Jökulhlaup

Hvað eru jökulhlaup?
Vatnssöfnun í og við jökla og hlaup sem bráðnun jökuls veldur eru gjarnan flokkuð í þrennt eftir eðli, sem sagt, hlaup sem rekja má til:
- Vatna undir jökli á jarðhitasvæðum, s.s. Skaftárhlaup.
- Bráðnunar jökuls við eldgos undir jökli s.s. Kötluhlaup.
- Jökulstíflaðra vatna sem myndast úr bráðnunarvatni við jökuljaðar, s.k. jaðarlón eða jökullón t.d. Grænalón.
Hlaupin skiptast einkum í tvær gerðir:
- Hlaup sem vaxa hægt og stígandi þannig að rennslið tvöfaldast á föstum tíma, þ.e.a.s. eftir veldisvísisfalli, t.d. Skeiðarárhlaup.
- Skyndileg hlaup eins og stífla hafi snögglega brostið, t.d. hlaup úr Kverkfjöllum í Jökulsá á Fjöllum.
Svæði sem jökulhlaup hafa farið yfir á Íslandi á síðustu 10 000 árum eru á neðangreindri mynd. Jökulhlaup hafa orðið úr Hagavatni niður í Ölfusá.
Helsta hættan á jökulhlaupi á Suðurlandi er í ám sem koma undan Mýrdalsjökli (Kötlu) og Vatnajökli. Þau sem geta tekið í sundur vegi og byggðalínur og raskað þannig samfélaginu.
Hætta getur skapast í Vík út af jökulhlaupi. Upplýsingabæklingar fyrir íbúa á áhrifasvæði Kötlu fyrir vestan og austan við eru fáanlega á vefsíðu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Bæklingur fyrir íbúa á vestursvæði.
Bæklingur fyrir íbúa á austursvæði.
Upplýsingar um Jökulhlaup og gjóskubrotsflóð á Þjórsár- og Tungnaársvæði má finna á vef Landsvirkjunar.

Stærsta jökulhlaupið er Gjálpargosið sem flæddi yfir Skeiðarársand 1996. Það tók 5 vikur frá því að vart var við eldvirkni þar til flóðið flæddi. Skýringarmyndin hér að neðan sýnir hvernig gosið þróaðist.
Gjálpargosið 1996. Langsnið frá norðri til suðurs sýna þróun gossins með tíma, myndun sigdælda, uppbyggingu fjalls undir jöklinum og vatnssöfnun í Grímsvötnum, út frá bráðnum ís í gosstöðinni. Mikill þrýstingur dælir vatninu yfir hæðir í jökulbotninum.

Gjálpargosið 1996. Langsnið frá norðri til suðurs sýna þróun gossins með tíma, myndun sigdælda, uppbyggingu fjalls undir jöklinum og vatnssöfnun í Grímsvötnum, út frá bráðnum ís í gosstöðinni. Mikill þrýstingur dælir vatninu yfir hæðir í jökulbotninum.

Skemmdir á brúm á Skeiðarársandi 1996.