Um námið
Nám og ráðningarskilyrði slökkviliðsmanna
Þeir sem ráðnir eru til starfa sem slökkviliðsmenn skulu fullnægja eftirtöldum skilyrðum, sbr. reglugerð 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna:
Hafi náð 18 ára aldri.
Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
Hafa að lokinni reynsluráðningu aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið.
Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu.
Víkja má tímabundið frá einu eða fleiri þessara skilyrða vegna þeirra sem gegna slökkvistarfi eða starfa við brunavarnir reynist ekki unnt að fá menn til starfa sem uppfylla framangreind skilyrði. Endurráðning í starf slökkviliðsmanna miðast við að þeir standist þessar kröfur.
Nám atvinnuslökkviliðsmanna.
Nám hlutastarfandi slökkviliðsmanna.
Nám eldvarnaeftirlitsmanna.
Endurmenntun.
Námið mælist í kennslustundum og er hver kennslustund 40 mínútur. Í umfjöllun um einstök námskeið er tilgreindur lágmarksfjöldi kennslustunda sem tilskilinn er.
Forsíða
Myndir
Um okkur
Gjaldskrá
Lög og reglugerðir
Fundargerðir
Bílaflotinn
Viðbrögð við jarðskjálfta
Almennar forvarnir
Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli
Viðbrögð við vá
Gróðureldar
Skoðanaáætlun
Slökkvitækjaþjónusta
Nám slökkviliðsmanna
Nám hlutastarfandi
Nám eldvarnaeftirlit
Löggilding
Kennslugögn v/fornáms
Umsókn
Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is