Löggilding slökkviliðsmanna
Slökkviliðsmenn, sem sækja um löggildingu til að starfa sem slökkviliðsmenn, skulu hafa lokið lágmarksnámi fyrir slökkviliðsmenn við Brunamálaskólann eða hlotið sambærilega menntun sem skólaráð Brunamálaskólans metur jafngilda. Jafnframt skulu þeir hafa gegnt slökkvistarfi eða starfað við brunavarnir að aðalstarfi a.m.k. í eitt ár samfellt eða starfað í hlutastarfi a.m.k. í fjögur ár.
Slökkviliðsstjóri skal hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður, eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.
Umsókn um löggildingu sem slökkviliðsmaður skal send til umhverfisráðherra. Með umsókn skal fylgja skírteini frá Brunamálaskólanum því til staðfestingar að umsækjandi hafi lokið tilskyldu námi. Einnig skal fylgja með yfirlýsing slökkviliðsstjóra eða annars yfirmanns, eftir því sem við á, um að umsækjandinn uppfylli skilyrði um lágmarksstarfstíma. Telji umsækjandi að hann hafi lokið öðru námi sem teljist sambærilegt námi úr Brunamálaskólanum, skal hann leggja fram vottorð eða prófskírteini um að hann hafi lokið því námi. Auk þess skal fylgja lýsing á náminu.
Þegar við á skal leita umsagnar skólaráðs Brunamálaskólans um hvort menntun umsækjanda geti talist sambærileg námi í Brunamálaskólanum.
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is