Eldvarnir

Brunavarnir Árnessýslu óska eftir að ráða varaslökkviliðsstjóra

28.10.2022. Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir varaslökkviliðsstjóra….

Viltu verða slökkviliðsmaður?

20.10.2022. Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir slökkviliðsmönnum, af öllum kynjum, til starfa á starfsstöðvum…..

Hætta á gróðureldum nú um áramótin

30.12.2021. Hætta á gróðureldum nú um áramótin. Nú líður að lokum ársins 2021. Einstaklega þurrt er nú á suðvesturhorninu og gróður mjög þurr.

Forvarnarverkefnið Logi og Glóð

11.11.2021. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu hafa undanfarið heimsótt alla fimmtán leikskóla sýslunnar og hitt elsta árganginn í

Tilkynning frá slökkviliðsstjórum í Árnessýslu og Rangárvallasýslu.

11.05.2021. Slökkviliðsstjórar Brunavarna Árnessýslu og Brunavarna Rangárvallasýslu hafa…

Eldvarnarátak 2020

16.12.2020. Eldvarnarátak 2020Á hverri aðventu heimsækir forvarnardeild Brunavarna Árnessýslu...

Brunaslönguhjól

Brunaslönguhjól.  Mikilvægt er að prófa virkni brunaslönguhjóla reglulega til þess að tryggja að...

Eldvarnateppi.

Eldvarnateppi.  Rétt notkun og rétt staðsetning á eldvarnateppi getur skipt sköpum. Í eftirfarandi...

Koltvísýringstæki / Kolsýrutæki

Koltvísýringstæki / Kolsýrutæki Kolsýrutæki henta í elda í eldfimum vökvum og elda í...

Dufttæki

Dufttæki.Duftslökkvitæki hafa mikinn slökkvimátt og duga á flesta elda sé þeim rétt beitt. Í...
agsdi-list

Fundargerðir

agsdi-camera

Myndir

agsdi-shop

Gjaldskrá

agsdi-hands

Viðbrögð, jarðskjálftar

agsdi-animal-hands

Almennar forvarnir

agsdi-hand-leaf

Eldvarnir

agsdi-twitch-2

Viðbrögð við vá

Eldvarnir í sameign
Eru eldvarnirnar í lagi hjá þér?

Að mörgu er að hyggja þegar hugað er að eldvörnum í sameign fjölbýlishúss. Hér að neðan eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga og starfsmenn forvarnadeildar athuga sérstaklega við skoðun:

 

Stigahús
Veggir að stigahúsum eiga að vera a.m.k. A-EI60, þ.e. úr óbrennanlegum efnum og þola 60 mínútna brunaálag. Klæðningar í lofti og á veggjum eiga að vera úr óbrennanlegum efnum (t.d. gifs). Hurðir að íbúðum eiga að vera a.m.k. EI-CS30 (30 mínútna brunaþol), reykþéttar og sjálflokandi. Hurð á milli geymslurýmis (eða þvottahúss) í kjallara og stigahúss ætti að vera a.m.k. EI-CS60 (60 mínútna brunaþol) með pumpu og reykþéttingum. Gólfefni eiga að vera tregbrennanleg. Opnanlegir gluggar til reyklosunar ættu að vera á sem flestum hæðum. Í gluggalausum stigahúsum á að vera gluggi eða lúga á efstu hæð sem unnt er að opna frá neðstu hæð.

 

Sorpgeymslur
Loft og veggir eiga að vera úr óbrennanlegum efnum. Dyr eiga að vera læstar og ekki má vera innangengt í sorpgeymslur. Sorprenna skal ná uppúr þaki og vera eldvarin alla leið. Brennanleg efni á ekki að leggja að sorprennu. Sorplúgum á að loka vandlega. Þéttiborði og gormur eiga að vera á sorplúgum.

 

Brunahólfað þakrými
Þakrými þarf að vera brunahólfað með a.m.k. EI60 mínútna veggjum til að reyna að koma í veg fyrir að eldur og heitur reykur berist á milli stigahúsa.

 

Flóttaleiðir
Varist að nota stigahús sem geymslur. Aðgangur að svaladyrum þarf að vera greiður og auðvelt þarf að vera að opna þær. Hurðir rýmingarleiða eiga að vera opnanlegar innanfrá án lykils (t.d snerill á útihurð).

 

Öryggisbúnaður

Reykskynjarar eiga að vera á öllum hæðum í stigagangi og í geymslugöngum. Æskilegt er að skynjarar í geymslugangi og í stigahúsi séu samtengdir og jafnframt skynjarar í stigahúsi og íbúðum. Gasskynjari ætti að vera þar sem gas er geymt í geymslum.

 

Handslökkvitæki á að vera í öllum íbúðum eða eldvarnateppi í hverri íbúð og handslökkvitæki í stigahúsi.

Út- og neyðarlýsingar þyrftu að vera í göngum og stigahúsum.

 

Björgunarsvæði slökkviliðs
Við allmörg fjölbýlishús eiga að vera björgunarsvæði þar sem slökkvilið á að geta komið við slökkvi- og björgunartækjum. Þessi svæði eiga ávallt að vera eins greiðfær og kostur er.

Öryggisbúnaður í íbúð
Reykskynjarar geta bjargað lífi þínu!

Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki sem ættu að vera á hverju heimili. Skerandi vælið í þeim getur bjargað mannslífum. En til þess þurfa þeir:

  1. Að vera til staðar og á réttum stað.
  2. Að vera réttrar gerðar og í lagi.
  3. Að hafa góða rafhlöðu.

Til eru tvær megingerðir af reykskynjurum, optískir og jónískir, auk skynjara sem sameinar eiginleika beggja. Jóníski skynjarinn skynjar vel reyk með stórum ögnum, til dæmis opinn eld, en síður upphaf glóðarbruna, til dæmis í sófa, sem optíski skynjarinn nemur hins vegar mjög vel. Því er æskilegt að hafa báðar gerðirnar á heimilinu. Einnig eru til samtengjanlegir reykskynjarar og skynjarar með ratljósi.

 

Hafið eftirfarandi í huga um reykskynjara:

  • Ekki staðsetja reykskynjara í eða of nálægt eldhúsi.
  • Setjið optískan reykskynjara á ganga eða opin svæði.
  • Setjið optískan reykskynjara nálægt rafmagnstöflu.
  • Æskilegt er að setja reykskynjara í öll svefnherbergi.
  • Best er að samtengja alla reykskynjara í íbúðinni.
  • Sé íbúðin fleiri en ein hæð, setjið reykskynjara á allar hæðir.
  • Reykskynjara ber að staðsetja í lofti, ekki nær vegg en 50 sm.
  • Skiptið um rafhlöðu í reykskynjaranum árlega.
  • Prófið reykskynjarann mánaðarlega með því að ýta á prófunarhnappinn.
  • Líftími reykskynjara er um það bil tíu ár. Aðgætið framleiðsludag/ár þegar reykskynjari er keyptur.

 

 

Handslökkvitæki

Til eru margar gerðir slökkvitækja sem hafa má á heimilum. Mikilvægt er að allir á heimilinu viti hvar slökkvitæki eru geymd og hvernig á að beita þeim. Slökkvitæki ber að yfirfara árlega af viðurkenndum þjónustuaðilum.

 

Duftslökkvitæki eru ætluð á alla elda. Ekki er þó tryggt að duftið slökkvi eld þar sem myndast hefur glóð. Ráðlögð stærð á heimili er sex kg.

Kolsýruslökkvitæki eru aðallega ætluð á virk rafmagnstæki. Þau slökkva þó ekki glóðareld fremur en duftslökkvitækin. Þau eru til í mörgum gerðum og stærðum, allt frá tveimur kg.

Vatnsslökkvitæki eru aðallega ætluð á elda í föstum efnum, til dæmis timbri, vefnaði og pappír. Algengasta stærð tækjanna er tíu lítrar.

Léttvatnsslökkvitæki eru vatnsslökkvitæki sem froðuefni hefur verið bætt út í. Þau duga á sömu elda og vatnstækin en auk þess á olíu-, feitis- og rafmagnselda. Algengasta stærðin er sex og tíu lítrar.

 

Eldvarnateppi

Eldvarnateppi eru til í mörgum stærðum og þau má nota aftur og aftur. Teppið er lagt yfir hinn brennandi hlut og þétt að. Ef teppið fer ofan í feiti í potti getur logað í gegnum það. Þá er teppið tekið af og byrjað upp á nýtt.

Fyrstu viðbrögð

Fyrstu viðbrögð við eldsvoða skipta sköpum.

  • Tilkynna öllum í húsinu um hættuna.
  • Aðstoða þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir út úr húsinu.
  • Tilkynna slökkviliði um eldinn – 112.
  • Reyna að bjarga því sem mögulegt er eða slökkva eldinn ef áhætta er lítil, en fara út ella.
Flóttaleiðir

Greiður aðgangur þarf að vera að svalahurð. Mikilvægt er að auðvelt sé að ljúka henni upp. Flestar svalahurðir opnast út þannig að fylgjast þarf með því að snjór safnist ekki um of upp við hurðina. Hurðir rýmingarleiða eiga að vera opnanlegar innanfrá án lykils (t.d. snerill á útihurð). Vinsamlega athugið að svalalokanir eru háðar samþykki byggingafulltrúa.

Flóttaáætlun

Þegar eldur kemur upp þar sem fólk sefur geta hiti og reykur valdið dauða nema þú hafir áætlun um hvernig bregðast á við, til dæmis um flótta úr svefnherbergi á örfáum sekúndum.

Áætlunin krefst
  • Reykskynjara.
  • Flóttaáætlunar sem teiknuð er á blað.
  • Fjölskylduumræðna.
  • Æfinga.

Tryggðu að flóttaleiðir séu ávallt greiðfærar.

 

Brunaæfing á heimilinu
  • Allir eiga að vera í sínu herbergi með hurðir lokaðar.
  • Einn á heimilinu gefur brunamerki með því að kalla ELDUR! ELDUR!
  • Hver og einn athugi herbergisdyr sínar.
  • Látið sem dyrnar séu heitar. Notið þá hina flóttaleiðina.
  • Allir mæti á fyrirfram ákveðinn stað utandyra, einn látinn „kalla til“ slökkviliðið.

 

Ræðið eftirfarandi við fjölskylduna:
  • Sofið með svefnherbergisdyrnar lokaðar. Það heldur aftur af hinum eitraða reyk.
  • Reykskynjarinn mun væla og vekja fjölskylduna.
  • Athugið dyrnar. Ef þær eru heitar notið þá hina flóttaleiðina. Séu þær kaldar, verið viðbúin að loka aftur ef reykur eða hiti sækir inn.
  • Skríðið í reykfylltu herbergi, verið fljót út.
  • Farið á fyrirfram valinn mótsstað svo þið getið athugað hvort öll fjölskyldan sé óhult.
  • Farið ekki aftur inn í eld eða reyk. Verið viss um að aðrir fari heldur ekki inn. Fjöldi fólks hefur látist við að reyna slíkt.
    Kallið á slökkviliðið úr næsta síma.
Eldfim efni

Eldfima vökva á ekki að geyma í íbúðum eða geymslum nema í litlu magni. Til dæmis á að tæma tanka bifhjóla áður en þeim er komið fyrir í geymslu. Eldur í dekkjum og sambærilegum efnum getur valdið miklum reykskemmdum, auk þess sem eitraðar gastegundir myndast við bruna á slíkum efnum. Þetta á einnig við um ýmis önnur efni sem notuð eru við framleiðslu hluta í dag.

Ekki má geyma suðugas inni í íbúðarhúsum. Varðandi eldunargas er fólk hvatt til þess að kynna sér öryggisatriði er varða meðhöndlun og geymslu á slíkum búnaði. Fáið fagmann til að sjá um uppsetningu á gastækjum. Þegar um slíkan búnað er að ræða þyrfti gasflaskan að vera staðsett í loftræstum skáp utandyra. Ef gasflaskan er höfð í innréttingunni þarf að koma gasskynjara fyrir á sökkli hennar.

Farið varlega
Farið varlega og verið viðbúin!

 

Farið gætilega með opinn eld og hafið ávallt aðgang að slökkvibúnaði þegar um slíkt er að ræða (kertaskreytingar o.fl.) Á hverju heimili þarf að útbúa rýmingaráætlun og æfa hana. Áætlunin getur komið sér vel ef eldsvoða eða aðra vá ber að höndum.

Brunahólfun
Komum í veg fyrir útbreiðslu elds og reyks

Veggir á milli íbúðar og bílskúrs eiga að vera að minnsta kosti EI60 og eiga að ná upp í þak. Hurð á milli íbúðar og bílskúrs á að vera að minnsta kosti EI-SC30, það eru hurðir sem þola að minnsta kosti þrjátíu mínútna brunaálag. Þær eru reykþéttar og sjálflokandi. Hurðin má ekki opnast beint inn í íbúðina, heldur inn í forstofu eða sambærilegt lokanlegt rými. Ef geymslukjallari er undir húsinu þurfa veggir að hafa að minnsta kosti 60 mínútna brunaþol og hurð þyrfti að vera minnst EICS30.

 

Ef sorpgeymsla er innbyggð skulu veggir hennar vera að minnsta kosti EI60. Ekki á að vera innangengt í sorpgeymslu heldur skal aðkoma að henni vera utanfrá, dyr að þeim eiga að vera læstar.

 

Sorptunnur á ekki að staðsetja of nærri brennanlegum útveggjum, og ekki undir gluggum bygginga, það er að minnsta kosti þremur metrum frá timburvegg og tveimur metrum frá járnklæddum timburvegg.

 

Best er að byggja sorpgeymslu úr óbrennanlegum efnum. Slík geymsla getur staðið upp við timburbyggingu. Geymslan þarf að vera læst.

 

Ef göt eru á milli brunahólfa, til dæmis á milli íbúðar og bílskúrs þarf að þétta þau með viðurkenndum efnum það er að segja steinull og múr eða steinull og eldvarnaefnum. Blikkrör í þakrými þarf að einangra með netull og vefja hana með tveggja millimetra vír.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir