01.08.2019  Gengið af göflunum

Um verslunarmannahelgina munu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu, Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Austur-Húnvetninga hlaupa 340 km leið til að safna áheitum fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahúss Akureyrar. Hlaupaleiðin er ekki af hefðbundnum toga. Hlauparar munu leggja af stað á á föstudaginn frá slökkvistöðinni á Akureyri og sem leið liggur yfir Sprengisand og enda á sunnudaginn í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

Með þeirra orðum:

Þetta verður sem sagt löng og krefjandi leið … líklega þurfum við nokkra plástra og smá svefn eftir þetta en það verður þess virði. Við erum 6 hlaupara og við myndum gleðjast mikið ef þið mynduð sýna okkur þann stuðning sem við erum að sækja eftir. Það væri okkur mikil ánægja ef þið myndum heita á þetta hlaup með leggja einhverja smá upphæð á reikning Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri en við erum einmitt núna í samvinnu með þeim að safna fyrir hitakössum á barnadeildina og Gjörgæslu Sjúkrahússins.
Kennitala hollvinasamtakanna er 640216-0500 og reikningsnúmer 0565-26-10321

Ekki væri verra ef þið gætuð montað ykkur af því að hafa stutt við okkur og deilt því með vinum ykkar og svo á síðunni okkar Gengið af Göflunum. Hlaup og sviti!!!
kv
Hörður

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með og styrkja þessar hetjur, hér er slóðinn á viðburðinn.
https://www.facebook.com/events/456639478505372/

Við erum stolt af að eiga fulltrúa í þessum hóp, það er hann Sigurður Páll slökkviliðsmaður Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði.

Góða ferð

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir