19.02.2020. Varðstjóraskipti í Árnesi. 

Varðstjóraskipti urðu fyrir skömmu hjá Brunavörnum Árnessýslu á slökkvistöðinni í Árnesi en hún er ein af sjö slökkvistöðvum BÁ. Einar Guðnason hefur gegnt stöðu varðstjóra þar um ára bil.

Nú var svo komið að Einar vildi stíga til hliðar sem varðstjóri en vildi þó áfram starfa með slökkviliðinu sem óbreyttur slökkviliðsmaður.

Með trega var orðið við þeirri beiðni en Einar hefur leitt slökkviliðseininguna í Árnesi með sóma alla sína varðstjóratíð.

 

Sigurður Kárason hefur nú tekið við keflinu af Einari og gegnir hann nú stöðu varðstjóra þar. Sigurður hefur starfað sem slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu um árabil og er öllum hnútum kunnugur í faginu.

Um leið og við óskum Sigurði til hamingju með varðstjóratignina, fögnum við því innilega að fá að njóta starfskrafta Einars og hans reynslu áfram hjá okkur í útkallsliðinu.

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir