Hvað eru jökulhlaup?

Vatnssöfnun í og við jökla og hlaup sem bráðnun jökuls veldur eru gjarnan flokkuð í þrennt eftir eðli, sem sagt, hlaup sem rekja má til:

    • Vatna undir jökli á jarðhitasvæðum, s.s. Skaftárhlaup.
    • Bráðnunar jökuls við eldgos undir jökli s.s. Kötluhlaup.
    • Jökulstíflaðra vatna sem myndast úr bráðnunarvatni við jökuljaðar, s.k. jaðarlón eða jökullón t.d. Grænalón.

Hlaupin skiptast einkum í tvær gerðir:

    1. Hlaup sem vaxa hægt og stígandi þannig að rennslið tvöfaldast á föstum tíma, þ.e.a.s. eftir veldisvísisfalli, t.d. Skeiðarárhlaup.
    2. Skyndileg hlaup eins og stífla hafi snögglega brostið, t.d. hlaup úr Kverkfjöllum í Jökulsá á Fjöllum.

Svæði sem jökulhlaup hafa farið yfir á Íslandi á síðustu 10 000 árum eru á neðangreindri mynd. Jökulhlaup hafa orðið úr Hagavatni niður í Ölfusá.

Upplýsingar um Jökulhlaup og gjóskubrotsflóð á Þjórsár- og Tungnaársvæði má finna á vef Landsvirkjunar.

Jökulhlaup

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum