Mikið er rætt um ferðamennsku á Íslandi í dag og sitt sýnist hverjum. Hvaða skoðun sem fólk hefur á þeim iðnaði þá er það hins vegar staðreynd að þeir sem hingað koma til þess að skoða okkar fallega land eru okkar gestir.

Flóttaleiðir þurfa að vera greiðfærar og ekki er nóg að fólk komist undir bert loft heldur þarf það að komast á öruggan hátt í öruggt umhverfi eftir að út er komið. Sé flóttaleiðin úr kjallara þarf fólk að komast upp, sé flóttaleiðin af annarri hæð eða ofar þarf að vera öruggur stigi með fallvörn þar sem ekki er hætta á að fólk falli til jarðar.

Um málaflokkinn eru lög og reglur í gildi og eftir þeim ber að fara en ekki er síður mikilvægt að við notum hyggjuvitið og hugsum „hvernig komast mínir gestir út á sem öruggastan hátt“.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu

 

Langflestir okkar gesta dvelja hér í einhverja daga og þurfa þar með á gistingu að halda. Því miður er þar víða pottur brotinn. Sem betur fer eru margir þeirra sem selja gistingu með allt sitt á hreinu, öll leyfi klár og þar með, með öryggi sinna gesta í fyrirrúmi en okkur berast þó allt of oft spurnir af því að ekki séu flóttamöguleikar fyrir fólk ef upp kemur eldur og jafnvel í sumum tilfellum eru ekki einu sinni reykskynjarar í dvalarrýmum gesta.

Ábyrgð þeirra er bjóða fólki gistingu er mikil, þeir bera ábyrgð á því að gestir þeirra bæði verði varir við hættu ef hún steðjar að og að þeir komist heilir og höldnu í öryggi.

Það að fólk komist á öruggan hátt út úr byggingum er ekki einskorðað við þá sem bjóða gistingu gegn gjaldi. Í þessu samhengi þarf hver og einn að huga að sínum heimagarði hvort sem er á heimilum eða stöðum þar sem fólk kemur saman til samveru eða skemmtana.

 

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir