Viðbrögð við vá

Brunavarnir Árnessýslu óska eftir að ráða varaslökkviliðsstjóra

28.10.2022. Brunavarnir Árnessýslu óska eftir að ráða varaslökkviliðsstjóraForsíðaMyndirUm...

Viltu verða slökkviliðsmaður?

20.10.2022. Viltu verða slökkviliðsmaður?  ForsíðaMyndirUm okkurGjaldskráLög og...

Hætta á gróðureldum nú um áramótin

Hætta á gróðureldum nú um áramótin30.12.2021. Nú líður að lokum ársins 2021. Einstaklega þurrt er...
agsdi-list

Fundargerðir

agsdi-camera

Myndir

agsdi-shop

Gjaldskrá

agsdi-hands

Viðbrögð, jarðskjálftar

agsdi-animal-hands

Almennar forvarnir

agsdi-hand-leaf

Eldvarnir

agsdi-twitch-2

Viðbrögð við vá

Viðbrögð við vá

Forvarnir eru mikilvægur þáttur í því að takast á við vá. Upplýsingar og leiðbeiningar um forvarnir og viðbrögð við hvers kyns vá er að finna á blaðsíðu 28 í Símaskránni og á heimasíðu Almannavarna ríkisins (www.avrik.is). Almenningur er hvattur til þess að kynna sér leiðbeiningarnar vel.

 

Almennar leiðbeiningar:
Á heimilum og vinnustöðum ætti fólk að ræða saman um hugsanlegar hættur, ræða tryggingamál, skoða útgönguleiðir hússins og kanna staðsetningu öryggisbúnaðar. Nám í skyndihjálp er hagnýtt og getur bjargað mannslífum. Rauði kross Íslands veitir upplýsingar um námskeið fyrir almenning og fyrirtæki.

Mikilvægt er að kunna að meðhöndla öryggisbúnaðinn. Meðal öryggisbúnaðar á heimilum og vinnustöðum ætti að vera:

  • Slökkvitæki
  • Reykskynjarar
  • Brunastigar eða brunakaðlar til undankomu af efri hæðum húsa
  • Verkfæri, svo sem hamar, sög, töng, rörtöng, skrúfjárn, skófla, öxi og kúbein

Heppilegt er að koma eftirtöldum búnaði fyrir í viðlagakassa sem allir þurfa að vita hvar geymdur er:

  • Sjúkrakassa
  • Vasaljósi
  • Útvarpi með rafhlöðum
  • Bæklingi um skyndihjálp
  • Lista yfir mikilvæg símanúmer (nákominna, þjónustuaðila o.fl.)
  • Neyðaráætlun fjölskyldunnar/vinnustaðarins

Ræðið og æfið viðbrögð við hættuástandi og látið börn taka fullan þátt í þeim.

Nánari upplýsingar:
Á blaðsíðu 24 í Símaskránni og á www.avrik.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir