Viltu starfa í slökkviliði?

16.09.2020. Viltu starfa í slökkviliði?

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2020.

Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir slökkviliðsmönnum, bæði konum og körlum, til starfa á starfsstöðum sínum á Selfossi, Laugarvatni, Flúðum, Reykholti, Árnesi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Um er að ræða hlutastörf í útkallsliði BÁ.

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Að slökkva gróðurelda með fötu!

Að slökkva gróðureld með fötu!

Brunavarnir Árnessýslu

Þyrlur Landhelgisgæslunnar til aðstoðar í gróðureldum

Með aukinni hættu á flóknum gróðureldum í landinu verður nauðsynlegt að njóta liðsinni Landhelgisgæslunnar. Auðvitað er það einungis einn hlekkur í keðjunni sem þarf til þess að ráða niðurlögum slíkra elda en aðgerðir sem þessar eru mjög mann- og búnaðarfrekar. Flytja getur þurft vatn langar leiðir og þá jafnvel upp á fjöll þar sem mosaeldar loga í viðkvæmri náttúru. Við slíkar aðstæður getur reynst afar erfitt að flytja vatn og búnað án þess að njóta stuðnings vatnsflutninga með þyrlu eins og dæmin sanna. Einnig getur flutningur vatns með þyrlu verið afar árangursríkur ef stór kjarr-/trjásvæði brenna og illmögulegt er að koma búnaði slökkviliða að vettvangi. Í þessum tilfellum getur það stóraukið slökkvimátt vatnsins ef íblöndunarefnum er blandað við vatnið sem þyrlan ber með sér en þetta er gert við góðan árangur erlendis. Að slökkva gróðureld með fötu!

Eina „fatan“ sem til er í landinu er um það bil að syngja sitt síðasta

Fatan, eða skjólan eins og hún kallast, sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, var keypt fyrir tilstuðlan Mannvirkjastofnunnar árið 2006 í kjölfa „Mýrareldanna“ sem kviknuðu það sama ár. Fatan var síðan tekin í notkun árið 2007.

Í dag er staðan þannig að talsvert viðhald er komið á fötuna þar sem allur búnaður af þessu tagi hefur ákveðinn líftíma. Einnig er í dag hægt að fá mun hentugri fötur sem geta sótt vatn í mun grynnri vatnslindir en núverandi fata getur, en hún þarf um og yfir 2 metra djúpt vatn að lágmarki til þess að hægt sé að fylla hana. Nýrri fötur eru með dælu á sér sem tengd er við rafmagn þyrlunnar. Þeim er hægt að slaka í mun grynnra vatn og dæla í fötuna og þar með er úr mun fleiri vatnslindum að velja fyrir áhöfn þyrlunnar. Þetta getur síðan augljóslega stytt mikið þær vegalendir sem fljúga þarf með hvert hlass af vatni.

Fatan sem til er í dag tekur um 2000 lítra af vatni en mikilvægt væri að kaupa stærri fötur sem gætu tekið allt að 3000 lítra af vatni. Á árinu 2020 gerir flugrekstrarsvið Landhelgisgæslunnar ráð fyrir því að þeir muni hafa til yfirráða 3 þyrlur með króka sem borið geta vatnsfötur með allt að 3000 lítrum af vatni.

Er hægt að slökkva gróður- eða skógareld með einni fötu?

Með tilliti til gróðurþróunar á Íslandi má færa sterk rök fyrir því að ein fata hafi lítið að segja verði umfangsmikill gróðureldur. Mikilvægt er að Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða að minnsta kosti 3 slíkum fötum með búnaði til þess að koma íblöndunarbúnaði í vatnið. Innan skamms mun Landhelgisgæslan hafa yfir 3 þyrlum að ráða sem allar geta borið þennan búnað en þar að auki má alltaf gera ráð fyrir að þyrlufata geti skemmst eða bilað og þá væri búið að tryggja að allavega 2 fötur væru nothæfar ef á þyrfti að halda.

Hér er að mínu viti alls ekki verið að ofmeta þörfina á þessum búnaði, hann þarf svo sannarlega að vera tiltækur þegar og ef á þarf að halda. Ekki er nóg að eiga búnaðinn heldur þarf einnig að æfa notkun hans svo slökkvimáttur og virkni búnaðarins nýtist sem mest og best. Við alla notkun kemur slit á búnað sem kallar á viðhald og öllu viðhaldi fylgir kostnaður.

Hver á að borga?

Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar sem undirritaður hefur, þá komu þrír aðilar að kostun fötunnar sem keypt var árið 2006. Mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri. Kostnaður slökkvibúnaðarins á þeim tíma var um tvær milljónir.

Í dag má gera ráð fyrir að kostnaður við eina fötu með dælubúnaði og íblöndunarefnakerfi sé milli 8 og 9 milljónir. Það má því gera ráð fyrir að kostnaður við þrjár fötur af þessu tagi fari nærri 30 milljónum sem eru umtalsverðir fjármunir.

Þó ber að hafa í huga að tryggingaverðmæti þeirra sumarhúsa sem verið væri að bjarga getur numið margfaldri þeirri tölu svo ekki sé talað um líf fólks og umhverfi.

Spurningunni „hver á að borga“ er ekki auð svarað og sýnist sitt hverjum og má í raun kasta nokkrum spurningum fram þar eins og, hvort um almannavarnaástand sé að ræða og þar með hagsmunir þjóðarinnar í húfi? Eru þetta sérhagsmunir sveitarfélaga? Er þetta búnaður sem viðbragðsaðilar ættu að hafa á sínum snærum og Landhelgisgæslan nálgast hjá þeim þegar á þarf að halda?

Svona mætti lengi spyrja en höfum við tíma í það? Við þurfum að fá umræðuna af stað. Við þurfum að finna svarið, viljann til framkvæmdarinnar og fjármagn í verkið.

Fram að þessu hefur Landhelgisgæslan haldið utan um og viðhaldið þeim búnaði sem keyptur var árið 2006 með tilheyrandi kostnaði. Mögulega væri hægt að halda því áfram en það er ekki mitt að svara því.

Eitt er að kaupa búnað en annað er að reka hann og viðhalda.

Með tilliti til almannahagsmuna þurfum við að svara þessum spurningum og við þurfum að svara þeim sem fyrst.

Pétur Pétursson

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu
Formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi

Miður þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki tiltækur

23.05.2020. Miður þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki tiltækur

Frétt frá www.visir.is

Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni. 

Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistarfi þegar mikill gróðureldur kviknaði í Norðurárdal í Borgarfirði í síðustu viku. Mikið af kjarri og mosa varð undir í eldinum, á um 15 hektara svæði.

Á landinu er til ein svokölluð slökkviskjóla…. www.visir.is

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Mikill eldur í vinnu­búðum við Suður­lands­veg

22.05.2020. Mikill eldur í vinnu­búðum við Suður­lands­veg

Frétt frá www.visir.is

Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsstjóra en tjón er þó talsvert.

Útkallið barst Brunavörnum Árnessýslu klukkan 3:14 í nótt. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi, auk tveggja tankbíla frá stöðvum þaðan vegna þess að ekkert vatn er á svæðinu þar sem búðirnar standa.

„Það var heilmikill eldur í þeim hluta búðanna sem munu líklega verða eldhús og mötuneyti. Okkur tókst nokkuð greiðlega að….. www.visir.is

 

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Eld­ur í sum­ar­húsi í Úthlíð

18.05.2020. Eldur í sumarhúsi í Úthlíð 

Frétt frá www.mbl.is

Bruna­varn­ir Árnes­sýslu voru kallaðar til vegna bruna í sum­ar­húsi í Úthlíð á laug­ar­dag. Íbúar í næsta bú­stað gerðu viðvart um eld­inn og var hann slökkt­ur af nær­stödd­um með slökkvi­tæki, að því er fram kem­ur á vef lög­regl­unn­ar. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá gömlu raf­magns­ljósi.

Fyrr um dag­inn sinntu slökkviliðsmenn á svæðinu út­kalli þar sem eld­ur kom upp í ruslagámi við Dal­braut á Laug­ar­vatni. Gám­ur­inn var al­elda þegar komið var á staðinn en þegar slökkvi­starfi lauk mátti sjá leif­ar af einnota grilli meðal þess sem enn var óbrunnið.

 

Við minnum á að sinubrenna er bönnuð

 

 Í síðustu viku höfðu Bruna­varn­ir Árnes­sýslu einnig af­skipti af ung­ling­um sem voru að kveikja „varðeld“ við Valla­skóla. Þeim var gert að slökkva eld­inn og í fram­hald­inu rætt við for­eldra þeirra ásamt því að barna­vernd var gert viðvart um af­skipt­in.

Þá logaði sinu­eld­ur skammt frá Laugalandi í Holt­um í gær. Slökkvilið var kallað á vett­vang og eld­ur­inn slökkt­ur. Nótt­ina áður hafði slökkvilið í Vík verið kallað út vegna gróðurelds skammt frá Stóru-Heiði. Vegna þessa vilja Bruna­varn­ir Árnes­sýslu minna á að sinu­brenna er bönnuð, ekki síst þar sem mó­fugl­ar eru flest­ir bún­ir að verpa og því er hætta á að ungviðið brenni ef kveikt er í.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@babubabu.is

Okkar öryggi!!

Brunavarnir Árnessýslu

Samfélagið okkar hér á Suðurlandi hefur þurft að horfast í augu við erfiða atburði hvað eldsvoða varðar. Því miður kemur það fyrir að eldar kvikna í íbúðarhúsnæði, slys verða, eigur tapast og því miður gerist það stundum að fólk lætur lífið í þessum sorglegu atburðum.

Hvað getum við gert til þess að minnka líkurnar á að illa fari? Að fara varlega með eld og rafmagnsvörur er lykilatriði hvað þetta varðar. Ekki skilja logandi eld eftir í rýmum þar sem enginn er. Haga uppsetningu kerta og kertaskreytinga þannig að loginn komist ekki að öðru brennanlegu efni hvorki með beinni snertingu né þannig að geislunarvarmi frá loganum nái að hita annað brennanlegt efni svo í því geti kviknað.

Ef hinsvegar eldur kemur upp og hægt er að komast að til að slökkva á upphafsstigi hans, er mikilvægt að slökkvitæki séu til staðar og að þau hafi verið yfirfarin reglulega þannig að virkni þeirra sé sem tryggust. Við hjá slökkviliðunum mælum einnig með því að fólk eigi auk slökkvitækja, eldvarnateppi til þess að geta breitt yfir og kæft eldinn sé þess kostur. Þetta á sér í lagi við um eld í eldunaráhöldum á eldavélum en má svo sannarlega nota í fleiri tilfellum.

Reykskynjarar eru einhver ódýrasta líftrygging sem við getum fjárfest í. Á undanförnum árum hefur samsetning efna í húsgögnum breyst til muna og brenna þau nú mun hraðar en áður og gefa frá sér mun eitraðri reyk en þau gerðu fyrir nokkrum áratugum síðan. Þetta veldur því að ef upp kemur eldur á heimilum fólks hefur það umtalsvert skemmri tíma til þess að forða sér út úr húsnæðinu áður en illa kann að fara. Rétt staðsettir reykskynjarar vara okkur við hættunni á upphafsstigi eldsins og gefa okkur þar með þann kost að geta gripið inn í atburðarrásina eða þá möguleika á að forða okkur út meðan tækifæri er enn til. Einnig gefa hljóðmerki frá reykskynjurum okkur tækifæri á að hringja í Neyðarlínuna 112 fyrr en ella, eftir aðstoð slökkviliðs sem eykur líkurnar á því að slökkvilið nái að grípa inn í atburðarrásina áður en miklar skemmdir verða.

Margir hafa sett það fyrir sig að þeir gleymi að skipta um rafhlöður í reykskynjurunum sínum en í hefðbundnum skynjurum hefur hingað til þurft að skipta um rafhlöður einu sinni á ári. Slökkviliðsmenn hafa þá gjarnan bent fólki á að fyrsti desember ár hvert er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og því tilvalið að hafa það sem reglu hjá sér að skipta um rafhlöður á þeim degi. Gott er að prófa reglulega yfir árið virkni reykskynjaranna með því að ýta á prófunarhnappinn sem á þeim er.

Í dag eru einnig komnir á markaðinn reykskynjarar sem endast í allt að tíu ár. Að þeim tíma loknum er skynjaranum sjálfum skipt út og kemur því ekki til að skipta þurfi um rafhlöður í þeim.
Í þessum efnum þarf hver og einn að finna sína leið en um mikilvægi þess að hafa reykskynjara á heimilum verður ekki deilt.

Hugsaðu þig tvisvar um húsráðandi góður áður en þú býður einhverjum gistingu á heimili þínu (fjölskyldumeðlim eða gestum), án þess að hafa þessi mikilvægu öryggismál í lagi.

 

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

  • Atvinnuumsóknir (form í smíðum)
  • Laus störf
  • Nám (efni í smíðum)

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

 

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Fræðsla í skólum