Þjónustu slökkviliða er samkvæmt Reglugerð 747/2018 Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar skipt upp í eftirfarandi fimm meginþjónustuflokka. BÁ sinnir öllum þjónustuflokkum:

W

Vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss.

W

Slökkvistarf innanhúss og reykköfun.

W

Viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum, eiturefnaköfun.

W

Björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.

W

Eldvarnaeftirlit og forvarnir.

Helstu útkallsverkefni eru:

W

Slökkvi- og björgunarstörf í mannvirkjum og gróðri.

W

Viðbrögð við umhverfisslysum.

W

Björgun vegna umferðaóhappa.

W

Slökkvistarf í skipum.

W

Þjálfun og æfingar starfsmanna.

W

Eftirlit tækja og búnaðar.

W

Umhirða húsnæðis, bifreiða og búnaðar.

W

Önnur aðkallandi ófyrirséð verkefni.

Slökkviliðið heldur 70-80 æfingar á ári og þær eru ýmist æfingar á hverri stöð, virkjunar æfingar eða fræðsla á fjarfundum. Öllum slökkviliðsmönnum BÁ stendur til boða að sækja æfingar á allar starfsstöðvar BÁ. Æfingar miðast við að slökkvilið geti uppfyllt þær kröfur sem fylgja þjónustustigi slökkviliðsins. Þá er þjálfun á nýliðum slökkviliðsins .

Brunavarnir Árnessýslu halda úti öflugu eldvarnaeftirliti þar sem leitast er við að uppfylla þær lagalegu skyldur sem lagðar eru á herðar slökkviliða hvað skoðunar- og forvarnastarf varðar. Helstu verkefni forvarna eru:

W

Ráðgjöf til hönnuða.

W

Skoðun teikninga bygginganefndar.

W

Úttekt á skoðunarskyldum stöðum, skv. reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit nr. 723/2017

W

Umsögn vegna veitinga- og gististaða.

W

Umsagnir vegna annarra leyfa fyrir sýslumann, lögreglustjóra, félagsmálayfirvöld ofl.

W

Sérstakt eftirlit með mannmörgum stöðum, t.d. veitinga- og samkomuhúsum.

W

Fulltrúi slökkviliðsins situr fundi skipulags- og byggingarnefnda.

W

Öryggis/lokaúttektir á öllu nýju húsnæði í öllum notkunarflokkum.

W

Umsagnir aðal- og deiliskipulaga fyrir skipulagsfulltrúana.

W

Kennsla nýrra eldvarnaeftirlitsmanna, eldvarnaeftirlitsmaður I, II og III.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir