Hvar verða eldgos?

Eldstöðvarkerfi

Heildargosbelti Íslands hefur verið sundurgreint í átta belti.

Eldfjöllin merkt á kortinu eru vöktuð. Nánari upplýsingar um kortið og litakóðana er að finna á heimasíðu veðurstofunnar. Hekla, Katla, Eyjafjallajökull og Grímsvötn eru sérstaklega vöktuð. Litakóðinn er skilgreindur skv. litunum 5. Kortið sýnir stöðuna á eldfjöllunum 3. febrúar 2025.

Litakóðar eldstöðva

F

GRÁTT

Eldstöðin virðist óvirk. Vöktun er þó lítil og því er ekki hægt að fullyrða að svo sé.

F

GRÆNT

Virk eldstöð, engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt, eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi:
Umbrot eru talin afstaðin og engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt.

F

GULT

Eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand. eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi: Umbrot hafa minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að þau aukist á ný.

F

APPELSÍNUGULT

Eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi, eða, eldgos er í gangi, þó með lítilli eða engri öskuframleiðslu.

F

RAUTT

Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn, eða, eldgos stendur yfir og veruleg aska berst upp í andrúmsloftið.

Viðbrögð við öskufalli

Þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400 µg/m3 (athuga, erfitt er að fastsetja nákvæma tölu) er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

    • Forðast langvarandi útiveru. Þeir sem nauðsynlega þurfa að dvelja langdvölum úti við ættu að íhuga að nota grímur. Ekki er nauðsynlegt fyrir fullfrískt fólk að nota grímu þegar farið er á milli staða, s.s. út í búð eða þess háttar.
    • Ekki er mælt með langvarandi útiveru barna né að ungbörn sofi úti í vagni.
    • Íþróttaiðkun og útivist sem felur í sér áreynslu, s.s. hlaup/skokk og erfiðar gönguferðir, geta valdið óþægindum í öndunarfærum. Stjórnendur íþróttaviðburða ættu að íhuga frestun móta við þessar aðstæður, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.

Um rykgrímur:

    • Almennt er mælt með P2 síum til að verjast gosösku. Ekki er talin þörf á notkun P3 grímna. Mjög einstaklingsbundið er hversu vel fólki gengur að nota rykgrímur og sumum þykja P2 grímurnar óþægilegar. Minnsta mótstaðan er í P1 síum og fyrir fólk sem finnst óþægilegt að anda gegnum P2 síu er P1 sían vissulega kostur því hún heldur þó frá um 80% af rykinu.

Ekki eru alls staðar svifryksmælar en þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks er mikið svifryk á ferðinni.

Nánari upplýsingar um áhrif eldgosa á fólk er að finna í grein læknablaðsins.

Upplýsingar um loftgæði eru að finna á: umhverfisstofnun.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum