15.01.2019. Hvernig hringir barn í 112
15.01.2019. Brunavarnir Árnessýslu eiga í góðu samstarfi við leikskólana og skólana ásamt mörgum öðrum stofnunum í Árnessýslu hvað varðar eldvarnar og rýmingafræðslu. Við fengum fyrirspurn frá einum af leikskólunum okkar í sýslunni.
Hvernig hringir barn í 112 á heimili þar sem ekki er heimilissími?
Svarið er augljóst er það ekki?
Verum alveg hreinskilin er það alveg augljóst?
Við erum vanaföst, allir vita að það þarf aðgangsorð til að komast inn í farsímann.
Mun barn sem ekki hefur verið sýnt að það er alltaf hægt að hringja í neyðarnúmerið 112 úr læstum farsíma átta sig á því ef það er neyð?
Farið yfir rétt viðbrögð við vá á heimilinum með börnunum ykkar.
Hvernig er hægt að hringja úr farsíma?
Hver eru rétt viðbrögð ef reyksskynjari fer í gang?
Hvernig eiga börnin að fara út. A og B áætlun?
Hvar eiga heimilismenn að hittast eftir að hafa rýmt húsið? (söfnunarsvæði)
Hægt er að gera einfaldar æfingar með krökkunum þar sem þau eru til dæmis blinduð og eiga að rata út, æfing sem er gerð að leik og upplifun skemmtileg. Skoðið allar flóttaleiðir saman, aðalinngangur, þvottahús, svalahurð og glugga í herbergjum sem dæmi.
Kveðja Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is