Náttúruvá og skipulagsmál

Á ráðstefnu Samband sunnlenskra sveitarfélaga um náttúrvá og skipulag 2019 flutti Veðurstofa Íslands erindi um náttúruvá og skipulag á Suðurlandi. Erindið gefur yfirlit yfir jarðskjálfta, eldgos, jökulhlaup, veðurtengd vá, gróðurelda, flóð í ám, sjávar- og flóðbylgjur, ofanflóð og hættur á berghlaupi. Í erindinu er lögð áhersla á að skipulagsvinna sveitarfélaga er ein helsta forvarnaraðgerðin til að minnka áhrif náttúruvár.
