Farið varlega og verið viðbúin

  • Farið gætilega með opinn eld og hafið ávallt aðgang að slökkvibúnaði þegar um slíkt er að ræða (kertaskreytingar o.fl.) Á hverju heimili þarf að útbúa rýmingaráætlun og æfa hana. Áætlunin getur komið sér vel ef eldsvoða eða aðra vá ber að höndum.

Fyrstu viðbrögð við eldsvoða skipta sköpum

  • Tilkynna öllum í húsinu um hættuna.
  • Aðstoða þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir út úr húsinu.
  • Tilkynna slökkviliði um eldinn – 112.
  • Reyna að bjarga því sem mögulegt er eða slökkva eldinn ef áhætta er lítil, en fara út ella.

Ef það rýkur úr feitinni

  • Ef aðeins er byrjað að rjúka úr feitinni þá er það merki um að eldur sé við það að kvikna og þá þurfi að taka pottinn strax af heitri hellunni. Ekki snerta pottinn með berum höndum til þess að færa hann, það getur valdið slæmum brunasárum.

Ef kviknar í eldhúsi

  • Ef eldur logar má eingöngu reyna að slökkva hann ef hann er viðráðanlegur. Það skal gera með því að kæfa hann t.d. með eldvarnarteppi, jafnvel pottlokinu ef hann er mjög lítill. Aldrei má setja vatn á eld í olíu eða feiti – það getur verið stórhættulegt og slekkur alls ekki eldinn. Ef eldurinn hefur breitt úr sér út frá byrjunarstað, er nánast öruggt að þú getur ekki slökkt hann og ekkert annað að gera en að loka hurðum, forða sér og hringja í 112. Best er að muna að:
    • Þegar byrjar að rjúka úr olíu – taktu pottinn þá strax af hellunni.
    • Aldrei snerta pottinn með berum höndum – hann brennir.
    • Nota eldvarnarteppi til að slökkva eldinn – alls ekki vatn á olíu.
    • Reyna aðeins að slökkva viðráðanlegan eld – annars forða sér, loka hurðum og hringja í 112.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum