003.03.2020. Fundur í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi vegna COVID-19

Lögreglustjórinn á Suðurlandi boðaði alla sveitarstjóra á suðurlandi auk forsvarsmanna viðbragðsaðila á fund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi í gær til þess að upplýsa aðila um stöðu mála vegna COVID-19 veirunnar.

Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór yfir stöðu mála auk þess sem umdæmislæknir sóttvarna á suðurlandi hélt erindi um veiruna og stöðu mála á henni bæði hérlendis og erlendis.

Eins og staðan var þegar fundurinn var haldinn höfðu 14 einstaklingar á Íslandi verið greindir með veiruna en allir höfðu þeir smitast erlendis. Ekki hafa enn komið fram smit sem hafa smitast milli mann á Íslandi.

Ekkert tilfelli hefur enn komið fram á Suðurlandi en þegar það gerist mun aðgerðastjórnstöðin á Selfossi verða mönnuð allan sólarhringinn, viðbragðsaðilum og stjórnendum sveitarfélaga á suðurlandi til stuðnings og upplýsingargjafar.

Vel var mætt á fundinn sem einnig fór fram í fjarfundakerfi en alls voru níu þátttakendur á fundinum í gegnum slíkan búnað í bæði hljóð og mynd.

Ítarlegar og góðar upplýsingar um veiruna má finna á vef landlæknis og er fólki bent á að leita sér upplýsinga þar um allt sem að henni lýtur.

 

Fyrir upplýsingar um Kórónaveiruna, sjá síðu Landlæknis

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin heldur uppi kortavefsjá með rauntímagögnum er varðar dreifingu COVID-19. Um áhugaverða upplýsingaveitu er að ræða og vildum við gjarnan deila því með ykkur. Smellið á mynd.

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir