18.05.2020. Eldur í sumarhúsi í Úthlíð 

Frétt frá www.mbl.is

Bruna­varn­ir Árnes­sýslu voru kallaðar til vegna bruna í sum­ar­húsi í Úthlíð á laug­ar­dag. Íbúar í næsta bú­stað gerðu viðvart um eld­inn og var hann slökkt­ur af nær­stödd­um með slökkvi­tæki, að því er fram kem­ur á vef lög­regl­unn­ar. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá gömlu raf­magns­ljósi.

Fyrr um dag­inn sinntu slökkviliðsmenn á svæðinu út­kalli þar sem eld­ur kom upp í ruslagámi við Dal­braut á Laug­ar­vatni. Gám­ur­inn var al­elda þegar komið var á staðinn en þegar slökkvi­starfi lauk mátti sjá leif­ar af einnota grilli meðal þess sem enn var óbrunnið.

 

Við minnum á að sinubrenna er bönnuð

 

 Í síðustu viku höfðu Bruna­varn­ir Árnes­sýslu einnig af­skipti af ung­ling­um sem voru að kveikja „varðeld“ við Valla­skóla. Þeim var gert að slökkva eld­inn og í fram­hald­inu rætt við for­eldra þeirra ásamt því að barna­vernd var gert viðvart um af­skipt­in.

Þá logaði sinu­eld­ur skammt frá Laugalandi í Holt­um í gær. Slökkvilið var kallað á vett­vang og eld­ur­inn slökkt­ur. Nótt­ina áður hafði slökkvilið í Vík verið kallað út vegna gróðurelds skammt frá Stóru-Heiði. Vegna þessa vilja Bruna­varn­ir Árnes­sýslu minna á að sinu­brenna er bönnuð, ekki síst þar sem mó­fugl­ar eru flest­ir bún­ir að verpa og því er hætta á að ungviðið brenni ef kveikt er í.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum