003.03.2020. Fundur í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi vegna COVID-19
Lögreglustjórinn á Suðurlandi boðaði alla sveitarstjóra á suðurlandi auk forsvarsmanna viðbragðsaðila á fund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi í gær til þess að upplýsa aðila um stöðu mála vegna COVID-19 veirunnar.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór yfir stöðu mála auk þess sem umdæmislæknir sóttvarna á suðurlandi hélt erindi um veiruna og stöðu mála á henni bæði hérlendis og erlendis.
Eins og staðan var þegar fundurinn var haldinn höfðu 14 einstaklingar á Íslandi verið greindir með veiruna en allir höfðu þeir smitast erlendis. Ekki hafa enn komið fram smit sem hafa smitast milli mann á Íslandi.
Ekkert tilfelli hefur enn komið fram á Suðurlandi en þegar það gerist mun aðgerðastjórnstöðin á Selfossi verða mönnuð allan sólarhringinn, viðbragðsaðilum og stjórnendum sveitarfélaga á suðurlandi til stuðnings og upplýsingargjafar.
Vel var mætt á fundinn sem einnig fór fram í fjarfundakerfi en alls voru níu þátttakendur á fundinum í gegnum slíkan búnað í bæði hljóð og mynd.
Ítarlegar og góðar upplýsingar um veiruna má finna á vef landlæknis og er fólki bent á að leita sér upplýsinga þar um allt sem að henni lýtur.
Fyrir upplýsingar um Kórónaveiruna, sjá síðu Landlæknis
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is