóri félagsins kemur á staðinn.

3. Að á hverju sveitabýli sé til stigi er nái til björgunar frá efstu hæðum húsa.

4. Að til séu líflínur ásamt gluggakrókum, þar sem byggingar eru tvær hæðir eða meira.

5. Að handslökkvitæki séu á hverju býli.

6. Að koma á fullkomnu eldfæraeftirliti.

 Að vinna að því með upplýsingastarfsemi og fræðslu, að almenningur kunni sem best skil á því, hver viðbrögð séu vænlegust til bjargar ef eldsvoða ber að höndum.

 3. gr.

Hvert hreppsfélag ber ábyrgð á fjárhagsskuldbindingum félagsins hlutfallslega við gjaldskyldu þess, sbr. 4. gr.

 4. gr.

Árlegum kostnaði, brunavörnum og kostnaði af slökkvistarfi skal skipta niður á hreppsfélögin í hlutfalli við vátryggingarverðmæti húseigna í hverjum hreppi. Hlutfallstölurnar eru nú þessar:

Hundraðshlutar:

Gaulverjabæjarhreppur 16.2 %

Hraungerðishreppur 22.1 %

Sandvíkurhreppur 13.2 %

Skeiðahreppur 27.2 %

Villingaholtshreppur 21.3 %

100 %

Hlutfallstölur þessar skal endurskoða á fjögurra ára bili.

 5. gr.

Afsláttur sá af brunatryggingagjöldum sem tryggingafélögin veita af iðgjöldum fasteigna vegna aukinna brunavarna, skal renna í sjóð, sem sé eign hvers sveitarfélags, en í vörslu hlutaðeigandi tryggingafélags. Fjármunum þessum skal varið til greiðslu afborgana og vaxta af þeim lánum, sem tryggingafélögin veita til kaupa á slökkvibúnaði, eftir því sem til hrekkur. Að þeim greiðslum loknum skal sjóðum þessum varið til greiðslu á aukningu og viðhaldi tækjabúnaðar félagsins.

 6. gr.

Reikningsár félagsins er almanaaksárið.

 7. gr.

Stjórn félagsins skipa 5 menn, einn frá hverjum hreppi, samkvæmt tilnefningu sveitarstjórna að loknum sveitarstjórnarkosningum. Á sama hátt skal kjósa 5 varamenn. Stjórn félagsins kýs sér formann og endurskoðanda.

 8. gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn í aprílmánuði ár hvert og skulu þá lagðir fram endurskoðaðir reiknningar félagsins.

 9. gr.

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi og ræður afl atkvæða úrslitum, þó skulu allar samþykktir, sem fela í sér fjárhagsskuldbindingar þvi aðeins ná fram að ganga, að þær séu studdar af aðilum, er bera meirihluta kostnaðarins.

 10. gr.

Nú óskar hreppsfélag að ganga úr brunavarnafélaginu og skal það þá hafa tilkynnt stjórn samtakanna það a. m. k. 6 mánuðum fyrir aðalfund, og skal í tilkynningunni greina frá ástæðum. Mál þetta skal síðan taka fyrir á aðalfundi og reyna að finna lausn á þeim atriðum sem liggja til grundvallar ósk um úrsögn. Náist ekki samkomulag, þá skal úrsögnin gilda frá næstu reikningsáramótum eftir aðalfundinn. Sveitarfélag sem segir sig úr brunavarnafélaginu, á ekki endurkröfurétt á framlagi sínu í stofnkostnaði.

 Afgerandi jákvæð samþykkt að fjölga (Selfoss) hreppum í þessum félagsskap. Mikill – almennur- misskilningur að leggja beri niður slökkvilið og annan búnað á hverjum stað.

 2. Reikningar yfir áfallinn kostnað voru lagðir fram og reyndist hann frá 6. sept. 1972 – 2. nóv. 1973 vera kr. 27.020. Samþykkt var ennfremur að hrepparnir legðu í sjóð til daglegs rekstrar félagsins kr. 22.980.

Skipting á hlutfallskostnaði hvers hrepps verður því þannig:

Gaulverjabæjarhreppur 16.2 % verður 8.100.-
Hraungerðishreppur 22.1 % ,, 11.050.-
Sandvíkurhreppur 13.2 % ,, 6.600.-
Skeiðahreppur 27.2 % ,, 13.600.-
Villingaholtshreppur 21.3 % ,, 10.650.-

Alls kr. 50.000.-

 3. Kosningar:

Páll Lýðsson kosinn formaður til jafnlengdar næsta árs. Stefán Guðmundsson kosinn endurskoðandi. Formanni falin fjármál og varsla sjóða og endurskoðandi starfar í samráði við hann að brýnustu verkefnum.

 4. Önnur mál:

Stjórnin öll tekur að sér að hraða samningi við Selfosshrepp um brunavarnir, svo og að finna bráðabirgða geymsluhús yfir slökkvibirfreiðina.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Jón Eiríksson (sign)
Guðjón Sigurðsson (sign)
Haraldur Einarsson (sign)
Stefán Guðmundsson (sign)
Páll Lýðsson (sign)

 Þann 17. október 1974 var fundur haldinn á skrifstofu Selfosshrepps til að ræða breytt skipulag á brunavörnum Flóa og Skeiðahreppa. Mættir voru á þessum fundi, Bárður Daníelsson brunamálastjóri, Óli Þ. Guðbjartsson oddviti Selfosshrepps, Erlendur Hálfdánarson sveitarstjóri Selfosshrepps, Grímur Sigurðsson slökkviliðsstjóri, Hermann Guðmundsson Blesastöðum, f.h. Skeiðahrepps,Stefán Guðmundsson oddviti Hraungerðishrepps, Guðjón Sigurðsson oddviti Gaulverjabæjarhrepps og Páll Lýðsson oddviti Sandvíkurhrepps. Óla Þ. Guðbjartssyni var falið að stýra fundi og Páll Lýðsson ritaði fundargerð.

Í upphafi fundar skýrði Páll Lýðsson stuttlega frá forsögu þessa máls og núverandi samstarf Selfosshrepps og áðurnefndra hreppa.

 Bárður Daníelsson skýrði þá hugmyndir sínar um, hvernig best yrði unnið að brunavarnamálum á svæðinu. Hann gat þess, að reynt hefði verið með misjöfnumárangri að mynda félög sveitahreppa er semdu við þéttbýli um brunavarnir. Sveitahreppar Skagafjarðar hefðu reynt þetta starfsform, en nú væri það talið úrelt og væru nú allir hreppar Skagafjarðar og Sauðárkrókskaupstaður komnir í eitt brunavarnafélag. Þá væri eitt sameiginlegt félag komið á fyrir Keflavík og nágrenni.

Fram kom að Slökkvilið Selfoss hefur annast vel um brunabílinn, sem Brunavarnir Flóa og Skeiða eiga. Sá bíll hefur staðið úti í sumar, en að vetrarlagi verður hann inni í upphituðu húsi. Er nú unnið að því að koma upp byggingu yfir bílinn við núverandi slökkvistöð. Fram kom einnig, að á núverandi svæði búa um 4 þúsund manns og hafa jafn stór eða smærri brunavarnafélög komið upp fullu starfi slökkviliðsstjóra, er hefði þá með höndum eldvarnaeftirlit. Telja má nauðsynlegt, að félagið eigi tvo góða slökkvibíla, auk annarra tækja.

 Ákveðið var að vinna að sameiningu Brunavarna Flóa- og Skeiða-, og Selfosshreppa á grundvelli samþykktar fyrir Brunavarnir Suðurnesja.

 Niðurstaða fundarins var sú, að Bárður Daníelsson tekur að sér að útbúa tillögur um samþykktir fyrir fyrirhugað brunavarnafélag, auk tillagna um frekara starfsform, er hreppsnefndir fái síðan í hendur og samþykki, eða geri breytingartillögur um.

 Erlendi Hálfdánarsyni og Páli Lýðssyni var falið ásamt slökkviliðsstjóra að meta eða kanna annarsv. Eignir Brunavarna Flóa og Skeiða, og hinsvegar Slökkviliðs Selfoss og gera ákveðnar tillögur um mat á þeim.

Fleira ekki, fundargerð samþykkt.

Hermann Guðmundsson (sign)
Páll Lýðsson (sign)
Stefán Guðmundsson (sign)
Grímur Sigurðsson (sign)
Guðjón Sigurðsson (sign)
Erl. Hálfdánarson (sign)
Óli Þ. Guðbjartsson (sign)
Bárður Daníelsson (sign)

Þann 6. janúar 1975 hélt stjórn Brunavarna Flóa og Skeiða fund á Selfossi, til að ganga frá fjárreiðum félagsins og taka fullnaðarákvörðun um framtíð þess og þeirra mála, er það sinnir. Mættir voru allir stjórnarmenn: Jón Eiríksson f. Skeiðahrepp, Guðjón Sigurðsson f. Gaulverjabæjarhrepp, Haraldur Einarsson f. Villinghaholtshrepp, Stefán Guðmundsson f. Hraungerðishrepp og Páll Lýðsson fyrir Sandvíkurhrepp. Jón Eiríksson stýrði fundi og Páll Lýðsson skráði fundargerð.

Þetta var bókað:

 1.

Fjárreiður félagsins:

Páll Lýðsson lagði fram drög að kostnaðaráætlun yfir starfsemi félagsins árið 1974. Kom fram að jafna þurfti niður kr. 132.000.- svo að félagið stæði við skuldbindingar sínar og fjárheimtur á liðnu ári. Eftir áður umsömdu hlutfalli hreppanna var þessu jafnað þannig niður:

 Gaulverjabæjarhreppur 16.2 % Kr. 21.384.-
Hraungerðishreppur 22.1 % – 29.172.-
Sandvíkurhreppur 13.2 % – 17.424.-
Skeiðahreppur 27.2 % – 35.904.-
Villingaholtshreppur 21.3 % – 28.116.-

132.000.-

 Upphæðir þessar voru allar fullgreiddar á fundinum og kvittanir gefnar út fyrir þeim.

Þeim Páli Lýðssyni og Stefáni Guðmundssyni var falið að ganga til fullnustu frá reikningum félagsins og leggja afganginn, ef yrði, inn á reikning væntanlegs félags.

 2.

Brunavarnaafsláttur Samvinnutrygginga.

Fram kom, að Samvinnutryggingar veittu á sl. Ári kr. 164.831 í brunavarnaafslátt til hreppanna fimm. Samþykkt að bjóða brunavarnaafslátt 1973 og afslátt 1974, hinu nýja félagi, til ráðstöfunar, kostnað við hina nýju slökkvistöð, til kaupa á slökkvitækjum á félagssvæðinu.

 3.

Tillögur um eignamat Brunavarnafél. Fóa og Skeiða

Lagðar voru fram tillögur þeirra Erlendar Hálfdánarsonar, Páls Lýðssonar og Gríms Sigurðssonar slökkviliðsstjóra um mat á eignum, annarsvegar Brunavarna Flóa og Skeiða og hinsvegar Slökkviliðs Selfoss. Kom fram að eignir félaganna eru: Framlög Brunav. Sk. og Flóa 618.000.- 27.5 % – Framlag Selfosshrepps 1.629.272.- 72.5 %. Eignir alls kr. 2.247.272.

Kemur fram, að eignir hvers aðila eru hlutfallslega jafnar, er að sameiningu verður.

Fundarmenn samþykktu fyrir sitt leyti þetta eignamat.

 4.

Slit félagsins:

Fram kom á fundinum að hreppsnefndir allra viðkomandi hreppa hafa nú samþykkt tillögu Bárðar Daníelssonar um stofnun Brunavarna Árnessýslu.

Samþykktu því oddvitar allra þessara hreppa að slíta félaginu og stofna nýtt félag með Selfosshreppi.

Fleira kom ekki til bókunar, fundi slitið.

 Páll Lýðsson (sign)
Jón Eiríksson (sign)
Haraldur Einarsson (sign)
Guðjón Sigurðsson (sign)
Stefán Guðmundsson (sign)

Árið 1975, þann 6. janúar kl. 3.45 e.h. voru mættir á fund á Selfossi eftirtaldir aðilar:

Erlendur Hálfdánarson, sveitarstjóri, Selfossi
Eggert Jóhannesson, hreppsnefndarm., Selfossi.
Jón Eiríksson, oddviti Skeiðahrepps.
Haraldur Eianrsson, oddviti Villingaholtshr.
Guðjón Sigurðsson, oddviti Gaulverjabæjarhr.
Stefán Guðmundsson, oddviti Hraungerðishr.
Páll Lýðsson, oddvitit Sandvíkurhrepps.

 Fyrir lá að ræða og undirbúa stofnun sameiginlegs brunavarnafélags fyrir viðkomandi hreppa.

Fundarstjóri var skipaður Jón Eiríksson og fundarritari Páll Lýðsson.

Þetta kom til bókunar.

 1. Frumvarp til samþykktar fyrir Brunavarnir Árnessýslu.

Lagðar voru fram tillögur fyrir Brunavarnir Árnessýslu, er Bárður Daníelsson brunamálastjóri hafði undirbúið. Allir aðilar lýstu sig, fyrir hönd sveitarfélaga sinna samþykka samþykktinni, enda liggur nú fyrir samþykktir flestra hreppsnefndarmanna. Gerðar voru lítilsháttar breytingar á samþykktinni að fengnum tillögum fundarmanna og hvað snertir 4. grein, um hundraðshluta sveitarfélaga í þátttökukostnaði, lýstu nefndarmenn yfir þeim vilja sínum að, eðlilegt væri, að mat það, sem lagt er til grundvallar þátttöku færi samtímis fram í öllum sveitarfélögum. Var þá samþykkt eftirfarandi:

 Vélrituð samþykkt fyrir BÁ:

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir