20.03.2020. Daglegir fundir í aðgerðastjórn á suðurlandi
Um þessar mundir eru haldnir daglegir fundir í aðgerðastjórn almannavarna á suðurlandi.
Einungis þeir sem eru staðsettir í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi hittast í aðgerðastjórnstöðinni þar en aðrir funda í fjarfundabúnaði. Þetta er nokkuð sérstakt þar sem almennt séð er fólk vant meiri nánd í samskiptum en fyrir komulagið gengur engu að síður mjög vel og fjölmargir geta setið fundina þökk sé nútíma tækni.
Búast má við að álag og þreyta muni segja til sín á næstu misserum hjá þeim sem koma að viðbragðsstörfum rétt eins og hjá öllum þeim sem þurfa að breyta út af sínum venjum á einhvern hátt ástandsins vegna.
Það er afar mikilvægt að við sýnum þolinmæði, stillingu og langlundargeð á þessum sérstöku og erfiðu tímum og hugum að þeim sem okkur eru kærir og þeim sem á hjálp okkar þurfa að halda. Saman komumst við í gegnum þetta allt saman.
Fyrir upplýsingar um Kórónaveiruna, sjá www.covid.is
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is