Viðbrögð
Viðbrögð
Veist þú hvar lokað er fyrir vatnið á heimili þínu ef lögn fer að leka?
Ef ekki, skaltu kanna hvar stofnlokar eru og sýna öðru heimilisfólki hvar hægt er að loka fyrir vatnið.
Ef vatn fer að leka er eina ráðið að skrúfa fyrir vatnið í stofnlokum til þess að stöðva lekann. Ef lekinn er það mikill að þú treystir þér ekki til þess að hreinsa hann skaltu hringja í 112 og óska eftir aðstoð frá tryggingafélagi.