11.06.2019  Tilkynning frá Brunavörnum Árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu vilja beina því til sumarhúsaeigenda og íbúa á Suðurlandi að fara varlega með eldfæri út í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir.
Gróður er víða orðinn mjög þurr og því aukin hætta á gróðureldum.

Reykingafólk er sérstaklega beðið um að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni.

Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt.

Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna.

Þá geta gróðureldar einnig kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi en eldur getur kviknað þegar pústið kemst í snertingu við þurra sinu.

Sumarhúsaeigendur og íbúar eru hvattir til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klárar og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar og reyna að kæfa eldinn við fæðingu.

Ef vart verður við eld hringið þá strax í 112.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum