Hvað eru sjávarflóð?

Sjávarflóð eiga sér stað þegar sjór gengur á land umfram það sem eðlilegt má teljast. Þegar talað er um sjávarflóð er það iðulega í sambandi við það hversu miklu tjóni þau valda. Það er þó þeim vandkvæðum háð að sums staðar getur orðið flóð án þess að það valdi nokkru tjóni. Hæð flóðs væri ef til vill heppilegasti mælikvarðinn á stærð flóðs.

Þeir veðurþættir sem mest áhrif hafa á sjávarstöðu eru:

  • Loftþrýstingur: Djúpar lægðir hækka sjávarborð.
  • Vindur: Mikill vindur veldur vindáhlaðanda (hækkun á sjávarborði).
  • Loftþrýstingur og vindur valda öldugangi og ágjöf upp á land.
  • Hiti, selta sjávar og aðstæður á landgrunni og ströndinni hafa einnig áhrif á sjávarstöðu

Samspil þessara þátta má lýsa með eftirfarandi hætti. Sjórinn rís þar sem loftþrýstingur lækkar og vindur getur þrýst sjó að landi þannig að hann hleðst upp sem leiðir til þess að yfirborðið hækkar. Þessir þættir eru innbyrðis háðir, en vindur vex með auknum loftþrýstingsmun á milli svæða. Þannig verður mestur vindur þegar djúpar, krappar og hraðfara lægðir fara yfir.  Þegar sama vindátt hefur lengi verið ríkjandi getur byggst upp nokkuð mikil undiralda sem bætir enn frekar í flóðin þegar þau verða. Hér á landi á þetta einkum við í suðvestanátt.

Upplýsingar um sjávarflóð á Íslandi má finna á vefsíðu veðurstofunnar.

Einnig er hægt að fylgjast með upplýsingum um veður- og ölduspár á vef Vegagerðarinnar.

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út sjávarfallatöflur þar sem reiknaður er tími og hæð flóðs og fjöru.

Sjávarflóð Suðurnesjabæ

Sjávarflóð urðu í Suðurnesjabæ í maí 2025.

Viðbrögð við hættu á sjávarflóði

Ef hætta er talin á sjávarflóðum skal

    • Gluggahlerar: Setjið hlera fyrir þá glugga sem snúa að sjó.
    • Niðurföll: Lokið niðurföllum til að varna því að vatn geti komið upp úr niðurföllum, bæði innan dyra og utan.
    • Öryggi innandyra: Metið öryggi ykkar með hliðsjón af staðsetningu þess húss sem dvalið er í.
    • Öryggi utandyra: Verið ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Dveljið innandyra á meðan fárviðri geysar og þá hlémegin í íbúðinni.
    • Mannamót: Aflýsið ferðalögum og mannamótum.
    • Skólahald: Ef skólahald fellur ekki niður sendið þá börn ekki ein í skólann og tryggið að tekið sé á móti þeim.
    • Veðurfréttir: Fylgist með veðurfréttum og tilkynningum í fjölmiðlum

Tjón hefur orðíð á varnargörðum við ströndina, þeir hafa verið lagaðir síðan að síðast vart tjón

Varnargarðurinn á Eyrarbakka

Varnargarður Eyrarbakki

Varnargarður vestan Stokkseyrar í sundur á 100m kefla (mbl.is).

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum