Nám hlutastarfandi

Nám fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn

Slökkviliðsmenn sem gegna hlutastarfi skulu hljóta menntun í samræmi við þá þjónustu sem slökkvilið skulu veita samkvæmt brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags. Námið skiptist í eftirfarandi fjóra hluta auk endurmenntunar. Slökkviliðsmenn sem gegna hlutastarfi skulu a.m.k. hafa lokið námi skv. 1. tölulið og námskeiði 1 og 2 skv. 2. tölulið.

Fornám: Nýliðar skulu ljúka að lágmarki 20 kennslustunda fornámi áður en þeir hefja störf sem hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Fornámið er í umsjón og á ábyrgð viðkomandi slökkviliðs en Brunamálaskólinn lætur slökkviliði í hendur gögn vegna fornáms, svo sem námslýsingu, kennsluefni og próf. Að loknu námi skal nemandinn vera hæfur til starfa sem byrjandi í hlutastarfandi slökkviliði.

Hlutastarfandi slökkviliðsmaður: Brunamálaskólinn veitir kennslu í fjórum hlutanámskeiðum og skulu hlutastarfandi slökkviliðsmenn sækja þau námskeið sem falla að því þjónustustigi sem sveitarfélagið hefur ákveðið að veita samkvæmt brunavarnaáætlun.

Námskeið 1: Námskeiðið er 30 kennslustundir og að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til slökkvistarfa utanhúss, til að annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu.

Námskeið 2: Um er að ræða tvö 30 kennslustunda námskeið og að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til reykköfunar, hafa þekkingu á þróun innanhússbruna og yfirtendrun.

Námskeið 3: Námskeiðið er 30 kennslustundir og að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til björgunar fólks úr bílflökum, klippuvinnu og skyndihjálpar við slasaða.

Námskeið 4: Námskeiðið er 30 kennslustundir og að því loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til að beita réttum viðbrögðum við mengunarslysum og eiturefnaslysum. Áður en nám er hafið skal viðkomandi hafa lokið námskeiði 2. Séu fleiri en eitt námskeið haldin samfleytt þá styttist heildartími námskeiðsins um 5 kennslustundir fyrir hvert hlutanámskeið.

Stjórnandi hlutastarfs: Námið er fyrir stjórnendur innan hlutastarfandi slökkviliða. Námið er 30 kennslustundir. Stjórnendur hjá hlutastarfandi liðum geta sótt nám sem stjórnendur fyrir atvinnumenn, enda hafi þeir lokið fullu námi sem hlutastarfandi slökkviliðsmenn.

Slökkviliðsstjóri:Nám fyrir slökkviliðsstjóra hlutastarfandi slökkviliða. Námið er 30 kennslustundir.
Hlutastarfandi slökkviliðsmenn skulu jafnframt sækja a.m.k. eitt viðurkennt endurmenntunarnámskeið viðurkennt af skólaráði á hverju sex ára tímabili. Hafi slökkviliðsmaður sótt önnur námskeið getur hann sótt um til skólaráðs að fá það metið sem endurmenntunarnámskeið. Sæki hlutastarfandi slökkviliðsmaður nám fyrir atvinnuslökkviliðsmenn telst hann hafa lokið námi fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir