16.12.2020. Eldvarnarátak 2020
Á hverri aðventu heimsækir forvarnardeild Brunavarna Árnessýslu 3.bekkinga í grunnskólum Árnessýslu í tengslum við eldvarnaátak Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og Eldvarnabandalagsins. Vegna Covid var ákveðið að hafa þessar heimsóknir í ár rafrænar og boðaði forvarnardeildin bekkina á Teams fundi til að fara yfir efnið. Tveir fundir eru búnir og einn eftir og hafa þeir tekist vel til að okkar mati. Það er okkar reynsla að fræðsla sem þessi skili sér beint inn á heimilin og vonum að þrátt fyrir breytt fyrirkomulag verði það einnig raunin í ár.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Guðmund, deildarstjóra forvarnardeildar, annars vegar í beinni útsendingu að segja börnunum frá eldvörnum og hins vegar að afhenda Birgi Edwald, skólastjóra Sunnulækjarskóla, merkta sundpoka með bókinni um Loga og Glóð og fleiri glaðningum sem allir 3. bekkingar fengu.
Að auki fengu allir skólar afhent endurskinsmerki til að gefa öllum nemendum skólanna og vonandi nýtast þau vel í skammdeginu.
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is