01.04.2019. Ráðstefna í tengslum við hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa
01.04.2019. 9. apríl næstkomandi mun Brunavarnir Árnessýslu í samstarfi við Mannvirkjastofnun standa fyrir ráðstefnu í tengslum við hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa með áherslu á rafmagn.
Auk þessa verður fjallað um eld og aðrar hættur í spennuvirkjum.
Meðal fyrirlesara eru Frank Åstveit aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu í Bergen en í Noregi hefur verið mikil umræða um hvernig bregðast skuli við eldi í bifreiðum með aðra eldsneytisgjafa en hefðbundið hefur verið.
Sýnt verður hvernig slökkt er í logandi bifreið með stóru eldvarnateppi og rætt um kosti þess með hliðsjón af notkun vatns og eða froðu.
Ráðstefnugjald er 5.500 krónur.
Innifalið í gjaldinu er hádegisverðarhlaðborð á Hótel Selfoss og kaffiveitingar.
Skráning þátttöku er á midi.is Skráningu lýkur 4. apríl.
Dagskrá 9. apríl 2019 09:00 – 17:00 Fundarstjóri: Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
09:00 – 09:15 Davíð Snorrason, fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun setur ráðstefnuna.
09:15 – 12:00 Frank Åstveit, aðalvarðstjóri slökkviliðsins í Bergen. Hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa.
12:00 – 13:00 Matur.
13:00 – 13:45 Frank Åstveit, sýning á slökkvistarfi í logandi bifreið með eldvarnateppi. Mæting í anddyri hótelsins.
13:45 – 14:10 Lárus K Guðmundsson. Farartæki í almenningssamgöngum með aðra eldsneytisgjafa og Einar Bergmann Sveinsson fjallar um nýlegan rafmagnsbílbruna á Íslandi.
14:10 – 14:30 Aðalheiður Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta. Umhverfið og hvað verður um rafhlöðurnar.
14:30 – 15:10 Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets. Eldur og aðrar hættur í spennuvirkjum.
15:10 – 15:30 Kaffi og spjall.
15:30 – 16:30 Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri Orku Náttúrunnar. Hvað er að vera öruggur?
16:30 – 16:40 Ráðstefnuslit. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Um fyrirlesarana:
Frank Åstveit
Frank er aðalvarðstjóri á aðalslökkvistöðinni í Bergen og hefur starfað sem slökkviliðsmaður í 34 ár. Hann er einnig björgunarkafari hjá slökkviliðinu og heldur utan um reykköfunar- og slökkvibúnað liðsins. Undanfarið hefur hann verið að sérhæfa sig í farartækjum með aðra eldsneytisgjafa ásamt sólarsellum og rafmagnsmannvirkjum.
Halldór Halldórsson
Halldór er öryggisstjóri Landsnets og formaður framkvæmdanefndar NSR. Halldór starfaði í 18 ár sem öryggis- og slökkviliðsstjóri hjá Alcan og síðar Rio Tinto. Menntaður rafvirki, vottaður alþjóðlegur verkefnastjóri frá Háskóla Íslands IPMA og hefur Evrópuvottun í Safety Management frá Bretlandi. Halldór hefur einnig diplóma gráðu í Rekstrar- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Lárus Kristinn Guðmundsson
Lárus hefur starfað sem slökkviliðsmaður frá árinu 2002. Fyrst hjá Slökkviliði Hveragerðis, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og nú hjá Brunavörnum Árnessýslu þar sem hann starfar sem varðstjóri, eldvarnaeftirlitsmaður og þjálfunarstjóri nýliða. Lárus hefur látið sig björgunarmál varða frá unga aldri, var formaður Hjálparsveita skáta í Hveragerði og er nú formaður svæðisstjórnar á svæði 3.
Aðalheiður Jacobssen
Aðalheiður er framkvæmdastjóri Netparta. Hún er menntaður viðskiptafræðingur og hefur lengi haft áhuga á endurvinnslu. Bs ritgerð Aðalheiðar fjallaði meðal annars um endurvinnslu bifreiða á Íslandi.
Reynir Guðjónsson
Reynir starfaði sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari í Slökkviliði Reykjavíkur í tæpan áratug. Eftir það starfaði hann sem öryggisfulltrúi hjá Alcan og síðan Rio Tinto í á annan áratug. Í dag starfar Reynir sem öryggisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga, Orku Náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Síðustu 12 ár hefur Reynir haft sem hliðarverkefni að þjálfa hjá Dale Carnegie.
Sjá nánar á Facebook síðu viðburðarins
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is