Hætta á gróðureldum nú um áramótin
30.12.2021. Nú líður að lokum ársins 2021.
Einstaklega þurrt er nú á suðvesturhorninu og gróður mjög þurr. Lítið þarf því til að koma af stað gróðureldum sem getur valdið mikilli eyðileggingu á gróðri, dýralífi og jafnvel sett menn og mannvirki í hættu.
Brunavarnir Árnessýslu vilja því árétta að fólk sýni ýtrustu varkárni nú um áramótin við notkun á flugeldum og meðferð elds.
Hafa þarf í huga að skjóta ekki upp flugeldum á stöðum þar sem hætta er á að glóð /eldur geti farið í gróður og kveikt gróðurelda.
Nauðsynlegt er að hafa við hendina slökkvitæki, garðslöngu, eða vatnsfötur með vatni við notkun flugelda ef eldur fer í gróður.
Ef upp kemur eldur, hringið strax í 112 og gerið öðrum á svæðinu viðvart um hættuna
Förum varlega því lítill neisti getur orðið að miklu báli.
Brunavarnir Árnessýslu óska landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is