Skipulag almannavarna á landsvísu

Brunavarnir Árnessýslu

Sveitarstjórnir og starfsfólk sveitarfélaga

Frumskylda sveitarfélaga er að stuðla að öryggi og velferð borgaranna. Ákvörðunarvald og stjórnun sveitarfélagsins liggur alltaf hjá sveitarfélaginu, sem hefur hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Ábyrgð sveitarfélaga í forvörnum, viðbragði og endurreisn samfélagsins er mikil og því þarf undirbúningur að vera góður.

Því betur sem sveitarfélög eru undirbúin til að takast á við skipulagningu og framkvæmd aðgerða, því betur og hraðar munu aðgerðirnar ganga. Því er mikilvægt að fólk sem tekur þátt í verkefnum vegna almannavarna eða samfélagsröskun almennt kynni sér upplýsingar um samstarf og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem bæði er að finna í lögum um almannavarnir og í grundvallarreglum sem eru skilgreind í stefnu stjórnvalda.

Almannavarnarnefnd Árnessýslu

Almannavarnanefnd Árnessýslu (AÁ) er samstarfsnefnd allra sveitarfélaga og viðbragðsaðila í Árnessýslu. AÁ skal starfa skv. samþykktum nefndarinnar frá 3. febrúar 2020. Nefndin heldur tvo fundi á ári og fleiri ef ástæða þykir til.

Nefndina skipa átta fulltrúar aðildarsveitarfélaganna, einn frá hverju sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, fulltrúar svæðisstjórnar björgunarsveita, fulltrúi Rauða krossins og þeir aðilar sem nefndin kallar til samstarfa.

Sameiginlegur samstarfs- og ákvarðanagrundvöllur aðildarsveitarfélaganna er Héraðsnefnd Árnesinga, sem leggur nefndinni fjármagn til starfa. AÁ skilar Héraðsnefndinni ársreikninga og tillögur vegna fjárhagsáætlun.

Fundargerðir AÁ eru að finna hér.

Framkvæmdarstjórn skipa formann, varaformann og ritara nefndarinnar. Hægt er að nálgast fundargerðir framkvæmdarstjórnar hér.

Slökkviliðsstjóri BÁ er jafnframt framkvæmdarstjóri AÁ. Þá hefur Héraðsnefnd Árnessýslu gert samning við lögreglustjóra um að sveitarfélögin greiði 50% í laun til starfsmanns hjá lögreglunni til að sinna almannavarnaverkefnum.

Skipulag sveitarfélaga í Árnessýslu

Auk þess að starfa í Almannavarnanefnd Árnessýslu, þarf hvert sveitarfélag í Árnessýslu að huga að hlutverki sínu skv. markmiðum almannavarna og grundvallareglnanna. Hvert sveitarfélag þarf að eiga sviðsmyndir um helstu ógnir sem að byggðinni steðja samfélaginu, um hugsanlegt tjón og um afleiðingar á þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins. Sviðsmyndir ætti að vinna í samstarfi við sérfræðinga í sviðsmyndagerð vegna náttúruhamfara, eins og náttúruvísindafólk og verkfræðinga. Í kjölfarið er hægt að útbúa forvarna- og viðbúnaðaráætlanir.

Auk viðbragðsáætlana unnar af Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og almannavarnanefnd, þurfa sveitarfélögin að eiga viðbragðsáætlanir fyrir sitt eigið starfsfólk. Nauðsynlegt er að starfsmenn sveitarfélaga taka þátt í gerð eigin áætlana til að fyrirbyggja að áætlanirnar endi sem hillu efni sem engin man eftir. Í ætlunum þarf að koma fram hvernig sveitarfélögin ætla að starfrækja viðbragðsstjórn/neyðarstjórn sveitarfélagsins þegar mikið liggur við, hvernig á að standa að upplýsingamiðlum, og hvernig verður hlúð að starfsfólk sem þarf að leggja á sig mikla vinnu vegna neyðar- og endurreisnaraðgerðanna. Einnig þurfa sveitarfélögin að hafa verkferla um hvernig þau ætla að læra af reynslunni þegar mikið liggur við.

Þegar atvik/hamfarir hafa átt sér stað þarf viðbragðsstjórn/neyðarstjórn að búa til starfsáætlun/framkvæmdaráætlun vegna aðgerðanna. Reynslan hér á landi og víðar sýnir að neyðaraðstoð og endurreisn á vegum sveitarfélaga varir oft mun lengur en almannavarnaástand. T.d. stóð endurreisn af jarðskjálftunum á suðurlandi árið 2000 og snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995 í um 5 ár eftir að náttúruhamförunum lauk.

Sveitarfélagið Árborg er stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi með yfir 11.000 íbúa. Auk þess að starfa í almannavarnanefnd, þá starfrækir Sveitarfélagið Árborg viðbragðsnefnd (Almannavarnaráð Árborgar) skipaða af sveitarstjórn. Forseti bæjarstjórnar er formaður og bæjarstjóri er starfsmaður nefndarinnar. Tilgangur nefndarinnar er að vinna með stjórnendum sveitarfélagsins við að skipuleggja innra starf Árborgar vegna samfélagsröskunar. Þá virkjar bæjarstjórinn viðbragðsstjórn til að stýra innra starfi Árborgar þegar bregðast þarf við. Brunavarnir Árnessýslu eiga sæti í Viðbragðsstjórn Árborgar. Viðbragðsstjórnin vinnur í samstarfi við aðgerðastjórn.

Almannavarnanefndir og sveitarfélögin sjálf geta sett sér starfsáætlun/framkvæmdaráætlun vegna sviðsmyndagerðar, forvarnir, viðbúnað og að útbúa lærdómsferla (sjá til dæmis hjá Almannavarnanefnd Höfuðborgarsvæðisins).

Skipulag viðbragðsaðila

Dagleg neyðarþjónustuaðilar eru fyrst og fremst slökkvilið, lögregla, sjúkrabílaþjónusta, sjúkrahús og sjálfboðaliðastarfi björgunarsveita og Rauða krossins. Björgunarsveitir og Rauði kross deildir gera samning við sveitarfélög um að vera hjálparlið almannavarna.

Aðgerðarstjórn Árnessýslu er virkjuð í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, þegar þörf er á. Starfið í aðgerðar- og vettvangsstjórn er skipulagt skv. svo-kölluðu SÁBF kerfi (Stjórnun, Áætlanir, Bjargir, Framkvæmd), sem er notað á landsvísu.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum