Heimilisáætlun

Ein leið til að undirbúa sig og sína fyrir náttúruhamfarir er að útbúa heimilisáætlun (eða vinnustaða áætlun) – og framfylgja henni! Hér er að finna hugmyndir um innihald slíkra áætlana. Fólk er hvatt til að skoða þessar upplýsingar vel við gerð sinnar eigin áætlunar. Frekari leiðbeiningar má finna á vefsíðum Rauða kross Íslands, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar, Landlæknis og á fleirum síðum. Heimilisáætlun samanstandur af a.m.k. þremur þáttum:
- Lista yfir öryggisbúnaði hússins.
- Lista yfir þá viðlagakassa sem eru til og innihald þeirra.
- Lýsingar á því hvað skal gera við ýmsar aðstæður.
Tryggingar
- Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
- Innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá almennu félögunum, er líka tryggt gagnvart náttúruhamförum. Því þurfa íbúar að tryggja innbúa og lausafé hjá áður en jarðskjálfti verður, til að innbúi sé tryggt.

Öryggisbúnaður hússins
Meðal öryggisbúnaðar er:
- Slökkvitæki
- Reykskynjarar
- Brunastigar til undankomu af efri hæðum húsa.
- Verkfæri, svo sem hamar, sög, töng, rörtöng, skrúfjárn, skófla, öxi og kúbein.
- Útilegubúnaður. Hægt er að nota eldunarbúnaðinn ef heimilistæki virka ekki. Hægt er að tjalda innan dyra, t.d. ef hiti fer af húsi.
- Lítil rafstöð, ef við á.
Viðlagakassar til 3ja daga
Viðlagakassi geymir búnað til nokkurra daga, a.m.k. þriggja. Hægt er að búa til einn kassa fyrir heimilið almennt sem inniheldur almennan búnað sem hentar öllum. Svo er hægt að búa til viðbótar kassa sem inniheldur persónulega muni, sem hver og einn býr til fyrir sig. Persónukassa ætti að geyma inn í svefnbergi, undir eða nálægt rúmi.
Hugmyndir um innihald eru hér:

Heimiliskassi
- Gögn
- Heimilisáætlunin útprentuð.
- Staðsetningar næstu fjöldahjálparstöðva.
- Listi yfir mikilvæg símanúmer (fjölskyldumeðlimir, vinir, ættingjar, nágrannar, þjónustuaðilar o.fl.).
- Ef fjölskyldumeðlimir geta verið á mörgum stöðum þegar atburður verður, búið til plan um að sameina fjölskylduna, t.d.
- Ákveða söfnunarsvæði utan við heimilið.
- Ef sækja þarf börn í skóla eða ná í aldraða, hver á að sækja hvern?
- Ef meðlimir ná ekki í hvert annað, hvert færuð þið til að hittast (t.d. á fjöldarhjálparstöð)?
- Hver er helsti tengiliðurinn utan hættusvæðis? Látið viðkomandi vita.
- Ef fjölskyldumeðlimur finnst ekki, tilkynnið það á næstu fjöldarhjálparstöð.
- Tilkynna slys til 1 1 2.
- Sjúkrakassi.
- Skyndihjálparbók.
- Skrifbækur og skriffæri.
- Listi yfir æfingar sem hafa verið haldnar og þær sem skipulagðar eru.
2. Útvarp með rafhlöðum
- Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta út.
- Muna að einnig er hægt að hlusta á útvarp í bílum.
3. Reiðufé
4. Símar/Myndarvélar
- Sími, símkort, hleðslutæki.
- Hleðslubanki og hleðslutæki
5. Viðgerða- og viðlegubúnaður
- Upplýsingar um útilegubúnaðinn í húsinu.
- Kerti og eldspýtur – Ef rafmagn þrýtur er nauðsynlegt að geta tendrað ljós og kveikt upp í eldunargræjum.
- Stórir plastpokar og snæri.
- Sterkt viðgerðarlímaband.
- Vasahnífur eða fjölnota verkfæri.
6. Matur og drykkur
- Vatn á flöskum eða brúsa.
- Drykkjar vatn, 4 lítrar á mann.
- Matur með langt geymsluþol (dósamatur, pakkamatur, þurrmeti).
7. Öryggis og sjúkragögn
- Grímur og augnhlífar.
- Sjúkrakassi.
8. Taska eða poki til að geta tekið með innihald kassans ef yfirgefa þarf heimilið.
9. Merkja kassann með dagsetningu um hvenær eigi að fara yfir hann næst.
Persónulegur kassi
Nálægt rúmi:
- Góða skó og sokka.
- Ljós
- Vasaljós og rafhlöður.
- Miði utan á kassann um hvenær skal skipta um rafhlöður.
- Neon ljósastangir.
- Grímur og augnhlífar.
- Flauta
Matur og drykkur:
- Vatn á flöskum eða uppáhalds brúsa.
- Uppáhalds þurrmat.
Mikilvægir hlutir
- Lyf, lyfseðlar, fatnaður, snyrtivörur, hjálpartæki, auka gleraugu og heyrnartæki, hleðslutæki, auka sími.
- Verðmætir pappírar sem erfitt getur verið að fá endurútgefna, vottorð, vegabréf o.fl.
- Hreinlætisvörur – Tannbursti/tannkrem, klósett pappír, sápa, tíðarvörur, bleyjur og aðrar nauðsynjar fyrir börn – o.s.frv.
Skemmtilegir hlutir
- Bækur, leikföng, spil, púsluspil – Nauðsynlegt fyrir börn jafnt sem fullorðna og fyrirtaks dægrastytting.
- Liti og litabækur, t.d., Alvar og Alvör
- Minni hlutir með tilfinningalegt gildi.
Taska eða poki til að geta tekið innihald kassans ef yfirgefa þarf heimilið.
Merkja kassann og hvenær eigi að fara yfir hann næst
Skreyta kassann eftir eigin höfði – sérstaklega börnin
Aðrir kassar
Þá er hægt að búa til enn fleira kassa ef þörf þykir.
- Bílakassi
- Bílskúrskassi
- Garðkassi, til að geyma einn kassa úti
- Vinnukassi, til að hafa hafa í vinnunni
- Gæludýrakassi (búr, matur, drykkur)
Hvað skal gera þegar…?
Hættuástandi er lýst yfir
- Fara yfir viðlagakassa
- Fara yfir heimilisáætlunina
- Setja eldsneyti-/rafmagn á bílinn. Nota hann til að hlaða síma, fylgjast með fréttum í útvarpi, nota sem skjól ef þarf.
Yfirgefa þarf hús eða svæði
Yfirgefa óíbúðarhæf hús
- Óíbúðarhæf sökum tjóns á mannvirki eða ytra birgði, t.d. gluggar brotnir.
- Óíbúðarhæf vegna skemmdra veitukerfa þannig að húsið hefur ekki vatn, rafmagn, eða fráveitu.
- Óíbúðarhæf vegna skemmdra vega þannig að aðkoma að húsinu er ekki fullnægjandi.
Yfirgefa hús vegna hættu
- Þegar íbúum á tilgreindum svæðum hefur borist tilkynning um rýmingu vegna hættuástands ber þeim að fara í öruggt húsnæði fyrir skilgreinda tímasetningu.
- Tryggja þarf að öll þau sem í húsinu búa, eða vinna, fái vitneskju um að rýma skuli húsnæðið, t.d. í fjölbýli.
Brottflutningur úr sveitarfélaginu
- Hér er yfirleitt um lengri fjarveru að ræða og fólk flutt í annað sveitarfélag.
- Fyljast með tilkynningum um hvernig verður staðið að brottflutningi.
Frágangur húsa
- Ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa þau meðferðis.
- Tryggja að matvæli liggi ekki undir skemmdum á meðan rýmingu stendur.
- Hafa hita á húsinu.
- Loka öllum gluggum og hurðum.
- Setja rýmingarskilti út í glugga.
- Skilja eftir ljós í forstofu og við útidyr.
- Læsa húsinu og taka lykla með.
Takið með
- Takið með
- Innihald viðlagakassa.
- Hlífðarföt, sérstaklega að vetri til.
- Fatnað og nauðsynjar til nokkurra daga.
Tilkynnið yfirgefið hús
- Merkið með miða í glugga um að búa sé að yfirgefa húsið.
- Tilkynnið á fjöldarhjálparstöð eða hringið í 1717 (Rauði kross Íslands).
- Fylgist með frekari tilkynningum um framhald.
Hamfarir ganga yfir
1. Farið í skó og hlífðarföt ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla.
2. Kannið hvort einhver hafi slasast – Tilkynna slys til Neyðarlínunnar í síma 1-1-2
3. Muna eftir viðlagakassanum.
4. Kannið húsið
- Athugið hvort eldur er laus.
- Slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt.
- Kannið vatnsleka. Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur.
- Notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni hafi hellst niður.
5. Ef húsið er hættulegt eða óíbúðarhæft
- Farið rólega út. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta.
- Verið vel klædd, sérstaklega að vetri til.
- Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstaðinn utanhúss – Bíllinn er oft fyrsta skjólið.
- Hafið samráð um næstu skref.
- Munið eftir fjöldahjálparstöðvum.
- Akið með fyllstu aðgát þar sem vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta.
6. Upplýsingar um útvarp
- Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum.
- Fylgstu með ráðleggingum almannavarna í fjölmiðlum.
7. Síminn
- Á neyðartímum er síminn öryggistæki og skal einungis notaður í neyð.
- Notið tengilið fjölskyldunnar utan svæðisins til að koma skilaboðum á milli stórfjölskyldu og vina.
- Hafið símtöl eins stutt og hægt er – álag á símkerfið getur leitt til þess að símkerfið virkar ekki.
- Sendu frekar SMS í stað þess að hringja til að minnka álag á símkerfi í hamförum.
8. Veraldurvefurinn
- Vefurinn er einnig öryggistæki. Notið hann til að koma skilaboðum á milli (t.d. tölvupóstar, samfélagsmiðlar, fjölskylduhópar á samskiptasíðum) og fá upplýsingar um ástand mála.
- Mikið álag á vefnum getur dregið úr virkni þess. Forðist því að nota netsíður sem krefjast mikils gagnaflutnings (bíómyndir, tölvuleikir, o.fl.).
9. Auðkennið staði sem vantar aðstoð
- Ef ekki er hægt að ná í hjálp, skal auðkenna slysstað eða húsið með hvítri veifu.
10. Hugið að börnum
- Veitið þeim athygli, talið við þau.
- Vera má að skilja þurfi börnin eftir hjá öðrum til að takast á við ástandið, undirbúið þau fyrir það, en hafið þau með í ferlinu eins og skynsamlegt er.
11. Nágrannahjálp
- Athugið hvort nágrannar ykkar þurfa á aðstoð að halda.
- Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist.
- Ef þú veist af öldruðum eða fötluðum einstaklingum í næsta nágrenni er mikilvægt að huga að þeim.
12. Neysluvatn
- Drekkið ekki kranavatn fyrr en tryggt er að það hafi ekki mengast í jarðskjálftanum. Tilkynningar koma frá almannavörnum.
- Tryggingar – tilkynnið tjón
13. Tryggingar – tilkynnið tjón
- Metið skemmdir.
- Tilkynna skal öll tjón til Náttúruhamfaratryggingar Íslands á www.nti.is.
- Farið yfir leiðbeiningum á nti.is, m.a. að taka myndir áður en hreyft er við nokkru eða gert við.
- Tjónaskoðunarmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar þurfa að koma á vettvang til að meta tjón.
- Gerið lista yfir það sem eyðileggst og haldið til haga kvittunum.
14. Þjónustumiðstöðvar
- Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að hamfarir hafa áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir. Þar geta íbúar á áhrifasvæði hamfara leitað aðstoðar.
15. Eftirskjálftar
- Eftir jarðskjálfta fylgja eftirskjálftar. Verið viðbúin eftirskjálftum.
Að skrifa og framfylgja heimilisáætlun
Það er ekki nóg að lesa yfir það sem hér stendur. Nauðsynlegt er að skipuleggja hver eigi að kaupa öryggisbúnaðinn, útbúa viðlagakassanna, útbúa sameiningarplan, o.s.frv. Búið til verkefnalista um það sem þarf og gera og tilgreinið hver á að gera hvað og hvenær. Hægt er að styðjast við eftirfarandi verkefnalista:
1. Öryggisbúnaður
- Gera plan um það sem þarf að kaupa.
- Kaupa, festa og ganga frá öryggisbúnaði.
- Vera viss um að fjölskyldan kunni að nota búnaðinn.
- Skrá upplýsingar um það sem þarf reglulega að uppfæra og setjið í viðlagakassann.
2. Viðlagakassar
- Kaupa kassa, eins marga og þarf.
- Fylla í kassana.
- Búið til lista fyrir það sem þarf að uppfæra reglulega. Merkið dagsetningar utan á kassann.
- Borðið mat og drykk sem er að fara að renna út.
- Hafið börnin með þegar verið er að undirbúa kassana. Hjálpið börnum að búa til sína kassa. Hlustið á það sem þau hafa að segja um málið og takið tillit til þeirra, t.d., hvaða leiki þau vilja hafa í kassanum sínum. Leyfið þeim að fá ný leikföng til að setja í sinn kassa. Setja gögn um Loga og Glóð frá Brunavörnum Árnessýslu í kassann. Leyfið börnunum að leika sér með viðlagakassann svo framarlega að gengið sé frá honum að leik loknum. Merkið kassana. Leyfið börnunum að skreyta sína kassa eftir eigin höfði og bæta inn í hann því sem þau vilja.
3. Sameiningarplan
- Búið til sameiningarplan
- Ákveðið tengilið utan hættusvæðis og upplýsið hann um hlutverk sitt að miðla upplýsingum til að draga úr símanotkun og að fjölskyldan viti hvert á að senda og leita eftir upplýsingum.
- Skrifa niður áætlunina og setja í viðlagakassann.
4. Lesið saman Hvað skal gera ef – og þegar – og haldið spjall fundi og æfingar
- Lesið saman um náttúrvá á Suðurlandi. Veltið fyrir ykkur hvað gæti gerst á ykkar heimili, skólum, vinnustöðum, samgöngum, fjarskiptum, loftgæðum o.fl. Leitið að meiru efni til að lesa og leikjum á veraldarvefnum.
- Búið til lýsingar um „hvað skal gera ef …“ út frá ykkar heimili og aðstæðum og skrifið inn í áætlunina.
- Búið til leiki, verið með útilegu í stofunni, haldið æfingar, gerið eitthvað skemmtilegt með efnið.
- Einhverjir í fjölskyldunni gætu búið til æfingar um hættuástand og hinir eiga að leysa úr því. Fjölskyldur gætu búið til æfingar fyrir hvor aðra. Dæmi um það sem mætti æfa:
- Krjúpa – skýla – halda.
- Ef eitthvað gerist að degi til eða nóttu til.
- Ef einhver slasast.
- Að tala við fjölskyldu tengiliðinn.
- Ef tala þarf við nágranna (fara og heilsa upp á þá).
- Ef það verður rafmagnslaust, vatnslaust, allir tepptir inn í húsinu, samgöngurof.
- Skoða útgönguleiðir hússins.
- Kanna staðsetningu öryggisbúnaðar.
- Hvað fjölskyldan ætlar að gera ef hún er úti í göngu.
- Ákveðið einn dag á ári eða oftar sem fjölskyldan kemur saman til að lesa saman, rifja upp, finna nýtt efni, fara yfir búnað. Gott er að velja fastan dag, sbr. sumardaginn fyrsta, síðasta vetrardag.
- Sækið skyndihjálparnámskeið. Rauði kross Íslands veitir upplýsingar um námskeið fyrir almenning og fyrirtæki.
5. Forvarnir
Innbú
- Farið yfir innbú og gerið forvarnaplan eftir þörfum
- Framkvæmið forvarnaplanið
Hús
- Haldið húsinu í góðu standi.
- Ef vafi er á hvort húsið sé í góðu standi leitið ráða hjá byggingarfulltrúa eða byggingarverkfræðingi.
6. Tryggingar
Almennt vegna náttúruhamfara
- Náttúruhamfaratrygging nær til allra húseigna á sama hátt og brunabótamat
- Trygging nær ekki til innbús og lausafé nema að það hafi verið tryggt sérstaklega hjá vátryggingarfélagi.
- Eigendur þurfa sjálfir að sjá um að tryggja innbú og lausafé gagnvart náttúruhamförum.
Vegna flóða
- Samkvæmt reglugerð nr. 700/2019 eru flóð vátryggð, þ.e. þegar flóð verða vegna þess að ár eða lækir sem renna að staðaldri flæða skyndilega yfir bakka sína eða flóðbylgjur frá sjó eða vötnum ganga skyndilega á land og valda skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðum eignum. Það er einnig vatnsflóð þegar skyndileg flóð koma frá jökli vegna bráðnunar íss. Flóð vegna úrkomu og leysingavatns sem falla ekki undir 1. málsgrein teljast ekki vatnsflóð. Sama á við um flóð, sem að einhverju eða öllu leyti verður af mannavöldum, t.d. þegar vatnsgeymar, stíflugarðar eða önnur mannvirki bresta af öðrum ástæðum en náttúruhamförum. Sjá nánar á vef Náttúrhamfaratryggingar Íslands
7. Tenglar
- Kannað hvort það séu til skemmtilegir og/eða gagnlegir tenglar á veraldarvefnum sem þið vilduð nýja ykkur fyrir þessa vinna.
8. Verðlaunið ykkur
- Til hamingju – þið eru búin.
- Gerið eitthvað skemmtilega saman þegar öryggisbúnaðurinn, heimilisáætlunin og viðlagakassarnir er tilbúið.