Viðbrögð, jarðskjálftar

Brunavarnir Árnessýslu óska eftir að ráða varaslökkviliðsstjóra

28.10.2022. Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir varaslökkviliðsstjóra….

Viltu verða slökkviliðsmaður?

20.10.2022. Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir slökkviliðsmönnum, af öllum kynjum, til starfa á starfsstöðvum…..

Hætta á gróðureldum nú um áramótin

30.12.2021. Hætta á gróðureldum nú um áramótin. Nú líður að lokum ársins 2021. Einstaklega þurrt er nú á suðvesturhorninu og gróður mjög þurr.

agsdi-list

Fundargerðir

agsdi-camera

Myndir

agsdi-shop

Gjaldskrá

agsdi-hands

Viðbrögð, jarðskjálftar

agsdi-animal-hands

Almennar forvarnir

agsdi-hand-leaf

Eldvarnir

agsdi-twitch-2

Viðbrögð við vá

Algengar spurningar við Krjúpa - Skýla - Halda

Leiðbeiningarnar Krjúpa – Skýla – Halda

Spurningar og svör um ágæti þessara einkunnarorða

Þegar jarðskjálfti verður, þá er gott að vera búin(n) að huga að hvernig best sé að bregðast við.

Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að halda ró sinni, krjúpa, skýla höfði og halda sér. Mörg slys í kjölfar jarðskjálfta verða þegar fólk hleypur um eða út úr byggingum. Ef hlaupið er um í óðagoti aukast líkurnar á því að verða fyrir hlutum sem falla úr hillum eða af veggjum og þess háttar. Glerbrot geta verið á gólfum ásamt ótal muna sem geta valdið slysi ef stigið er ógætilega á þá og svona mætti lengi telja.

Hér á eftir eru 5 algengar spurningar varðandi viðbrögðin Krjúpa – Skýla – Halda og svör við þeim.

Spurning 1:
Til hvers á að krjúpa, skýla og halda?

Svar:
Ágæti þess að krjúpa, skýla og halda er í fyrsta lagi það að verjast fallandi hlutum sem geta komið ofanfrá í öðru lagi minnkar það líkur á að kastast til vegna skjálftans og í þriðja lagi gefur það viðkomandi tíma til að meta þá stöðu sem hann/hún er í.

Spurning 2:
Hver er ástæða þess að fara undir borð, það geta ekki allir gert. Til dæmis þeir sem hafa hamlaða hreyfigetu og geta ekki auðveldlega staðið upp úr stól hjálparlaust, hvað þá að fara undir næsta borð?

Svar:
Fólk verður að meta viðbrögð sín með tilliti til getu sinnar og umhverfis. Það gæti hreinlega valdið meiðslum hjá fólki með hamlaða hreyfigetu að reyna að fara undir borð. Það að fara undir borð varnar hinsvegar enn frekar því að fá í sig fljúgandi/fallandi hluti sem geta valdið slysi. Þeir sem eiga þess kost að geta farið undir borð, krjúpa þar, skýla höfði og halda sér, þá eru þeir varðir eins og frekast er kostur innandyra. Þeir sem hinsvegar geta ekki varið sig á þennan hátt, þurfa að grúfa sig niður (í rúmi eða stól) og skýla höfðinu með höndunum.

Spurning 3:
En að fara í dyragætt? Fólk sem hefur brugðist við á þennan hátt og farið í dyragætt, hefur hreinlega fengið hurðina í andlitið, því hurðin hentist til og frá í skjálftanum. Af hverju á að fara í dyragætt ef hætta er á að hljóta meiðsl af því að fá hurðina í sig?

Svar:
Með því að staðsetja sig í dyragætt við jarðskjálfta þá ver viðkomandi sig fyrir fallandi hlutum úr tveimur áttum, það heldur flóttaleið opinni ef hurðagat skekkist í jarðskjálftanum því ef hurð er að stöfum og hurðagat skekkist er óvíst hvort hægt sé að komast út. Eini gallinn við að staðsetja sig í hurðagati er sú að hurð getur farið að skellast til og frá og því lent á þeim sem í hurðargatinu stendur. Ef þessi leið er valin á meðan jarðskjálfti er viðvarandi er nauðsynlegt að vera meðvitaður um að hurðin getur farið að skellast.

Spurning 4:
Ég skil alveg ástæðu þess að fara í „horn burðarveggja“, þar sem burður hússins er líklega bestur þar. Hinsvegar hef ég ekki hugmynd hvar burðarveggir eru heima hjá mér né í vinnunni. Hvernig kemst ég að því?

Svar:
Skoðið teikningar húss ykkar. Ef þið eruð í vafa hvernig á að lesa út úr teikningunni, leitið þá sérfræðiaðstoðar til dæmis hjá húsasmíðameistara eða hjá byggingafulltrúa viðkomandi bæjar-/sveitafélags. Nálgast skal upplýsingar um burðarveggi á vinnustað hjá atvinnurekanda.

Spurning 5:
Hvað með húsið sjálft. Hvernig get ég verið viss að það standist jarðskjálfta?

Svar:
Gott er að fá byggingafulltrúa til að taka út bygginguna með tilliti til burðarþols við jarðskjálfta, sérstaklega í eldri byggingum. Nýlegar byggingar á Íslandi eru teknar út af byggingafulltrúa sbr. Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og eiga því að standast allar þær kröfur sem gerðar eru til húsbygginga.

Hlutar af byggingu getur fallið af í jarðskjálfta. Því skal forðast að vera undir þeim stöðum þar sem hætta er á slíku.

Krjúpa – Skýla – Halda.
Viðbrögðin að halda ró sinni, krjúpa, skýla og halda er ekki trygging fyrir því að slasast ekki í kjölfar jarðskjálfta. Það þarf meira til, eins og það að gera umhverfi sitt þannig úr garði að hlutir, húsmunir og annað lauslegt hreyfist sem minnst úr stað við jarðskjálfta. Hlutverk þess er tvíþætt. Annars vegar minnka líkur á líkamlegu tjóni af völdum fallandi hluta og hins vegar minnkar það einnig líkur á tjóni á húsbúnaði við jarðskjálfta.

Það er ekki nóg að framkvæma forvarnir á heimili sínu. Það þarf einnig að gera það á öllum dvalarstöðum fjölskyldunnar og á vinnustöðum. fyrirtæki og stofnanir bera ábyrgð á að öryggi á vinnustað sé samkvæmt reglum þar af lútandi. Atvinnurekendur þurfa að vera vakandi fyrir hættum sem geta leynst í umhverfinu. Starfsfólk þarf einnig að vera vakandi gagnvart þessu. „Hver er sinnar gæfu smiður“ á hér vel við.

Viðbrögð við eftirskjálftum

Eftir jarðskjálfta fylgja jafnan eftirskjálftar. Verið viðbúin slíkum skjálftum.

Innandyra / utandyra

Klæðist skóm
Farið í skó og hlífðarföt, ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla.

Viðlagakassinn
Náið í viðlagakassann, ef hann er fyrir hendi og ef þörf er fyrir hann.

Slys – Meiðsli
Athugið hvort einhver hefur slasast og ef svo er þá tilkynnið það Neyðarlínunni í síma 1-1-2.

Síminn virkar ekki
Ef ekki er hægt að ná í hjálp símleiðis, skal auðkenna slysstað með hvítri veifu. Síminn er öryggistæki og þegar neyðarástand hefur skapast getur álag á símkerfið leitt til þess að þeir sem þurfa á hjálp að halda ná ekki sambandi. Ef það er rafmagnslaust þá er oft hægt að ná sambandi með skífusíma.

Hússkemmdir:

Vatnsleki -Rafmagn
Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur og slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt

Eldur – eldmatur
Athugið hvort eldur er laus og notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni hafi hellst niður.

Rýming
Farið rólega út ef þú telur að húsið sé óíbúðarhæft eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til. Sjá Brottflutningur – Rýming.

Söfnunarstaður
Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað utanhúss og ráðfærið ykkur við fjölskylduna áður en næsta skref er tekið.

Bíllinn oft fyrsta skjólið
Munið að bifreið er oft fyrsta upphitaða skjólið sem völ er á og þar er útvarp. Akið með fyllstu aðgát og athugið að vegir og brýr geta hafa skemmst. Munið eftir fjöldahjálparstöðvum í skólum.

Útvarp – tilkynningar
Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. Farið eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta úr. Nánar um sendingar útvarps.

Fallnar raflínur
Aldrei snerta fallnar raflínur.

Nágrannahjálp
Athugið hvort nágrannar ykkar þurfa á aðstoð að halda. Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist.

MUNIÐ:
Á neyðartímum er síminn öryggistæki
og skal einungis notaður í neyð. Hafið símtöl eins stutt og hægt er

Viðbrögð við jarðskjálfta

Innandyra
Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Reynið frekar að leita skjóls og vera kyrr á öruggum stað innandyra t.d. út í horni við burðarveggi fjarri gluggum. Ef þú er sofandi og vaknar upp við jarðskjálfta, haltu þá kyrru fyrir og notaðu kodda til að verja höfuðið. Ef það verður jarðskjálfti hafið þá eftirfarandi í huga:

Húsgögn
Varist húsgögn sem geta hreyfst úr stað.

Innihald skápa
Varist hluti sem detta úr hillum og skápum, sérstaklega í eldhúsi.

Ofnar og kynditæki
Haldið ykkur fjarri ofnum og kynditækjum sem hendast út af festingum.

Rúðbrot
Varist stórar rúður sem geta brotnað.

Byggingarhlutar
Við jarðskjálfta geta hlutar úr byggingunni brotnað af. Haldi ykkur fjarri þeim stöðum í húsinu þar sem hætta er á hrynjandi byggingahlutum.

Gott er að setja á minnið orðaröðina: KRJÚPA – SKÝLA – HALDA

Gæta þess að verða ekki fyrir hlutum sem kunna að falla, með því m.a. að:

Fara út í horn burðarveggja, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér ef unnt er.

Fara í opnar dyr, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér í karm.

Fara undir borð, KRJÚPA þar, SKÝLA og HALDA í borðfót.
Ekki hlaupa um stefnulaust innandyra,
né hlaupa út í óðagoti.

Utandyra
Ef þú ert utandyra eða í bifreið og það verður jarðskjálfti, hafðu þá eftirfarandi í huga:

Byggingar og raflínumöstur
Farið út á opið svæði, forðist byggingar og raflínumöstur. Farið lengra frá mannvirkjum en nemur hæð þeirra.

Krjúpa – Skýla – Halda
Krjúpa og skýla höfði ef ekki er unnt að komast á opið svæði.

Grjóthrun- skriðuföll
Varist grjóthrun og skriðuföll í fjalllendi.

Stöðvið ökutæki
Stöðvið bifreiðina eins fljótt og unnt er, fjarri byggingum, vegbrúm eða háspennulínum og haldið ykkur í bifreiðinni, með beltin spennt, þar til skjálftanum lýkur. Haldið þá varlega áfram og gætið að, því brýr og vegir geta skemmst í stórum skjálftum

Viðbrögð eftir jarðskjálfta

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum