Ofanflóð

Hvað eru ofanflóð?
Veðurstofa Íslands skráir upplýsingar um ofanflóð, auk athugasemda um tjón, veður, o.fl.
Upplýsingar um ofanflóð eru misítarlegar eftir heimildum. Heimildir eru m.a. háðar því hvort flóðin ollu slysum eða tjóni á mannvirkjum, stærð flóðanna, fjarlægð frá byggð, o.fl.
Ofanflóð eru flokkuð skv. eftirfarandi tegunda:
- Snjóflóð: Almennur flokkur fyrir snjóflóð þar sem meira er ekki vitað um tegundina.
- Þurrt flekahlaup: Flóðið byrjar sem fleki og snjórinn er þurr.
- Vott flekahlaup: Flóðið byrjar sem fleki og snjórinn er rakur eða votur.
- Þurrt lausasnjóflóð: Flóðið byrjar í einum punkti og breikkar niður frá upptökunum og snjórinn er þurr.
- Vott lausasnjóflóð: Flóðið byrjar í einum punkti og breikkar niður frá upptökunum og snjórinn er rakur eða votur.
- Krapaflóð: Snjórinn í flóðinu er mettaður af vatni.
- Kófhlaup: Flóðið er létt kóf án þétts kjarna niður við jörðu.
- Vatnsflóð: Vatnsflóð með litlum krapa eða aurframburði. Tegund flóðs er ekki skráð vatnsflóð nema krapaflóð og aurskriða eigi ekki við.
- Aurskriða: Vatnsblönduð skriða af grjóti og öðrum jarðefnum.
- Grjóthrun: Hrun stakra steina úr hlíð.
- Berghlaup: Hrun heillar bergfyllu úr hlíð.

Aurskriður á Seyðisfirði

Skemmdir vegna snjóflóða á Neskaupsstað
Viðbrögð við hættu á ofanflóði
Fylgið fyrirmælum almannavarna og veðurstofu um rýmingar og aðrar leiðbeiningar.