25.09.2020. Gróðureldur í Tjarnabyggð
Útkall barst til Brunavarna Árnessýslu um klukkan hálf eitt í dag vegna gróðurelds í Tjarnabyggð í Árborg.
Slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu Brunavarna Árnessýslu brugðust við útkallinu og réðu þeir niðurlögum eldsins. Nokkur útbreiðsluhætta var á svæðinu en lítill vindur auðveldaði slökkviliðsmönnum þó störfin á vettvangi með tilliti til útbreiðslu.
Þarna höfðu aðilar verði að brenna rusli með þeim afleiðingum að eldur læsti sér í gróður.
Rétt er að taka fram að rusla brennur eru með öllu óheimilar samkvæmt íslenskum lögum. Rusli ber að farga á viðeigandi sorpmóttökustöðvum.
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is