Slökkvilið Stokkseyrar-Sagan
Fyrstu skjalfestar heimildir um slökkvilið á Stokkseyri er í ársreikningi sveitarsjóðs frá 1915 en þá voru eignir slökkviliðs þessar,
slökkviáhöld 1.407 kr.
geymsluskúr fyrir slökkviáhöld 126 kr.,
Mun slökkvilið hafa þá verið nýstofnað.
En allar eldri gerðarbækur Stokkseyrarhrepps eru glataðar eyddust m.a. í eldi 1939
Í slökkviliðinu voru upphaflega 20 menn, og var þeim skipt í flokka, er hver um sig hafði sinn ákveðna verkstjóra sem voru undir stjórn slökkviliðsstjóra.
Aðeins hafði liðið yfir handdælu að ráða og varð að bera vatn í þró sem var áföst dælunni, þar af leiðandi varð að hafa fjölmennt slökkvilið. Árið 1930 var keypt véldæla á vagni og var Guðmundur Einarsson umsjónarmaður hennar. Var þá fækkað í liðinu þar sem vatnsburður var úr sögunni.
Árið 1951 var keyptur slökkvibíll með véldælu, hafði Þorkell Guðjónsson, rafvirkjameistari umsjón með bílnum og dælubúnaði hans. Brunabótafélag Íslands lánaði til kaupanna og lækkað jafnframt iðgjöld vegna aukinna brunavarna.
Sveitarstjórn gekkst í að flýta lagningu síma á sveitabæi á hreppnum til að auka öryggi íbúanna og auðveldi brunaútkall, ef til kæmi.
Árið 1947 fékk hreppsnefnd fjárfestingarleyfi til að byggja slökkvistöð, en ekki varð af þeirri framkvæmd, en í þess stað var keypt húsnæði, svonefnt Alþýðuhús sem áður hafði verið breytt í bílageymslu Páls Guðjónssonar sérleyfishafa.
Reglugerð um skipan slökkviliðs og brunamála fyrir Stokkseyraarhrepp var samþykkt á fundi hreppsnefndar 7. mars 1932 .
Stórir eldsvoðar urðu á Stokkseyri á síðustu öld, einn sá stærst varð aðfaranott 10. desember 1926, en þá brunnu öll hús Kaupfélagsins Ingólfs verslunarhús Ásgeirs Eiríkssonar, íbúðarhúsin Varmidalur, Íshús Stokkseyrar svo og veiðarfærageymslur, sem olli miklum erfiðleikum þar sem vetarvertíð ver framundan, aðal bjargræðistími fólksins. Íkveikja olli brunanum. Árið 1939 var aftur stórbruni er Brauðgerðarhúsið brann sem var eign Verkalýðsfélagsins Bjarma, þar glötuðust hreppsskjöl þar á meðal gerðarbækur hreppnefndar.
Árið 1963 var keyptur nýr slökkvibíl til Stokkseyrar af Bedford gerð, voru eins bíla keypti af sveitarfélögum vítt og breytt um landið.
Annar stórbruni varð aðfaranótt 30. maí 1979 er Hraðfrystihús Stokkseyrar bann, varð þar stórfellt tjón, sem lagði aðal atvinnuveitanda í rúst tímabundið. Fengin var aðstoð frá Eyrarbakka og Selfossi við slökkvistarfið.
Á hausdögum 1982 brann verslunin Allabúð var fengin aðstoð frá Slökkviliði Selfoss, mikið tjón varð eyðilagðist húsið og allar vörur verslunarinnar. Á lofti yfir búiðinni voru geymd gömul verslunarskjöl frá verslun Magnúsar Gunnarssonar , sem eyðilögðust í eldinum.
Einn erfiðasti bruni sem Slökkvilið Stokkseyrar þurfti að berjast við var 1. maí 1991 þegar íbúðarhúsið að Götuhúsum á Stokkseyri brann, í þeim bruna fórst íbúi hússins.
30. apríl 2007. GZ
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag
Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is