21.05.2019. Námskeið í stjórnun “sjö spora kerfið” hjá Brunavörnum Árnesslýslu

Í byrjun apríl síðastliðnum stóðu Brunavarnir Árnessýslu fyrir námskeiðinu “sjö spora kerfið” sem er námskeið að Sænskir fyrirmynd um nýjar áherslur í stjórnun viðbragðsaðila og þá sérstaklega vettvangsstjóra slökkviliða.

Ekki er hér um neinn nýjan sannleika að ræða heldur er búið að setja hlutina upp á nýjan hátt með nýjum áherslum og framkvæmdaröð ákvarðana hefur verið skilgreind frekar.

Tveir leiðbeinendur komu til okkar frá slökkviliðinu í Bergen þeir Hans Petter Nilsen og Frank Åsveit, en gott samstarf hefur verið á milli Brunavarna Árnessýslu og slökkviliðsins í Bergen á undanförnum árum. Báðir starfa þeir sem aðalvarstjórar og hafa áratuga reynslu í bæði vinnu og stjórnun á úkallsvettvöngum.

Nokkrir varðstjórar frá Brunavörnum Árnessýslu höfðu á dögunum fyrir námskeiðið fengið leiðbeinenda kennslu hjá Norðmönnunum til þess að geta tekið þátt í kennslunni á námskeiðinu. Námskeiðið var síðan sett þannig upp að eftir að farið hafði verið yfir fræðin bóklega var hópnum skipt upp í einingar líkt og uppröðun manna í slökkvibílum er. Síðan voru í keyrðar útkallsæfingar aftur og aftur þar sem áhersluatriðin voru notuð í ímyndaðri ferð þeirra á útkallsvettvang.

Stjórnendur slökkviliða víðsvegar af landinu sóttu námskeiðið og gaman er að sjá hversu áhugasamir menn eru um að afla sér nýrrar þekkingar og dusta rykið af þeirri sem áður hefur verði aflað.

Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sat námskeiði en hann þekkir persónulega Svíana sem þróuðu aðferðina og skrifuðu Sænsku kennslubókina. Birgir hafði kynnt sér þessa stjórnunarnálgun vel fyrir námskeiðið og var að sögn mjög sáttur með þá útfærslu sem Norðmennirnir útfærðu fyrir námskeiðsmenn.

Alltaf er virkilega gaman þegar svona vel tekst til og spennandi verður að sjá hvaða námskeið boðið verður uppá að ári liðnu í samstarfi við Bergenana.

 

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir