Hættulegur reykur

Það er ekki eldurinn sem er hættulegastur, heldur reykurinn og alls kyns eitraðar gastegundir sem myndast við brunann. Þær eru lífshættulegar ef þeim er andað að sér. Eitt hættulegasta efnið er kolsýringur (carbon monoxide). Það er ósýnilegt og lyktarlaust. Fyrst veldur það svima, svo ruglast fólk og missir að lokum meðvitund. Einmitt vegna þess að efnið er litar- og lyktarlaust er það svo hættulegt því fólk verður ekki vart við það.

Svartur reykur

Sumt fólk heldur að hægt sé að sjá til inni í herbergi þar sem eldur logar. Enn það er mesti misskilningur. Eldur myndar á örskammri stund svo kolsvartan reyk að ekki er hægt að sjá handa sinna skil. Jafnvel þótt slökkviliðsmenn hafi sterk ljós með sér verða þeir iðulega að þreifa sig áfram með höndum og fótum þegar þeir leita að fólki sem hefur lokast inni.

Heitt loft

Innöndun á heitu lofti getur haft alvarlegar afleiðingar. Hiti eykst mjög fljótt í eldi. Rúmri mínútu eftir íkveikju getur hiti í herbergi náð 150° C. Í slíkum hita verður líkaminn fyrir hitalosti og er þá óstarfhæfur. Við innöndun brenna lungun. Skömmu seinna mun hitinn í herberginu ná 600°C í höfuðhæð og 1000°C uppi við loft. Við venjulegan herbergisbruna getur svokölluð yfirtendrun átt sér stað á 3 – 5 mínútum. Þá brennur allt í herberginu, loft, veggir, húsgögn og gólfefni.

Hröð útbreiðsla elds og reyks

Fólk hefur aðeins nokkrar sekúndur til að forða sér. Flestir halda að þeir hafi nokkrar mínútur til umráða en svo er ekki. Fólk sem hleypur frá litlum eldi til að ná í slökkvitæki kemur jafnvel að alelda herbergi og er í reynd heppið að komast út. Eldur sem kviknar í ruslafötu getur breiðst út um herbergi á tveim mínútum með hita sem er svo mikill að fólk missir meðvitund nær samstundis. Á þriðju mínútu er öllum ólíft í herberginu og eldurinn sækir í sig veðrið með ógnarhraða. Á fimmtu til sjöundu mínútu má reikna með að eldurinn nái að kveikja í öllum herbergjum í tveggja hæða einbýlishúsi. Tíminn sem þú hefur til að komast út úr húsinu þínu er um það bil þrjár mínútur.

Ef enginn reykskynjari er í herberginu má ætla að það taki reykinn um tvær mínútur að ná til reykskynjara í næsta herbergi. Þá er aðeins ein mínúta eftir til að komast út. Nauðsynlegt er því að ákveða fyrirfram hvernig á að bregðast við.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum