Fyrstu viðbrögð við eldsvoða

  • Fyrstu viðbrögð við eldsvoða skipta sköpum.
  • Tilkynna öllum í húsinu um hættuna.
  • Aðstoða þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir út úr húsinu.
  • Tilkynna slökkviliði um eldinn – 112.
  • Reyna að bjarga því sem mögulegt er eða slökkva eldinn ef áhætta er lítil, en fara út ella.

Brunavarnir í einbýli og minni húsum

  • Ef heimilið er á fleiri en einni hæð er mikilvægt að hafa reykskynjara á öllum hæðum.  Þá er einnig nauðsynlegt að tryggja að flóttaleiðir séu út af öllum hæðum hússins.
  • Ef heimilið er í stærri kantinum er góð regla að samtengja reykskynja svo að heimilisfólk verði alveg örugglega vart við hættuna, komi upp eldur.
  • Ef bílskúr fylgir húsinu er einnig mikilvægt að reykskynjarinn þar sé samtengdur reykskynjurum heimilisins.

Brunavarnir í fjölbýli og öðrum stórhýsum

  • Mikilvægt er að hafa reykskynjara staðsetta í stigagöngum húsa.
  • Í þvottahúsum skal gæta þess að hreinsa ló reglulega í þurrkurum, en ló er einstaklega góður eldsmatur.
  • Ef upp kemur eldur skal ekki nota lyftuna.
  • Ef eldur kemur upp í stigagangi getur verið best að halda sig inni á heimilinu og loka hurðinni tryggilega. Farið frekar út á svalir eða í glugga og fangið athygli þar og bíðið eftir aðstoð.
  • Nauðsynlegt að tryggja að flóttaleiðir séu út af öllum hæðum hússins.
  • Aðgang­ur að svala­dyr­um á að vera greiður og auðvelt þarf að vera að opna þær. Flótta­leiðir eiga að vera opn­an­leg­ar inn­an frá, án lyk­ils.
  • Notið stiga­ganga ekki sem geymsl­ur til að tryggja greiða flóttaleið úr húsinu.
  • Enginn afsláttur er gefinn af slökkvitækjum í fjölbýlishúsum, gangið úr skugga um að slík tæki séu að finna við alla útganga.
  • Sömu reglur gilda einnig um reykskynjara, einn í hverju rými.

Brunavarnir í timburhúsum

  • Timbur og eldur eru þokkalegir vinir og því getur eldur verið fljótur að breiða sér um húsið, komi hann upp. Það þarf því að huga sérstaklega vel að brunavörnum í timburhúsum.
  • Ef húsið hefur farið í gegnum breytingar er tilvalið að lesa sér vel til í reglugerð og tryggja að brunavarnir og eldvarnir séu með réttu móti.
  • Brunavarnir eru ekki einungis hin heilaga þrenning – reykskynjari, eldvarnarteppi og slökkvitæki – brunavarnir eru nefnilega líka innbyggðar í hús.
  • Heilaga þrenningin spilar stórt hlutverk þegar um timburhús er að ræða. Gætið þess að hafa reykskynjara samtengda og gangið úr skugga um að slökkvitæki séu alveg örugglega við alla útganga.

Gátlistar

Hvert heimili og vinnustaður ætti að gera gátlista vegna eld.
Hér má finna fleiri upplýsingar um gátlista.

 

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum