05.06.2019  Eldur í spenni á Nesjavöllum

Brunavörnum Árnessýslu bárust boð um að eldur væri í spenni í Nesjavallavirkjun laust eftir klukkan tíu í morgun. Talsvert viðbragð var viðhaft vegna útkallsins en mikið getur verið í húfi ef upp kemur eldur í mannvirkjum sem þessu.

Betur fór en á horfðist og höfðu starfsmenn Orku Náttúrunnar ráðið niðurlögum eldsins áður en slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu komu á staðinn.

Slökkviliðsmenn gengu úr skugga um að ekki væri hætta á að eldurinn tæki sig upp aftur en hurfu svo á braut.

Tjón er minniháttar miðað við aðstæður og virðist einungis spennirinn vera skemmdur eftir brunann.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir