Hvað eru almannavarnir?

Brunavarnir Árnessýslu

Hvað eru almannavarnir

Almannavarnir eru skilgreindar skv. lögum um almannavanir. Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.

Stefna stjórnvalda í almannavarnamálum er mörkuð af almannavarnaráði til fimm ára í senn. Upplýsingar um hvernig almannavarnir eru skipulagðar á landsvísu má finna á vefsíðu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þegar atvik/hamfarir eiga sér stað er það hlutverk Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að vera á vaktinni, upplýsa lögreglustjóra viðkomandi umdæmis um stöðu mála og veita upplýsingar um þróun atburðar. Lögreglustjórar miðla þeim upplýsingum til viðkomandi almannavarnanefnda/sveitarstjórna sem bregðast við eftir þörfum.

Almannavarnir Árnessýslu

Í Árnessýslu starfar Almannavarnanefnd Árnessýslu (AÁ) sem er samstarfsnefnd allra sveitarfélaga og viðbragðsaðilum í Árnessýslu. Nefndina skipa átta fulltrúar aðildarsveitarfélaganna, eða einn frá hverju sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, fulltrúar svæðisstjórnar björgunarsveita, fulltrúi Rauða krossins og þeir aðilar sem nefndin kallar til samstarfa. Slökkviliðsstjóri BÁ er framkvæmdarstjóri AÁ. Sameiginlegur samstarfs- og ákvarðanagrundvöllur aðildarsveitarfélaganna er Héraðsnefnd Árnesinga, sem leggur nefndinni fjármagn til starfa. AÁ skilar Héraðsnefndinni ársreikninga og tillögur vegna fjárhagsáætlun. AÁ skal starfa skv. samþykktum nefndarinnar frá 3. febrúar 2020. Nefndin heldur tvo fundi á ári og fleiri ef ástæða þykir til. Fundargerðir AÁ eru að finna hér. Aðgerðarstjórn er virkjuð í Björgunarmiðstöðinni þegar á reynir.

Gögn um skipulag hvers sveitarfélags er að á vefsíðum þeirra. Nefndir/sveitarfélög geta sett sér starfsáætlun/Framkvæmdaráætlun (sjá til dæmis hjá Almannavarnanefnd Höfuðborgarsvæðisins.

Sveitarfélagið Árborg starfrækir eigið almannvarnaráð, sem vinnur með starfsmönnum sveitarfélagsins við að skipuleggja innra starf þess vegna samfélagsröskunar. Þá virkjar Árborg viðbragðsstjórn til að stýra innra starfi Árborgar þegar bregðast þarf við, sem vinnur í samstarfi við aðgerðastjórn.

Verkaskipting og samstarf

Frumskylda sveitarfélaga er að stuðla að öryggi og velferð borgaranna. Ákvörðunarvald og stjórnun sveitarfélagsins liggur alltaf hjá sveitarfélaginu, sem hefur hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Ábyrgð sveitarfélaga er mikil og því þarf undirbúningur að vera góður. Mikilvægt er að fólk sem tekur þátt í verkefnum vegna almannavarna eða samfélagsröskun almennt kynni sér upplýsingar um samstarf og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem bæði er að finna í lögum um almannavarnir og í grundvallarreglum sem eru skilgreind í stefnu stjórnvalda.

Lög um almannavarnir

Almannavarnir.is

Samþykktir

Fundargerðir

Starfsáætlun almannaverndar höfuborgarsvæðisins

Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga

Neyðarástand hjá sveitarfélagi – sveitarstjórnarlög

 

Verkaskipting og samstarf ríkis og sveitarfélag vegna almannavarna

Sveitarfélög gegna mikilvægu hlutverki í forvörnum, viðbragði og endurreisn samfélaga sem gætu orðið fyrir eða hafa orðið fyrir röskun á hefðbundinni starfsemi. Því betur sem þau eru undirbúin að takast á við skipulagningu og framkvæmd aðgerða, því betur og hraðar mun aðgerðirnar ganga.

Almannavarnaverkefni ganga út samstarf margra aðila, en einnig þarf að að vera skýr verkaskipting

a) Markmið
Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.

Í stuttu máli má segja að markmið almannavarna eru

  • Að skilja áhættuna
  • Að draga úr áhættunni áður en atburður verður.
  • Að bregðast við með undirbúnum hætti.
  • Einnig að undirbúa verkferla til að læra af reynslunni.

Hvert sveitarfélag þarf því að eiga sviðsmyndir sem lýsa áhættunni í þeirra sveitarfélagi. Sviðsmyndir sem lýsa áhættuna með því að lýsa atburðarás þeirra vá sem að byggðinni steðja og því tjóni og afleiðingum þurfa að vera unnin í samstarfi við starfsmenn sveitarfélagi til að tryggja að þær ná yfir þau markmið og verkefni sem að sveitarfélaginu snýr. Í framhaldinu geta starfsmenn skipulagt forvarna- og viðbúnaðarverkefni. Sviðsmyndirnar eru einnig gagnlegar fyrir viðbragðsaðila í sveitarfélaginu til að undirbúa sig fyrir til að takast á við verkefni sem eru umfangsmeiri en dagsdagleg verkefni.

b) Grundvallarreglur
Í lögum kemur fram að stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Til skýringar kemur fram að í stjórn aðgerða felst m.a. skipulag björgunar- og hjálparstarfa vegna hættu eða tjóns sem getur eða hefur skapast. Hlutverk sveitarfélaga skýrist á því að skoða grundvallarreglur sem koma fram í stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum:

  • Sviðsábyrgðarreglan – Sá aðili sem fer venjulega með stjórn tiltekins sviðs samfélagsins, tiltekins svæðis eða umdæmis skal skipuleggja viðbrögð og koma að stjórn aðgerða þegar hættu ber að höndum.
  • Sveitarfélög fara því áfram með stjórn sinna málaflokka á sínu svæði og skulu skipuleggja viðbrögð og koma að stjórn aðgerða þegar hætta ber að höndum.
  • Grenndarreglan – Staðbundin stjórnvöld undirbúa fyrirbyggjandi ráðstafanir og viðbragðsáætlanir.
  • Sveitarfélög eru staðbundin stjórnvöld og skulu því framkvæma fyrirbyggjandi ráðstafanir og viðbragðsáætlanir.
  • Samkvæmnisreglan – Á hættutímum sér yfirvald eða stofnun um björgunarstörf á verksviði sínu.
  • Aðkoma sveitarfélaga á björgunarstörfum felast fyrst og fremst í störfum slökkviliða.
  • Samræmingarreglan – Allir viðbragðsaðilar samhæfa störf sín við undirbúning á aðgerðum vegna hættuástands þannig að búnaður og mannafli sé nýttur á árangursríkan hátt.
  • Sveitarfélög taka þátt í samhæfingarstarfi með öðrum.

c) Stefna stjórnvalda

Stefna stjórnvalda í almannavarnamálum er mörkuð af almannavarnaráði til fimm ára í senn. Í almannavarnastefnu stjórnvalda er gerð grein fyrir ástandi og horfum í almannavarnamálum í landinu, fjalla um áhersluatriði varðandi skipulag almannavarnamála, forvarnastarf, nauðsynlega samhæfingu á efni viðbragðsáætlana og starfsemi opinberra stofnana á því sviði, nauðsynlegar birgðir til þess að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættutímum, endurreisn eftir hamfarir og aðrar aðgerðir sem ráðið telur nauðsynlegar til þess að markmið laga þessara náist. Stefnuna má finna á www.almannavarnir.is.

d) Helstu greinar almannavarnalagana sem snúa að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

7. gr. Verkefni ríkislögreglustjóra á sviði almannavarna.

Umsjón með að ráðstafanir séu gerðar í samræmi við stefnu stjórnvalda í almannavarnamálum

Eftirlit með

  • skipulagi almannavarna á landinu öllu
  • almannavörnum sveitarfélaga.
  • gerð hættumats í samráði við almannavarnanefndir.
  • Tekur þátt í undirbúningi og gerð viðbragðsáætlana ríkis og sveitarfélaga, sbr. VI. kafla laga þessara, og hefur eftirlit með endurskoðun þeirra og samhæfingu.

Eftirlit með

  • gerð viðbragðsáætlana einkaaðila.
  • samhæfingu viðbragðsaðila og annarra aðila, sbr. 8. gr.,
  • stjórn aðgerða á hættustundu og þegar hún er um garð gengin.
  • Skipuleggur forvarnir og almenningsfræðslu á sviði almannavarna, svo og fræðslu einkaaðila, stjórnvalda og almennings um skipulag almannavarnakerfisins eftir því sem þurfa þykir.
  • Annast þjálfun og fræðslu á sviði almannavarna.

Tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi stjórnvalda um almannavarnir [og getur að fengnu samþykki ráðherra farið fram á aðstoð hjálparliðs erlendis frá vegna almannavarnaástands í samræmi við alþjóðasamninga sem Ísland á aðild að, ef við á]. [Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um móttöku erlends hjálparliðs, þ.m.t. um tímabundin starfsleyfi fyrir erlent fagfólk, um undanþágur frá ákvæðum laga sem tefja eða takmarka möguleika á innflutningi dýra og búnaðar sem nota þarf við hjálparstörf og undanþágur frá aðflutningsgjöldum vegna tímabundins innflutnings.

9. gr. Almannavarnanefndir.

  • Í hverju sveitarfélagi starfar almannavarnanefnd sem sveitarstjórn skipar og ákveður sveitarstjórnin fjölda nefndarmanna. Almannavarnanefnd skal skipuð lögreglustjóra þess umdæmis sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara.
  • Almannavarnanefnd kýs sér sjálf formann og varaformann. Sveitarstjórnir ráða starfsmenn almannavarnanefnda og greiða kostnað af störfum þeirra.
  • Sveitarstjórnum er heimilt að vinna saman að gerð viðbragðsáætlunar, semja um gagnkvæma aðstoð eða koma á fót sameiginlegri almannavarnanefnd. Sameining almannavarnanefnda eða samstarf þeirra er háð staðfestingu ráðherra. Ráðherra ákveður hvaða lögreglustjóri skuli sitja í almannavarnanefnd ef fleiri en eitt lögregluumdæmi falla undir nefndina. Ef ein almannavarnanefnd er í umdæmi lögreglustjóra skal hann sitja í nefndinni.

10. gr. Hlutverk almannavarnanefnda

  • Almannavarnanefndir móta stefnu og skipuleggja starf sitt að almannavörnum í héraði í samræmi við lög.
  • Í umdæmum sínum vinna almannavarnanefndir og viðeigandi lögreglustjóri að gerð hættumats og viðbragðsáætlana, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, sbr. 16. gr.
  • Almannavarnanefndir og viðeigandi lögreglustjóri skulu endurskoða hættumat og framkvæma prófanir á viðbragðsáætlunum í samvinnu við ríkislögreglustjóra

11. gr. Aðgerða- og vettvangsstjórn í héraði.

Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Hann situr í aðgerðastjórn ásamt fulltrúa almannavarnanefndar, fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fulltrúa Rauða kross Íslands, hlutaðeigandi viðbragðsaðila, sbr. viðbragðsáætlun, svo og öðrum hlutaðeigandi aðilum sem tengjast aðgerðum hverju sinni. Aðgerðastjórn starfar í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð. Í stjórn aðgerða felst m.a. skipulag björgunar- og hjálparstarfa vegna hættu eða tjóns sem getur eða hefur skapast og að stýra neyðaraðgerðum í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð.

Lögreglustjóri tilnefnir vettvangsstjóra er fari með stjórn og samhæfingu á vettvangi.

14. gr. Tímabundin stofnun og rekstur þjónustumiðstöðvar.

Samhliða rekstri samhæfingar- og stjórnstöðvar er ríkislögreglustjóra heimilt, á hættustundu eða þegar hún er um garð gengin, að stofna tímabundið þjónustumiðstöð.

Verkefni þjónustumiðstöðvarinnar skulu m.a. felast í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess skal þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi almannavarnanefndir, annast samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.

Ráðuneyti og sveitarfélög, þar með taldar undirstofnanir þeirra, skulu veita hinni tímabundnu þjónustumiðstöð lið við miðlun upplýsinga og þjónustu. Haft skal samráð við hlutaðeigandi sveitarstjórnir um starfsemi þjónustumiðstöðvar samkvæmt þessari grein.

15. gr. Skylda ríkisvalds til að gera viðbragðsáætlanir.

Einstök ráðuneyti og undirstofnanir þeirra skulu, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, kanna áfallaþol þess hluta íslensks samfélags sem fellur undir starfssvið þeirra. Þá skulu einstök ráðuneyti og stofnanir á þeirra vegum, í samvinnu við ríkislögreglustjóra og í samræmi við lög sem um starfssviðið gilda, skipuleggja fyrirhuguð viðbrögð og aðgerðir samkvæmt viðbragðsáætlun

þar sem m.a. er fjallað um eftirfarandi þætti:

  1. Skipulagningu aðgerða.
  2. Viðbúnað viðbragðsaðila, m.a. liðsafla, þjálfun liðsafla og útbúnað og stjórnsýsluviðbúnað.
  3. Samgöngur og fjarskipti.
  4. Framkvæmd ráðstafana á hættustundu.
  5. Samhæfingu og stjórn aðgerða viðbragðsaðila og annarra aðila.
  6. Áfallahjálp og aðstoð við þolendur.
  7. Hagvarnir, birgðir og neyðarflutninga til og frá landi.
  • Ríkislögreglustjóri skal semja viðbragðsáætlanir varðandi þá hluta íslensks samfélags sem falla ekki undir starfssvið tiltekins ráðuneytis.
  • Viðbragðsáætlanir skulu undirritaðar og staðfestar af réttum yfirvöldum.

16. gr. Skylda sveitarfélaga og lögreglustjóra til að gera viðbragðsáætlanir.

  • Sveitarfélög, stofnanir á þeirra vegum og viðeigandi lögreglustjóri skulu, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, kanna áfallaþol í umdæmi sínu. Þá skulu almannavarnanefndir og viðeigandi lögreglustjóri, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, gera viðbragðsáætlun í samræmi við hættumat í umdæmi þeirra. Efni viðbragðsáætlana skal vera í samræmi við 15. gr.
  • Almannavarnanefndum er heimilt að hafa samvinnu um gerð viðbragðsáætlana. Hafi almannavarnanefndir verið sameinaðar skal gerð sameiginleg viðbragðsáætlun.
  • Ríkislögreglustjóri skal hafa yfirumsjón með samvinnu einstakra sveitarfélaga vegna sameiginlegrar hættu svo og þegar almannavarnanefndir tveggja eða fleiri sveitarfélaga gera viðbragðsáætlun.

Neyðarástand hjá sveitarfélag – Sveitarstjórnarlög

Í sveitarstjórnarlögum er að finna lagagreinar um hvernig sveitarfélög sem hafa orðið fyrir mikilli röskun geta fengið stuðning frá öðrum sveitarfélögum.

131. gr. Neyðarástand í sveitarfélag

Ráðherra getur ákveðið, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, að sveitarstjórn sé heimilt að víkja frá skilyrðum 14.–18. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. og 2. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr., samþykktum um stjórn sveitarfélags og/eða lögákveðnum frestum sem getið er um í lögum þessum, til að tryggja starfhæfi hennar og til að auðvelda ákvarðanatöku vegna neyðarástands.

Verði sveitarstjórn að mati ráðuneytisins óstarfhæf vegna neyðarástands í sveitarfélagi, svo sem af völdum náttúruhamfara, getur ráðuneytið falið sveitarstjórn og viðeigandi nefndum nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins. Ráðuneytið getur einnig skipað sveitarfélagi sérstaka framkvæmdastjórn kunnáttumanna um rekstur sveitarfélaga sem þá tekur að fullu við hlutverki hinnar óstarfhæfu sveitarstjórnar, nefnda hennar og starfsmanna eftir því sem þörf er á. Ráðuneytið skal með reglugerð setja almenn fyrirmæli um starfshætti slíkrar framkvæmdastjórnar.

Ráðuneytið skal birta ákvörðun skv. 1. og 2. mgr. í Stjórnartíðindum og getur hún aðeins gilt í fjóra mánuði í senn.

Úr greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (neyðarástand í sveitarfélagi), frá umhverfis- og samgöngunefnd.

Við neyðarástand, svo sem af völdum náttúruhamfara eða farsótta, er mikilvægt að sveitarstjórnir geti brugðist skjótt við í krefjandi aðstæðum. Kunna aðstæður þá að vera með þeim hætti að sveitarstjórn eða nefndir á vegum hennar eigi tímabundið erfitt með að framfylgja tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga við stjórn sveitarfélagsins. Ljóst er að slíkt ástand kann að tefja eðlilega og nauðsynlega stjórnsýslu sveitarfélagsins auk þess sem óvissa kann að myndast um lögmæti ákvarðana sveitarstjórnarinnar ef vikið er frá formreglum við slíkar aðstæður. Sveitarstjórnir hafa lykilhlutverki að gegna þegar lýst er yfir almannavarnaástandi. Ljóst er að sveitarstjórnarlögin veita ekki nægilegan sveigjanleika til að bregðast við óvenjulegum aðstæðum. Á neyðarástandi er að ákveðnu marki tekið í 131. gr. sveitarstjórnarlaga,

þar sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála er veitt heimild til að skipa sveitarfélagi sérstaka framkvæmdastjórn eða fela sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélags þar sem sveitarstjórn er óstarfhæf sökum neyðarástands. Ljóst er hins vegar að slík ráðstöfun felur í sér verulegt inngrip í stjórn sveitarfélags og lýðræðislegan rétt tiltekinna kjörinna sveitarstjórnarmanna. Þá þarf staðan ekki endilega að vera sú að sveitarstjórn sé óstarfhæf þótt neyðarástand vari. Til að tryggja að starfsemi sveitarfélagsins haldi áfram eins eðlilega og unnt er þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður kann þannig eingöngu að vera nægilegt að sveitarstjórn verði heimilað að víkja frá einstökum ákvæðum sveitarstjórnarlaga meðan slíkt ástand varir til að tryggja eða auðvelda að hún verði starfhæf. Þykir eðlilegt að heimild ráðherra liggi til grundvallar slíkum frávikum, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, en að nánari útfærsla sé eftirlátin hverri sveitarstjórn þótt ráðuneytið geti gefið út leiðbeiningar um beitingu þessarar heimildar í samráði við sambandið. Með frumvarpinu er lögð til sú breyting á 131. gr. sveitarstjórnarlaga að ráðherra sveitarstjórnarmála geti veitt einstökum sveitarfélögum þar sem neyðarástand varir, t.d. vegna náttúruhamfara, eða öllum sveitarfélögum, heimild til að haga stjórnsýslu sinni þannig að vikið sé frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga í allt að fjóra mánuði í senn. Ekki er tekið fram í frumvarpsgreininni til hvaða lagaákvæða sveitarstjórnarlaga slík ákvörðun geti náð en það gæti oltið á aðstæðum í hverju tilviki. Gera má ráð fyrir að helst komi til skoðunar ákvæði laganna er varða fyrirkomulag funda og lögmælta fresti, t.d. um skil ársreikninga og fjárhagsáætlana. Einnig mætti skoða að víkja tímabundið frá verkaskiptingu innan stjórnsýslunnar, svo sem verkaskiptingu milli nefnda og reglum um valdaframsal til fullnaðarafgreiðslu mála. Gert er ráð fyrir að ákvæðið verði hluti af viðbragðsáætlun ráðuneytisins, og að ráðuneytið líti sérstaklega til reglunnar þegar neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað. Þá getur ákvæðið komið til skoðunar að beiðni sveitarfélags þar sem neyðarástand varir og einnig er gert ráð fyrir að ráðuneytið leiti eftir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga áður en tekin er ákvörðun um hvaða reglum sveitarstjórnarlaga þörf sé að víkja tímabundið frá. Rétt er að árétta að ákvörðun ráðherra getur átt við einstakt sveitarfélag, mörg sveitarfélög eða öll sveitarfélög landsins. Því er mikilvægt að í ákvörðun ráðherra verði tiltekið hvaða sveitarfélög hafi þá heimild sem ákvörðunin tekur til, auk þess sem kveðið verði með skýrum hætti á um það svigrúm sem sveitarstjórn eða sveitarstjórnum er veitt með ákvörðun ráðherra til að víkja frá sveitarstjórnarlögum. Þá skal ákvörðunin vera tímabundin og getur hún mest varað í fjóra mánuði í senn. Vari neyðarástand lengur en fjóra mánuði er þörf á að taka aðra ákvörðun til að framlengja heimildir sveitarstjórnar til að víkja frá sveitarstjórnarlögum. Ákvörðunin tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum